Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 13

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 13
Framh. úr opnu stúlku, að frönsku vöruhúsin byðu upp á freistingar alls heims ins? Nú gekk hún um og fannst að ódýru vörurnar væru ómerki- legar og dýru vörurnar væru ekki verðar verðsins. Það eina, sem liana langaði til að kaupa, var lampaskermur úr fléttuðum silkiböndum og dúkur með frönsku mynztri. Hún varð að minna sjálfa sig alvarlega á það, að peningana ætti að nota til þess að kaupa föt fyrir, og hún ætti að vera ung og óskynsöm. En hún kom samt sem áður ekki nema helmingnum í gul og hvít- röndóttan kjól. ★ Hún fór í hann um kvöld- ið. Þau voru böðin út til kvöld- verðar af þrem hinna frönsku viðskiptamanna. Tveir þeirra höfðu konurnar með, þær voru á sama aldri og hún sjálf og voru báðar í svörtum, einföldum kjólum, önnur með fallégan silfurskartgrip, hin með klút úr ekta silki, sem hún batt nákvæm lega á þann veg, sem Parísar- kona bindur silkiklút á svartan kjól, þegar hún er ekki lengur táningur — heldur „une femme”. Henni fannst hún sjálf eins og stór, sænsk skessa. Sá ógifti ók þeim heim á hó- telið í rauðum Ferraio og mað- urinn hennar varð strákslega á- kafur í röddinni, þar sem hann sat í framsætinu og ræddi um bíla við Frakkann. Hún sat aflur í og þagði. Hún hugsaði um Saa- bílinn, sem maðurinn hennar hafði keypt árið eftir að þau komu heim frá París og sem hann varð að selja tveim má:i- uðum eftir að hann keypti hann vegna þess, að þeim bauðst íbúð í raðhúsinu og um sama leyti kom vitneskjan um, að hún ætíí von á bami. ★ Daginn eftir var rigning, og hún hafði alls ekki athugað að taka með sér regnkápu. Hún fékk lánaða regnhlíf á hótelinu, en varð að fórna ljósu skónum sínum. Þegar hún beygði niður á Boulevard Saint Germain voru sölarnir gegnblautir, við Café Flore mátti sjá dökka bletti á yfirleðrinu og, þegar nær dró Signu varð henni ljóst, að það var liturinn af sólunum, sem yf- irleðrið saug í sig, og það yrði ógjörningur að ná blettunum. Hún tók leigubíl til hótelsins og sat í herberginu og beið þess að maðurinn hennar. kæmi. Hann kom ekki fyrr en langt var Iiðið á kvöld, og þá var hann svo þreyttur, að hún skildi, að liann langaði ekki til þess að fara út og borða. Það var hætt að rigna, og hún hljóp niðúr á götuna og keypti skinku og brauð og ost og vín. Þetta voru þau vön að borða í herberginu hennar á heimavistinnl, þegar þau voru seint fyrir á kvöldin. Þá fannst henni, að hún hefði aldrei á ævi sinni lifað neitt eins ævintýralegt og það að sitja /T 3 þama á rúminu, hvíslast' á og drekka ódýrt vín. Nú gat hún lagt á tvíbreitt hjónarúm, og samt var eitthvðð ömurlegt við að sitja á hótellrér- bergi og borða skinku og ost'tir pappírsumbúðunum og drekka vín úr tannburstaglösum laugar- dagskvöld í París. Hún gat ekki að því gert, að hugurinn leitáði til laugardagskvöldanna heima með ofnsteik og kertaljósum á borðinu ... ★ Á sunnudeginum þveittust þau áfram til þess að'komast yf- ir að sjá gröf Napóleons, Pálais Chaillot, Jeu de Paume-. og Louvre, — alla þá merkisstaði, sem þau höfðu látið vera áð heimsækja sumarið, þegar ' þau hugsuðu um það eitt að haldast í hendur og reika um göturnar. Fótsár settust þau loks inn á dýra matstaðinn, sem hann valdi til þess, að þau hefðu þó-^gð minnsta kosti einu sinnr'ágáSv- inni bragðað franskan matíqins og hann gerist beztur. FyrhíljjgB, sem þetta kostar, hefði ég igígtað keypt mér fléttaða lampaskérm- inn hugsaði hún við forréttinn og fyrir þetta heilan lampa, — hugsaði hún, þegar kom að eftir- réttinum. Um leið varð húrysiæið sjálfri sér fyrir það, að það-^þa, sem hún hugsaði um, þegar$ún sat með manninum sínum jppát- ingastað í París, væri aðvSltin óskaði sér nýs lampa heiajSÉÞ;Ðg hún var manninum sínum^^ð fyrir það, að það eina, semj^ánn hugsaði um, þegar þau höfði^að- eins einn dag alveg fyrir áfg:.