Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 3
 vel áfram Herhlaup á Port úgölsku Guineu Kennedy lætur í anægju sma FULLTRÚUM Bandarikjanna, So- vétríkjanna og Bretlands varð nokkuð ágengt í viðræðunum í Moskvu í gær um takmarkað bann við tilraunum með kjarnorkuyopn. Þetta sagrði í stuttorðri tilkynn- ingu um fundinn. Kennedy Bandaríkjaforseti sagði á blaðamannafundi í Was- hingrton í gærkvöldi, að hann von- aði að fulltrúunum tækist að ná samkomulagi um tilraunabann. Þar sem þess er getið eftir að- eins þriggja daga viðræður að nokkuð hafi orðið ágengt hafi þær vonir, sem látnar hafa verið í ljós af beggja hálfu, að viðræðurnar geti haft jákvæðan árangur í för meff sér, styrkzt. Moskva, 17. júlí (NTB - Reuter) í tilkynningu um þríveldaviðræð- urnar í dag segir, að fulltrúunum hafi orffið nokkuð ágengt í því starfl að orða ákvæðin í samningi um bann við tilraunum með kjarn- orkuvopn í andrúmsloftinu, him- ingeimnum og neðansjávar. Að því er bezt er vitaff sam- kvæmt vestrænum heimildum í Moskvu hafa samningamenuimir þrír, þeir Averell Harriman frá Bandaríkjunum, Hailsham lávarð- ur frá Bretlandi og Andrei Gro- myko frá Sovétríkjunum ákveðið að einbeita sér að starfinu að «amningi um tilraunabann. Þetta stafar af því, að aðilar gerðu sér grein fyrir þvi fyrir- fram, að litlir möguleikar voru á samningi um algert tilraunabann. Rússar eru ekki fúsir til að fall- ast á eftirlit á staðnum. „New York Times” segir í for- ystugrein í dag að undirritun samnings um takmarkað tilrauna- KENNEDY bann geti reynzt nýtt upphaf á veginum til varanlegs friðar aust- urs og vesturs. V' Washington, 17. júlí (NTB - Reuter) KENNEDY forseti sagði á blaða- mannafundi í Washington í kyöld, að hann vonaði að Bandaríkja- mönnum, Bretum og Rússum tæk- BRETAR FRESTA FISKIRÁÐSTEFNU LONDON 17. júlí (NTB- Reutcr) Landbúnaðarmálar VT herra Breta, Christopher So^ ames, sagði í London í gær- kvöldi, að fiskimálaráðstefnu Vrestur\ ivrópu'.lkja yrði sennil'ega frestað þar til síð- ar á þessu ár'. Ráðgert hafði verið, aff ráðstefnan yrði haldin í september. Það er brezka stjómin, sem h^Tur áít frumkvæðið að þessum viðræðum um fiski mál. Soames skýrði svo frá í Neðri málstofunni, að rikin í EFTA (Fríverzlunarbandalag- inu) hefðu tjáð sig fús til þátttökuinum í viðræðunnm á grundvelli þeim, sem brezka stjórnin hefur stungið upp á. Þátttakendur munu fyrst og fremst ræða fiskverzfun og f'skmarkaði, svo og mál varðandi fiskveiðilögsögu, sem snerta ríkin. Búizt er við formlegu svari frá EBE-ríkjunum sex, sem boðið hefur verið til ráðstefn unnar, bráðlega. ist að ná samkomulagi um bann við tilraunum með kjarnorkuvopn. Hann lýsti yfir ánægju sinni með gang viðræðnanna í Moskvu og kvaðst vona, að samkomulag næðist um bann við tilraunum i andrúmsloftinu, geimnum og neð- ansjávar. En Bandarikin héldu fast við lcröfu sína um eftirlit á staðnum. Hann fullvissaði bandalagsþjóð ir Bandaríkjanna um, *að samn- 1 ingamenn Breta og bandaríkja- manna mundu ekki taka fyrir mái, sem snertu hagsmuni þeirra eða réttindi, —. Ef viðræðurnar í Moskvu | heppnast verður nauðsynlegt að koma á sem víðtækastri einingu í heiminum um endalok kjarnorku- tilrauna sagði hann. Einnig verður Framhald á 14. síðu. LISSABON 17. júli (NTB-Reuter) Landvarnaráðherra Portúgals, Manuel Gomes de Araujo hers- höfðingi skýrði frá því í kvöld, að vopnaðir hópar hefðu gert her- hlaup í suðurhluta Portúgölsku Guineu. Hann sagði, að hér væri um fjölmenna hópa að ræða. Þeir hefðu komið frá Guineu-lýðveld- inu, sem áður var undir franskri stjórn. Ráðherrann kvað hópa þessa vera vel búna vopnum og sagði, að þeir hefðu fengið þjálfun í skæruhernaði í Norður-Afríku og kommúnistalöndum. Formælandi stjórnarinnar sagði í kvöld, að herhlaup vopnaðra hópa inn yfir landamæri Portú- gölsku Guineu hefðu smám saman færzt í aukana síðan í janúar. í Þetta væri alls ekki hægt að kalla innrás. Herhlaup þessi hafa verið mis- munandi mikil. Hin víðtækustu áttu sér stað í janúar, en síðan fækkaði þeim. Upp á síðkastið hafa þau hins vegar orðið æ víð- tækari., Formælandi Fling-hreyfingar- innar (Þjóðfylkingin til sjálfstæðis Guineu) skýrði frá því í dag, að hinn þjóðlegi frelsisher hennar stjómaði öllum hernaðaraðgerðum í Portúgölsku Guineu. Fling-hreyf- ingin