Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUCIILA ANDREWS gegn því að halda áfram að haga mér eins og fífl, — það gæti komið mér í koll, þótt seinna yrði. Hann hugsaði sig um andar- tak. — Kannski var það rétt af honum, sagði hann svo vingjárn- lega. Einhver kunningi hans kallaði til hans utan úr salnum og hann stóð á fætur. Gaman að hitta ykkur, stelpur. Við siáumst aft- ur. Josephine horfði á eftir honum. Eg vildi óska, að við værum ekki nemar á fyrsta ári, sagði hún og andvarpaði. Eg vildi óska, að við gætum farið á þetta ball. — Getum við það ekki af því að við erum á fyrsta ári? Þetta skil ég ekki. Hún sagði, að það ■ kæmi ekki til greina. Tugir ó- skrifaðra laga banna það. Erith sagði mér það. Eg brosti. — Jæja, ég get ekki sagt, að ég syrgi það. Við þekkj- um engan hérna, sem mundi dansa við okkur. — En, Rósa mín, — við þekkj- um þó þennan Bill Martin núna. —- Og það gera allar hjúkrun- arkonurnar á siúkrahúsinu, það máttu vera viss um. En ég vildi ekki koma til Bennings morgun- inn eftir langt ball. Eg verð að fara snemma ■ að bátta, ef ég á að geta staðið mig á deiidinni á daginn. Og ég er ekki eins í fótunum og ég var. Samt verð ég að viðurkenna, að ég vild'i, að 1 - ég gæt' vérjx ftnvq á "“Offlum á þessu balli og séð yfirlækninn svífa um gólfið með Bennings. Ef ég bara fengi að sitja á stól ■ og horfa á þau..... Josephine fékk nvja hugmynd .... Kannski er það þess vegna, sem Benriings hefur ekki minnzt á það, að það leið yfir þig. Kann- ski hann hafi sagt henni frá ævintýrinu og svo boðið hcr.ni á ballið .... og þá hefur hún orð- ið svo glöð. .... Þetta e.r dálítið langsótt —- finnst mér, — en kannski þú haf- ir samt rétt fyrir þér. Það er sannarlega merkilegt, að hún skuli ekkert hgfa minnzt á þetta. Og þar sem þau eru kunningj- ar, lilýtur hún að vita..... — Já, og hann getur ekki boð ið neinum nema yfírhjúkrunar- konu eða deiidarhiúkrunarkonu, og hún er langlaglegust af þeim. _ Hvers vegna eru honum settar svo þröngar skorður? — Gæti hann ekki boðið nemunum? — Guð í himninum, — nei, það er ómögulegt. Hún var svo skelfingu lostin á svipinn, að ég gat ekki gert að mér að hlæja. Nemendur og læknar lifa í tveim ólíkum heimum. Það vita allir. Siðir .. reglur .. hvað sem þú kallar það. — Ágætt, sagði ég . . og það merkilega var, að þá meinti ég, það sem ég sagði! — í vikulokin hafði Josephine alveg skipt um skoöun. — Hún gæti ekki verið svona andstyggileg, ef hún væri ham- ingjusamlega ástfangin. Rósa, — mér hefur greinilega skjátlazt. Hverri svo sem yfirlækninum 10 hefur boðið á ballið, hefur Benn- ings ekki orðið fyrir val'.nu. Hún verður verri og verri með hverj- um degi. __ Þú átt við, að hún verði verri "Og verri með hverjum klukkutíma. Eg hengdi k.ápuna mína upp á ganginum fvrir utan deildina. — Ó, guð, — hún er að kalla á mig. Hváð gleymdi ég að gera, áður en ég fór á fyrirlesturinn — Systir Standing, — þvotta- húsið er til skammar fyrir alla deildina. Þurrkuðuð þér rykið af efstu hillunum? Nú, þá hlýtur það að vera illa gert. Gerið það strax aftur. Nokkrum mínútum seinna kom hún inn í þvottahúsið. Það er ryk ofan á sýruskápnum. Þér verðið að þurrka það af, áður en þér hefjið daglegu stórfin. — Já, systir, mér þyk.ir þetta leitt, systir, sagði ég afsakapdi. Hálf tíma seinna kom hún út í eldhúsið. — Systir Standing. Ætlið þér að eyða öllum degin- um í að skammta