Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 7
HHHHWWWHWmUUWWWHIHWHIUUHIHWHIIW Danny Kaye í Moskvu: „Máturinn er alþjóðlegur" I *— EG kom ekki til Moskva til að heilsa upp á valdhafana í Ereml eða til að skemmta þeim. Eg kom heldur ekki ein STÖngu til að vera við 3ju al- þjóðlegu kvikmyndahátíðina í Moskva. Aðalástæðan til ferða lagrs míns er sú, að migr lang- aði til að kynnast rússneskri alþýðu og sannfærast enn einu sinni um að hláturinn er alþjóðlegt fyyrirbrigði. Þessi orð lét bandaríski kvikmyndaleikarinn Danny Kaye, sem nú er staddur aust- ur í Moskva, falla í viðtali við rússnesku fréttastofuna UPI. — f rauninni var ég í vafa um, hvort ég ætti að takast þessa ferð á liendur, heldur Danny Kaye áfram. I»að var ekki það að mér léki ckki for- vitni á að vita, livernig hér er umhorfs. Sannarlega var ég forvitinn um það. — Svo þegar ég var kominn á fremsta hlunn með að afþakka heim- boðið til Sovétríkjanna og hafði gert þá ákvörðun heyr- inkunna, lagði utanríkismála- ráðuneytið heima og fleiri að- ilar með Barnahjálp Samein- uðu þjóðanna í fararbroddi, svo hart að mér að fara, að ég sá mér ekki annað fært. — Barnahjálpin bað mig að skemmta sovézkum börnum á barnaheimilum, í skólum )g á hælum og ég gat ekki neit- að þeirri bón, ekki með nokk- ru móti. — Eg var hálfhræddur, að í landi sem er svo ólíkt heima Iandi mínu bæði hvað snertir stjðrnmálaskoðanir og fleira yrði alis ekki hlegið að brönd- uriun mínum. En sá ótti reynd ist algjörlega ástæðulaus, — fóikið hér hlær bæði oft og mikið og er f alla staði ákaf- lega vingjarnlegt. • — Eg hef hvergi í heimin- um fengið eins gott tækifæri til að fylg'jast óáreittur með fólki og hér í Moskva. Fólkið þekkir mig ekki hérna og myndir mínar liafa ekki verið sýndar hér. I»ess vegna get ég ferðast um i friði, án þess að um mig sé hópazt. — Þegar ég köm hingað og blöðin gátu um komu mína, þekkti fólkið mig ekki bet- ur en svo, að margir spurðu: „Hver er hún, þessi Danny Kay? Er hún falleg?” — Hér er lífið eins og a!ls staðar annars staðar sem bet- ur fer. Þegar ég kom hingað flugleiðis sá ég að vinir og ættingjar höfðu safnast sam an á ffugv. til að fagna heim komnum kunningjum. Eitt kvöldið gekk ég um miðborg Moskvu og rakst þá á nokkra stráka, sem voru að kenna vinkonum sínum bossa nova. Þetta gladdi mig ósegjanlega, því að þá sannfærðist ég ura það, að fólkið er í rauninni alls staðar það sama, hvcrt svo sem stjórnarfarið er. — Eg hef rætt við yfirvöld- in hér, leikara, kvikmynda- framleiðendur, ballettdans- ara, forstjóra, verkstjóra, hjúhrunarfólk, lækna, sjúkl- inga og alla, sem nöfnum tjá- ir að nefna. En skemmtilegast hefur mér þótt að hitta börn- in. Þetta sagði Danny Kaye austur í Moskva á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni, er þar stendur nú yfir. -SMÆLKI-SMÆLKI-SMÆLKI- Jón: Á ég að segja þér, mamma, að það fór trukkur hérna niður götuna, sem var miklu, miklu stærri en húsið. Móðirin (ergileg): Eg er búinn að segja þér það hundrað þúsund milljón sittum, Jón minn, - þú átt Komnir af geimhundi •// // Charlie, hundurinn hennar Caroline litlu Kennedy, er nú orðinn faðir fjögurra lítilla og fjörugra hvolpa, sem þessa dag- ana má sjá spranga fyrir utan Hvíta húsið ásamt móður sinni. Móðir litlu hvolpanna er tals- vert merkilegur hundur. Hun heitir Pushinka og er fædd í Bandaríkjunum, en dóttir rúss- neska „geimhundsins,” sem Krúst- jov, forsætisráðherra, gaf á sín- um tíma til Hvita hússins. Sing-Sing Um 400 fangar f Sing-Sing- fangelsinu í Bandaríkjunum hafa boðizt til að gefa blóð í þvi skyni að bjarga lífi fjögur ára gamals drengs, sem þjáist af banvænum blóðsjúkdómi. Nú þegar hafa um 250 fanganna gefið blóð. Bróðir litla drengsins lézt úr þessum sama sjúkdómi fyrir nokkrum vik um síðan. I TÖNLISTIN HÁVEGUM