var stofnuð í Dakar í Sene- gal í fyrra. Hann hélt því fram, að hersveitir hfíyiag.fc'niiar hefðu: fellt 36 Portúgala og sært 117 síðan í jan úar. Önnur hreýíing, Paigo-hreyf- ingin segist hafa fellt eða sært 650 Portúgala á sama tíma. Portúgalska utanríkisráðuneyfið kallaði staðhæfingar þessar „hug- arburð“. Það segir, að aðe ns átta Portúgalar hafi fallið á þessum tíma. Pípulagningar- menn semja Pípulagningarmenn hafa nú sam ið við vinnuveitendur. Verður hald inn fundur í Félag', pípulagningar manna í ltvöld og atkvæði greí 11 um samningana. Iíefur verið sam ið um 13% kauphækkun en ekki önnur atriði. Ekkert fararsnib á Kínverjum í Moskvu Moskva, 17. júlí (NTB - AFP) Ýmislegt þykir benda til þess, að kínverska sendinefndin, sem er í Moskvu að ræða hugmyndadeilu Rússa og Kínverja, mnni ekki halda heim bráðlega eins og al- mennt hefur verið álitið. Samkvæmt ummælum, sem kín- verska sendiráðið viðhafði í dag, munu kínverski kommúnistaflokk urinn og sá sovézki vera sammála um, að halda viðræðunum um hugmyndaágreininginn áfram. — Sagt var, að kínverska sendinefnd- in mundi ekki halda heimleiðis, þótt fram færu viðræður milli So- vétríkjanna og vesturveldanna um tilraunabann í Moskvu. í dag munu sendinefndir Rússa og Kínverja hafa haldið nýjan fund með sér. Kínverska sendi- nefndin sást halda til gestahúss- ins á Lenin-hæð þar sem viðræð- urnar fara fram. ★ Sovézk blöð hafa gert mikið úr kveðju frá Titó forseta til Krústjovs forsætisráðherra. Þar þakkar Titó Krústjov fyrir árnað- aróskir í tilefni af endurkjöri hans til forseta. Mikilvægasta atriðið í kveðj- unni eru talin þau ummæli Titos, að Sovétríkin og Júgóslavía séu bæði sósíalistaríki, en Kínverjar vilja d'raga í efa að þetta hugtak hæfi Júgóslavíu. ★ Blöð í Moskvu halda áfram að birta löng ummæli um hið opna bréf sovézka kommúnista- flokksins til kínverska flokksins. Peking-fréttaritari málgagns sov- ézku verkalýðshreyfingarinnar, „Trud”, segir t. d., að leitt sé U1 þess að vita, að Kínverjar reyni að skapa fjandskap í garð Rússa jafnframt því sem taka megi eftir vinsamlegri afstöðu kínverzkra verkamanna. ★ AFP-frétt frá Búkarest herm- ir, að hið opinbera málgagn rúmenska kommúnistaflokksins, „Scinteia”, hafi í dag birt fyrsta hlutann af hinu opna bréfi sovézká kommúnistaflokksins um hug- myndaágreininginn. Jafnframt birti blaðið hluta af opnu bréfi kínverzka kommúnista flokksins frá 14. júní. Hið opna bréf sovézka flokksins hefur áður verið birt í öðrum löndum Aust- ur-Evrópu. „New York Times” sagði I dag, að tilraun Rúmena til þess að fylgja óháðri stefnu meðal komm- únistaríkjanna og viðbrögð Rússa við þessari tilraun mundi ugglaust uppörva þjóðernishyggju í öðrum löndum Austur-Evrópu. Uppvíst um sam- særi í Marokkó RABAT 17. júlí (NTB-AFP). Yfirvöld í Marokkó hafa komið upp um samsæri gegn ríkinu og hand tekið 130 menn úr vinstri flokkn- um „Afþýðubandalag hinna þjóð- legu afla.“ Fréttirnar um handtökurnar var fyrst sögð af hálfu manna, sem standa stjórnarandstöðunni nærri, ! en seinna staðfesti stjórnin hana. Fyrsta vísbendingin um, að eitt hvað var á seyði, var sú, að síma samband milli Paris og Marokkó og Marokkó og Alsír var rofið í dag án þess að nokkur skýring væri gefin. Meðal hinna handteknu er Derrahim Tuabid, fyrrverandi varaforsætisráðherra, einn af meö- limum framkvæmdanefndar flokksins, Abderrahmane Youss- eefi og 21 þingmaður, sem voru kosnir til fulltrúadeildarinnar 17. maí sl. Haft var eftir stjórninni, að hinir liandteknu væru í yfirheyrslum og að lögreglan hefði haldgóðar sannanir um, að samsærismenn hefðu ætlað að koma ringulreið af stað. MAP hermir að lögreglan hafi gert húsleit í húsi einu í Casa- blanca í gær, þar sem nokkrir þing menn sátu á fundi. Ritstjóri blaðs ins „At Tahirz“, Basri Teber, var handtekinn þegar hann kom út úr húsinu. Hann á sæti á þingi. Aðrir fundarmenn lokuðu þá dyr um og gluggum og sátu innilokað- ir í margar klukkustundir þar til lögreglan sprengdi unn dyrnar. Mennirnir voru allir úr vinstri flokknum, og eru saa'i” hafa ver- ið að ræða stjórnmálaástandið í Marokkó með hliðsjón af kosn- ingum til fylklsráða og hæja- og sveitaptjórna, sem standa fyrir dyrum. ALÞÝÐUBLAÐI9 — 18. júlí 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.