Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 5
NÝR STÁLBÁTUR TIL DALVÍKUR Þorbjörn Sigurgeirsson, 'prófess or of dr. Friedman við hið nýja taeki. Þessa dagana cr verið að Ieggja síðustu bönd á að koma fyrir nýju tæki í Loftskeytastöðinni gömlu. Það nefnist massaspektrometer og er notaö til þess að rannsaka vetn isísótópa. Tækið er sett upp á veg um Eðrisfræðistofnunar Háskól- ans. Þorbjörn Sigurgeirsson prófess or, skýrði blaðinu svo frá í gær, að tæki þctta væri ætlað til þess að mæla hlutfalUS milli þunga og létta vetnisísótópsins í regni og öðru vatni. Þetta hlutfall er mis- munandi eftir því Iivar regn fellur Regn við ströndina er „þyngra“ en regn sem fellur inni í landi. Massaspektrometer verður not- að til þess að rannsaka grunn- vatn landsins og einkum þó heita- vatnsrennsli. Á að vera mögulegt að finna út hvaðan heita vatnið kemur og yfirleitt rennsli vatns neðanjarðar. Bandarískur vísindamaður, dr. Friedman, hefur dvalizt hér und- anfarnar þrjár vikur og unnið r-ð því að koma tækinu fyrir. Hefur Kvenfélagið gaf 250.000 kr. SU PRENTVILLA varð í frétt Alþýðublaðsins í gær af fjársöfnun til Hallgríms- kirkju að sa'gt var að Kven-' félag safnaðarins hefði gef- ið 150.000 krónur í tilefni 20 ára afmælis síns,' en það átti að vera 250.000 krénur. í þessu sambandi má geta þess, að auk þess að gefa þessar 250.000 krónur í bygg ingarsjóð kirkjunnar, þá hef ur kvenfélagið gefið til kirkj unnar hökul og altarisklæði, einnig í tilefni 20 ára afmæl- isins. hann á undanförnum árum unnið að rannsóknum á vatnssýnishorn- um frá íslandi á Rannsóknarstofu sinni í Bandaríkjunum. Hefur hann athugað um 150 sýnishorn og m.a. gengið úr skugga um þann mun regnvatnsins sem áður er getið. Þá hefur komið í ljós, að hlutfall létta og þunga vetnisísótópa í heitá vatninu hér í Reykjavík svarar ekki til hlutfallsins í úrkomu hér í borg. Bendir það til þess, að heita vatnið sé komið lengra að, jafnvel talsvert langt innan úr landi og runnið lengi neðanjarðar. Þessar mælingar voru gerðar fyrir tveim árum og verður þeim nú haldið áfram. Hefur sýnishornum verið safnað í nokkur ár, — bæði úr yfirborðsvatni, grunnvatni og uppsprettum, heitum og köldum. Dr. Þorbjörn kvað það von vís- indamanna, að með þessum rann- sóknum yrði hægt að fá glögga mynd af neðanjarðarrennsli vatns ins. Einníg á að vera hægt, að nota það við ýmis konar jarðeðlis- fræðileg verkefni, t.d. verður hægt að kanna hvaðan vatn úr gosefnum er komið, — hvort það í hefur komið upp með hraunkvik- unni eða utan frá, með úrkomu- vatni. j Tækið er veitt íslendingum sem styrkur frá Alþjóðakjarnorkumála stofnuninni í Vínarborg. Var fé til þess veitt árið 1960, en það er fyrst nú, að tækið er hingað komið. Dr. Friedman er starfsmað- I ur hjá Jarðfræðistofnun Banda- 1700.000 krónur hafa safnazt Söfnun vegna sjósíysanna á Norð urlandi dagana 9. og 10. apríl sl. gengur vel. Hafa þegar safnast 700.000 kr. og eru gjafir enn að , berast. Söfnuninni lýkur um n.k. I mánaðarmót. ríkjanna og hefur aðsetur í Den- ver í Colorado. Hann kom hér fyrst 1957 og safnaði vatnssýnis- hornum, og gerði athuganir á bik- steini og hrafntinnu. Ásamt dr. Friedman hefur Örn Garðarsson frá fyrirtækinu Rafagnatækni unn ið að uppsetningu tækisins. Dr. Þorbjörn kvað næstu verk- efnin vera þau, að fylgjast með þungavatnshlutfalli í heitum upp- sprettum og bera það saman við hlutfallið i yfirborðsvatni á viss- um stöðum á landinu. Umsjónarmaður tækisins verður Bragi Árnason, efnafræðingur. Dalvík í gær: Hingað kom nýr bátur í gær- kvoldi. Hefur honum verið gef- ið nafnið Loftur Bafdvinsson, en hann cr smíðaður úr stáli í Nor- egi og var rúma þrjá sólarhringa á leiðinni Iiingað. Eigandi hans er Aðalsteinn Loftsson og fleiri. Ganghraði bátsins reyndist á heimleiðinni 10.6 sjómílur á klukkustund. í bátnum, sem er 225 smálestir, !