BANDARÍKJAMENN verja um þessar mundir meira fé til að sækja hljómleika en þeir eyða í aðgöngu 2 milljörðum íslenzkra króna, í að göngumiða að hljómleikum, tvö ara af ýmsum tegundum. Hins veg faldri þessari upphæð í hljómplöt ur og hvorki meira né minna en 300 milljónum dollara í plötuspil- ar eýða Bandaríkjamenn aðeins um 290 milljónum dollara í íþrótta mót ár hvert, svo að líklega eru þeir, þegar öllu er á botninn hvolft, elskari að tónuin en líkams mennt. EXODUS MWWMWWWWWWWWHWWWWWWWMMWIWWWW Eftir að Ben Bella náði völdum í Alsír, hafa — af ótta við vax- andi áhrif Nassers í landinu og þar með aukinni gyðingaandúð — hvorki meira né minna en 154.000 þeirra 160.000 gyðinga, sem fyrir voru í Alsir, flúið land. Gyðing- arnir frá Alsír hafa margir farið til ísraels en þó flestir til Frakk- lands. ekki inn. að vera svona voöalega ýk- Didda: Hefurðu heyrt það nýj- asta! Stebba var að giftast Dabba. Sidda: Hvað ertu að segja! — Kærastanum! ★ — Hvernig fórstu að því að venja nágranna þinn á það að hafa hænsnin sín í eigin garði en ekki þínum? — Það var ósköp auðvelt. Eina nóttina tók ég mig til og gróf fullt fangið af eggjum í garðinum mín- um. Daginn eftir lét ég hann svo sjá, að ég fann eggin og tíndi þau upp. Eftir það gætti hann hænsn- anna sinna betur. Húsmóðirin (við umrenninginn): Eg skal gefa þér eitthvað í svang- inn, ef þú heggur fyrir mig í eld- inn. Umrenningurinn (dræmt); Mætti ég þá biðja um að fá að sjá mat- seðilinn fyrst. var sín Heiðursmaður einn, sem „hátt uppi” hringdi heim til síðla nætur — og kallaði. — Halló! — Halló, var svarað. — Bölvað bergmál er þetta sagði þá sá með þjósti. drukkni og skellti á Kennarinn í stúlknabekknum: Nú höfum við komizt að þeirri niður- stöðu, að heili karlmannsins sé stærri en heili konurtnar. Hvaða á- lyktun getum við dregið af því? Rödd úr hópnum: Að það er ekki allt undir stærðinni komiði skilnaðir Um 6000 hjónaskilnaffir eiga sér árlega stað í Dan- \ mörku. Til að rétta hlut skil- \ inna kvenna þar í landi hef- \ ur fimmtug kona, fráskilin ý og tveggja barna móðir \ stofnað samtök þeirra. Hún ^ heitir May Anderson og seg ^ ir markmið samtakanna vera \ að veita samúð og lijálp öllum fráskildum konum. ^ Frú Anderson telur fráskild- " ar konur standa höllum fæti í hinu danska velferðarríki. Frú Anderson hefur tekið á stefnuskrá sína hækkun barnsmeðlaga, styrki til fyrr verandi húsmæðra, breyting ar á danskri hjúskaparlög- gjöf og margt fleira. Sér- staka áherzlu leggur frú Anderson á það, að fráskild- um eiginmönnum sé gert að greiða samvizkusamlega með ^ S ;s | \ \ s s börnum sínum. Köngurló twistar Leiðangur vísindamanna íri náttúrugripasafninu £ Transvaál hefur nú nýlega fundið nýja og áður óþekkta köngurJÓ-tegund í Gohabeb í Suðvestur-Afríku. Vísindamennirnir kalla tegundi þessa „The* Twist” eða tvistar- ann,” því að þegar köngurló þess- ari er mikið í mun að forða sér rær hún áfram á svipaöan hátfc og fólk í tvist-dansi. FIMMTUDAGUR 18. JÚLÍ. 8.00 Morgunútvarp. Bæn. Tónl. 8,30 Fréttir. Tónl. Veðurfr. 12.00 Hádegisútvarp (Tónl. 12.25 Fréttir og tilk. 13.00 Á frívaktinni, sjómannaþáttur, Sigríður Hagalín. 15.00 Síðdegisútvarp. Fréttir og tilk. Tónl. 16.30 Veðurfr. Tónl. 17.00 Fréttir. — Tónleikar. 18.30 Danshljómsveitir leika. 18.50 Tilk. 19.20 Veðurfr. 19.30 Fréttir. 20.00 Svolítið úr síldinni: Stefán Jónsson og Jón Sigurbjörnsson hljóðrita samtöl og frásagnir fyrir norðan og austan. 21.00 Einleikur á fiðlu: Oistrakh leikur. 21.30 María Curie, II. erindi: Náms- og baráttuár. Sigurlaug ÁrnadL. 22.00 Fréttir og veðurfregnir. 22.10 Kvöldsagan: Keisari í Alaska, 14. lestur. Hersteinn Pálsson. 22.30 Djassþáttur. (Jón.Múli Árnason). 23.00 Dagskrárlok. HIN SlÐAN ALÞÝÐUBLADIÐ — 18. júlí 1963 % 9I8AJ8

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.