sjúkliimmum? Hvenær ætlið þér að láta yður lærast að vera svolítið hraðvirk- ari? Um kvöldið féllst Erith jafnvel á, að Bennings hefði gengið of langt. — Eg veit, að hún hefur aldrei haft dálæti á nemum, en nú keyrir alveg um þverbak. — Henni er alveg sérstakiega upp- sigað við þig, Rósa. Það er greini» legt. Þú skalt reyna að forðast hana og hugga þig með þvi, að þú kemur þér vel við yfiriijukr- unarkonuna, — og það er ,iún, sem skrifar umsögnina r.m þig, en ekki Bennings. — Guði sé lof fyrir það! En segðu mér, — hvernig á ég að geta forðazt hana? Hún er eins og skugginn.minn. Erith brosti með meðaumkun í svipnum. — Já, ég.hef tekið eftir því. En kannski geturðu samt dregið þig í hlé. Það er vel þess virði, að reyna það og auk þess getur ekki verið, að þú dagir uppi á bessarj deí’d. Fyrr eða síðar verður þú Hutt. Eg féllst á að bað væri nolckur huggun — fræðiiega séð. — En það versta er, að ég kann svo ágætlega við rnig á þessari deild. Mér geðiast ág.et- lega að yfirhjúkrunarkonunni og siúklingarnir eru englar. - - Þeir voru það sannarlega. Það var eins og þeir yrðu bet.ri og betri með hverjum degi, sem leið, — os þeir hjálDuðu mér á alla mögulega vegu. — Svstir Stand- ing! — Eg vona, að vður mis- ]tki ekki, að ég minni yður á, ;,ð klukkan er að verða átta. en bér eruð ekki búnar að taka dagblöð- in ennbá. — Systir Standins. Fvj-írgefið að ég ónáða yður, fröken, — en bér glevmduð afburrkunarklútn- um í hjólastólnum hiá númer 18. Það er bezt fyrir yðnr að taka hann, áður en hún sér íann. — Viliið þér að és hreinsi öskubakkana, svstir Stauding. Eg skal gera það vel. Mér svn- ist vður ekki mundu veita af ör- lítilli hjálp eins og núna er að gera. Róberts, fyrsti sjúklingurinn, sem ég fylgdi niður i skurðstof- una. var einkavinur minn, stoð og stytta. Þessi stutta ferð til og frá skurðstofunni hafði bund- ið okkur órjúfandi vinarböndum. Ef ég gleymdi einhverju var Ro- berts fyrstur til þess að taka eftir því. Eg treysti alveg á lág- róma röddina, sem saaði: ,.Syst- ir Standing, — andartak” .. og ég fór aldrei af deildinni án þess að spyrja hann fvrst: Roberts, hef ég gleymt einhverju núna? Hann var ekki orðinn vel hress eftir uppskurðinn. Hann var ó- svikinn Lundúna-búi, Þ'till og horaður, gráhærður, þótt hann væri ekki fullra fiörutíu áia er.n. Hann kvartaði aldrei, en var allt af kátur og hress á hverju sem gekk. Hann stundi aldrei nema í svefni. Þess vegna kom það illa við mig, kvöld eitt, þegar ég var að þurrka af skápnum hans, að sjá, að liann kveinkaði sér. Eg lagði frá mér afþurrkunar- tuskuna. — Hafið þér óþægindi í skurð- inum, Róberts, — eða eruð þér með höfuðverk. Hann brosti. — Það er allt í lagi með mig, systir, ég er bara eitthvað dapur í kvöld. Ég trúði honum ekki og sagði honum það. Eruð þér vissir um, að þér séuð ekki með verki ein- hvers staðar? Saumurinn var tekinn í dag, — var það ekki? Hann kinkaði kolli. — Jú, það gekk ágætlega. — Hvað er þá að, Rcberts, sagði ég hægt. geta forðist hana? Hún cr eins Hann hikaði dálítið. — Nú, jæja, ef ég á að vera hreinskil- inn, systir, .. þá er ekki svo gott að segja .. ég finn ekki beinlínis til, en .. Systir Stand- ing! Bennings stóð við fótagafl- inn. — Þér ættuð að þurrka ryk- ið af náttborðunum, en standa ekki hér og blaðra við sjúkling- ana! Vilduð þér taka það til at- hugunar! Yfirhjúkrunarkonan biður kvöldbænina eftir