<r 660 hestafla Lister-dieselvél, einnig tvær aðr- ar vélar 40 og 60 hestöfl fyrir ljós spil. Það er óþarfi að taka það [ram að báturinn er búinn öllum helztu leitar-, öryggis-, og veiði- tækjum. Victor Jakobsson frá Akureyri sigldi bátnum heim, en þegar hann fer ó síldveiðar innan skamms, verður Kristján Jónsson frá Dal- vík skipstjóri. Yfirvélstjóri er Vig- fús Sveinbjörnsson frá Dalvík. Hér er nú búið að salta í 8060 tunnur og skiptist söltunin þannig milli hinna þriggja söltunarstöðva: Söltunarfélag Dalvíkur 3097 tunn ur, Söltunarstöðin Höfn 2604 tunn ur og Söltunarstöðin Múli 2359 tunnur. Hér hefur gengið sæmi- Rakarar semja - Blikksmiðir í verkfall? Samninganefndir rakarasveina og rakarmeistara hafa náð sam- komul'agi, sem fela í sér 16% kauphækkun. Munu þessir samn- ingar væntanlega hafa verið lagð ir fyrir félagsfundi þessara aðila í gærkveldi. Þá hefur félag blikksmiða boðað verkfall frá og með 25. þ.m., ef samningar hafa ekki tekizt fy.ri” þann tíma. lega að fá fólk til síldarvinnu og' hjálpar mikið, að hingað hefur komið margt fólk frá Árskógs- strönd. Heyskapur er hafinn og gengur vel. Spretta var góð og þurrkar hafa verið óvenjugóðir þar fii :iéi síðustu 2-3 dagana. — Kristján. eð 50 góðhesta fií Egils- staða Haga 17. júlí. Kappreiðar Hestamannafélags Hornfirðinga fóru fram á Stapa- sandi í Hornafirði sl. sunnudaga Úrslit urðu þessi í 300 m. spretti: 1. Þytur Gunnars Guðmundsson ar Hlíðarbergi, 2. Perla Einars Sig=> urjónssonar Lambleiksstöðum, 3. Fífill Haraldar Torfasonar Haga. í unghestahlaupi, 250 m. hlaupi vann Freyr Rögnu SigurðardóUuv Brunnhóli. N.k. laugardag og sunnuáag verður f jórðungsmót hestamanna á Austurlandi háð á Egilsstöðum á Völlum. í morgun lögðu níu Horn firðingar af stað til mótsins meSJ 40 til 50 góðhesta úr Austur-Skaíta fellssýslu. Úr þeim hópi hafa þríi* hestar verið skráðir til keppni 1 300 m. hlaupi og einn hestur i 350 m. hlaupi. Einn Land-Roverbíll er í iör með þeim Hornfirðingum og ílyí' ur hann nesti þeirra og viðlegu- búnað. Þeir munu verða 3 daga á leiðinni í Egilsstaði og hyggjasð fara Axarveg á bak við Beru,jor3 og Breiðdal. — T. Þ. Vegaþjónusta FIB eykst sífellt Aldrei færri en 6 viðgeröabifreiðar VEGAÞJONUSTA F.4.B. hófst 9. júní sl. með því að sex bifreið- ir éku úr bænum til aðstoðar á vcgumim, en það er ciim stærsti liðurinn í sumarstarfsemi félags- ins. Þetta er tíunda sumarið sem FÍB skipuleggur vegaþjónustu, og liefur hún aukizt með hverju ár- inu, og svo er einnig í ár. M. a. verður vegaþjónusta við Akur- eyri yfir þrjár mestu umferðar- helgar sumarsins. Aldrei verða færri en sex bif- reiðir í vegaþjónustunni, en yfir mestu umferðarhelgarnar og sjálfa verzlunarmannahelgina, — þegar umferðin nær hámarki, verða í þjónustu FÍB mun fleiri bifreiðir. T. d. hafði FÍB 15 bif- reiðir úti á vegunum um sl. verzl- unafmannahelgi. Auk viðgerðarbílanna, sem ferðast um vegina, hefur félagið gert samning við ýms bifreiða- verkstæði, og aðra aðila, að veita félagsmönnum aðstoð og fyrir- greiðslu. Bifreiðar FÍB verða á eftir- töldum leiðum: Reykjavík, Hveragerði, Ljósa- foss, Hveragerði, og eitthvað uppeftir Grímsnesinu eftir þörfum. Ljósafoss, Þingvellir niður að Stardal. Stardalur, Elliðaár og upp að Tíðaskarði. Tíðaskarð, Hvalfjarðarbotn. Hvalfjarðarbotn og eitthvað up.p ; t í Borgarfjörð. Á eftirtöldum stöðum gcta fe-» Iagsmenn leitað aðstoðar: Bifreiða og trésmiðja BorgarnesR hefur opið um mestu umferðar, helgar sumarsins. Gestgjhfinn í Hreðavatnsskálan- um er umboðsmaður FÍB. í Fornahvammi eiga vegfarendur von á aðstoð. Næsti staður er Staðarskáli. Þar er umboðsmaður félagsins Oj$ mun hann hafa viðgerðarbíl á vegum í nágrenninu um verzl- ■ unarmannahelgina og næstu. helgar. . Bifreiðaverkstæðið á Laugar-: bakka í Miðfirði verður opiíJ fyrir skyndiviðgerðir um uni- ferðarhelgarnar. Á Blönduósi er bifrciðaverk-. stæði norðanverðu við Biöndu-> brú og heitir Vísir. Hefur FÍB Framh. á 12. síön ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. júlí 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.