— var söfn og matur! '%£• ■ ★ í dag er fimmti daiifrinn þeirra í París, og þau hafá§enn ekki farið í skemmtigönguQBéð fram Signu. Þau hafa ekkfcagBímt að finna staðinn, þar seiflSþau kysstust fyrsta sinni, og héinum fannst mikilvægara að kotö§-að gröf Napóleons en á heirá|ýist- ina, þar sem þau bjuggm jlún velti því fyrir sér, hvortp&nn hefði haldið loforð sitt, oSibann hefði farið einn, — eða^fefði hann kannski líka þá held-ð§kos- ið að fara á næturklúbb?^éfði hann kannski heldur vilgR að hún hefði ekki verið með%tr„ „Venus stígur upp at:3<Wun- um” heitir atriði, sem þatPTOrfa á. Laug með eiturbláu vatni hef- ur verið dregin fram á mitt dans- gólfið og ofan í stendur rósíáuð- ur Venus, — þakin löðri.. Gyðj- umar þrjár, sem fylgja henni, eru sveipaðar flor, sem vqrður gagnsætt, þegar sérstökum’ljós- kastara er beint að þeiur og í hvert sinn sem það gerist hafa þær tekið djarfari og cTJarfari stöðu. — Hún situr þar og láitur sér illa líka — hefur andstyggð á því, að maðurinn hennar horfir á þær. Þær hafa ekki fætt barn! Þær hafa ekki setið heima og ekki hirt um að elda ofan; í sig og borðað brauð og hveitibollur í stað ávaxta og grænmetis! Þær SúcíhM v-diMd WSSON & c°- P.o Sími 24204 BOX 1M6 - REYKJAVlK RÚMAR ALLA FJÖLSKYLDUNA KYNNIÐ YÐUR MODEL 1963 voldugri en fyrir þrem árum. Margt bendir til þess að það sé rétt. Auk klofning-sins í kommún- istaheiminum hefur ált sér stað upplausn hinnar gömlu, venjulegu miðstjórnar, sem tók af allan vafa um það, að Moskva var eina málpípa komm únistablakkarinnar. • Þessu er ekki lengur þannig háttað. En fréttamenn eru varkárir í álktunum sínuin um afleiðingarnar sem þetta get ur haft. Þrátt fyrir allt vissu menn betur við hverju mátti búast varðandi stefnu kommún- istablakkarínnar áður fyrr. N'ú eru aðstæðurnar óstöðugri og óöruggari. Spurningin um stöðu Kína í heimsmálunum er talin munu verða meira knýjandi en nokkru sinni fyrr. Ýmsir ern þeirrar skoðunar, að þrátt fyrir möguleika á samkomulagi austurs og vest- urs vegna ástandsins verði nauðsynlegt í framtíðinni að losa Kína úr einangruninni og fá hana í skuldbindandi al- þjóðasamvinnu. Svar miðstjórnar sovézka kommúnistaflokksins 4 snnnn- daginn við bréfi kínverskn miðstjórnarinnar frá 14. júnl er harðasta árás Rússa á kin- verska kommúnista til þessa. Bréf Kinverjanna var birt jafn- framt svarinu. Þetta kann að merkja, að Rússar telji við- ræðurnar ekki lengur þjóna neinum hagnýtum tilgangi. Á þennan hátt sé hægt að skýra sovézku þjóðinni frá því, hve víðtækur klofningurinn er. Kínverska bréfið var ekki birt fyrr á þeirri forsendu, að sovézk yfirvöld vildu ekki halda áfram ritdeiíum fyrir opn um tjöldum áður en hinar mik- ilvægu viðræður hæfust í Moskvu. ★ SOVÉTRÍKIN og Kína eru á ólíku þróunarstigi. Stríð mundi merkja, að þær miklu fórnir, sem gerðar hafa verið og leitt hafa til þess að Sovét- ríkin eru orðiu að nýtízku iðn- aðarríki væru unnar fyrir gýg Kína er á svipuðu stigi og Rússland á árunum 1920—30. Leggja á grundvöll að iðnaði og nýtízku Iandbúnaði til þess að tryggja 700 milljón íbúum landsins betri kjör. Kína er ennþá vanþróað ríki í okkar skilningi. Þegar þetta er haft í huga er talið skiljanlegt að viðhof Kin- verja séu önnur en viðhorf Rússa til alþjóðamála. Kínverj- ar telja sig færa um að taka forystuna í Asíu, Afríku og Suður-Ameríku, þar sem þeir séu asisk þjóð. Þeir líta á Rússa sem evrópska þjóð, sem svikið hefur gamlar hugsjónir. ★ KÍNVERJAR reyna ekki lengur að þykjast sýna hollustu við valdhafana í Moskvu, enda telja þeir sig ★ ALMENNT er talið, að þótt enn hafi ekki komið tií formlegra vinslita Rússa og Kínverja sé ágreiningurinn svo mikill, að ekki geti verulega miðað í átt til sátta með deilu- aðilum. Deilan virðist búa yfir miklum krafti, sem sífellt eyk- ur klofninginn, þótt hvorugur vilji taka á sig ábyrgðina á því, að segja síðasta orðið. hafa ekkert annað að gera allan daginn en að snurfusa sig. Vulcanus