fimm mínútur og þér eruð ekki bún- ar að hreinsa öskubakkana. Eg snéri mér að henni. — Af- sakið, systir, en ég spurði Ro- berts bara, hvernig honum liði. Hún horfði kuldalega á mig. — Systir Standing! Eg og yfir hjúkrunarkonan erum hér til að líta eftir siúklingunum. Þér er- uð alltof óreyndar til þess að ónáða siúklingana með óþörfum spurningum. Viljið þér gjöra svo vel og einbeita yður í framtíð- inni að því, sem þér eigið að gera, þá getið þér kannski ein- hvern tíma lokið verkum af á réttum tíma. Hún gaf mér ó- blítt augnatillit um leið og ég fór. Svo færði hún sig upp að höfðagaflinum og framkoma hennar gjörbreyttist. — Hvernig líður yður svo, Róberts, spurði hún með þeirri silkimjúku rödd, sem hún beitti á karlmenn. — Líður yður betur núna, þegar bú- ið er að taka sauminn? Vanhag- ar yður um eitthvað? Roberts horfði sviplaus á hana. — Mér )íður ágætlcga, — systir Bennings. — Þakka yður fyrir? Hún þreifaði á slagæð hans, kinkaði kolli og fór svo. Eg fékk ekkert tækifæri til að tala meira við Roberts í þetta skipti. Eg vann skylduverkin í döpru skapi. Vissulega var ég óreynd, en ég hafði einhvern veginn á tilfinn- ingunni, að Roberts dyldi eitt- hvað með sjálfum sér. Um leið vissi ég, að Bennings var dug- andi hjúkrunarkona, og ég veitti þvi athygli, að hún horfði öðru hvoru rannsakandi á hann. Hún mundi fljótt taka eftir því, ef! eitthvað væri öðru vísi en það átti að vera og að hann ætlaði að fara að segja mér, að það þjakaði hann annað og meira en dapurleiki. • Eg hugsaði um þetta fram og aftur á meðan ég beið eftir því að yfirhjúkrunarkonan kæmi og bæði kvöldbænina. Ætti ég að minnast á þetta við hana? -— Fyndist henni ekki bara, að ég væri kiánaleg og framhleypnis- leg? Eftir því, sem Bennings sagði í áheyrn allrar deildarinn- ar, mundi yfirhjúkrunarkonunni finnast það, — en ætti ég að láta það á mig fá. Yfirhjx'ikrun- arkonan mátti segja, hvað, sem hún vildi, — ég hafði tekið á- kvörðun. En ég fékk ekkert tækifæri til þess að tala við yfirhjúkrunar- konuna. Strax og hún var búin að biðia bænina livarf hún. Eg hugsaði ekki um annað en þetta yfir matnum og strax og ég var búin að borða flýtti ég mér upp á deildina án þess að gefa mér tíma til að hugsa um það, hvað ég ætti að gera og segja, þegar ég kæmi þangað. Það var dimmt og kyrrt þar. Yfirhiúkrunarkonan sat við borð- ið sitt og skrifaði skýrslu fyrir næturvaktina. Eg stanzaði í dyr- unum til þess að gá að þvi, — hvort Bennings væri þarna enn- þá. Hún var einmitt hinum meg- in í stofunni. Eg tók af mér kapp- ann og gekk inn. Yfirhjúkrunarkonan leit upp frá skýrslugerðinni. — Hver er þar? spurði hún næturvaktina. — Nemi á fyrsta ári, systiv Standing. Eg gekk að borðinu. Yfirhjúkr unarkonan horfði ergileg á mig. — Hvers vegna eruð þér komnar, systir Standing. Eg hélt að þér ættuð frí það, sem eftir er. — Já, systir, en .. ég v^ssi ekki, hvernig ég átti að hálda áfram. ^ — Gleymduð þér cinhver ju-, í skýrslunni til systur Bennings? spurði hún. Já, systir. Það er að segja ,. nei, systir. Það er vegna R(ji- berts, stamaði ég. — Hvað er með Róberts, syst- ir. Rödd yfirhjúkrunarkonunnijr var ekki uppörvandi. — Dísa, þú færð nákvæmlega 20 sekúndur til þess að fara úr vestinu mínu og taka af þér hattinn minn. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. júlí 1963 15

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.