kemur fram á gólf- ið og fer að strjúka ióðrið a? Venus, byrjar á velmótuSum öxl- unum og heldur niður á við Maðurinn hennar snýr sér að henni og segir: Svona ættum við að hafa það. Hún snýr sér að honum og skilur ekki, hvað hann á við. — Svona laug ættum við að hafa f garðinum heima. Það væri eitt- hvað fyrir stráksa! Beint fyrir framan hann stend- ur tvítug Venus kviknakin — og það, sem hann hugsar um, er að laugin, sem hún stendur í væri heppileg f garðinum heima! Hún gleymir því alveg, að hana lang- aði til að grýta í hann kampa- vínsglasinu. — Við gætum kannski kostað því til að hringja heim og vita, hvemig hann hetur það, segir hún. — Viðtalsbilið kostar bara 15 krónur, segir hann. Ég kynnti mér það satt að segja 1 dag. ★ Hún situr við hliðina á honum og þarf ekki að líta á hann og þarf ekki að halda í höndina á honum til þess að vita, að hún er gift honum. Hún er ekki lengur 21 árs og í leit að ævintýrum í París, hún er 26 ára og gift honum og á barn með honum og eignast kannski fleiri. Og beztu minningar hennar frá París eru ekki lengur að hún vakti athygli í rauðum bikini í Bois de Bologne og að hann kyssti hana við Notre Dame og bað hennar þriðja daginn, sem þau þekktust — heldur, að hann sat á næturklúbb og hugsaði .im stráksa! Á morgun ætlar hún að fara og nota afganginn af peningunum til þess að kaupa lampaskerm- inn, sem hún sá og dúkinn með handþrykktu blómunum ... ! PHILBY ER SAGÐUR HAFA LEIKIÐ TVEIM SKJÖLOUM v ■ -seð; ERIC Downton, blaðamaður við „Daily Telegraph“ heldur því fram, að Harold Philby hafi senni Iega útvegaö Rússum ýmsar upp- lýsingar í Beirút tafsvert lengi áður en hann hvarf þaðan. Jafn- fram hafi hann verið í tengslum við brezku leyniþjónustuna. Philby er nú sagður vera austan járntjalds. Brezka stjórnin skýrði nýlega frá því, að hann hefði að- varað diplómatana Burgess og Mac lean, sem hurfu austur fyrir járn- tjald fyrir 12 árum. Hann hafi njósnað í þágu Rússa fyrir 1946. Frá 1956 var Phiíby fréttaritari tveggja brezkra blaða í Beirút. ★ BLAKE-MÁLIÐ Downton segir engan vafa leika á, að Philby hefði getað útvegað Rússum gagnlegar npplýsingar um endurskipulagningu brezku ! leyniþjónustunnar í Mið-Austur- ! löndum eftir handtöku njósnarans George Blake í Beirút. Sumir tefja, að Philby hafi haft samband við Blake er hann lærði við skóla utanríkisráðuneytisins skammt frá Beirút. Þeir Downton og Philby eru gamlir kunningjar. Upplýsingar Downtons eru niðurstöður ræki- legrar rannsóknar hans á málinu. SMUHSTÖÐII Sætúni 4 - Sími 16-2-27 | Billinn er smurður fljótt og vel. j Beljum aliar tegundir af Snmar upplýsingarnar eru komnar frá Phil’by sjálfum, en þeir rædd ust við skömmu áður en Philbý hvarf. Philby var viss um að utanríkis- ráðuneytið hefði vitað um bátt hans í máli Burgess og Maclean frá byrjun. Líklegt er talið, að Philby hafi flúið vegna þess að starf hans í þágu Rússa komst -rpp ekki vegna þess að hann varaði þá B & M við. Þetta kann að hafa komið i Ijós í yfirheyrsfunum yfir Anotoli Dol nytsin, hinum háttsetta starfs- manni sovézku leyniþjónustunnar, en nýlega var skýrt frá því að hann hefði Ieitað hælis á Vestur- löndum. ★ VINVEITTUR KOMMÚNISTUM. Downton varð margs vísari um fortíð Philbys nokkrum vikum áð ur en hann hvarf. Þeir ferðuðnst tvívegis saman um Jemen og rædd ust við í íbúð Downtons í Beirót skömmu fyrir hvarf Philbys. Allan þennan tíma átti Philby í miklum sálrænum erfiðleikum. Hann þjáðist af svefnleysi, drakk mikið og reykti mikið. Philby játaði, að liann hefði ver ið í tengslum við kommúnista- fl'okkinn þegar hann var í háskóia. Hann kynntist náið starfsemi kommúnista í borgarastyrjöldinui á Spáni þegar hann var þar frétta ritari, og síðar í heimsstyrjöldinni. Hann dró ekki dul á það, áð hann væri hlynntur Rússum I sum um málum. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. júlí 1963 |,3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.