Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 9
inn og keypti lyklakippu me'ð gömlum lyklum í þeirri von, að einhver þeirra gengi í skrána! Hún brosti með sjálfri sér að minningunni, þegar hún gekk í gegnum Lúxemburgargarðinn. Hún stanzaði við stóru laugina og horfði á börnin með bátana, og henni varð hugsað til sonar síns, og að þetta væri í fyrsta sinni, sem þau væru að heiman frá honum. Hvernig líður þriggja ára barni, þegar foreldrarnir fara allt í einu burtu? Yndi hann sér vel hjá ömmu sinni? Grét hann? ★ Hún neyddi sig til að hætta að hugsa um þetta. Nú átti hún ekki að hugsa um annað en hað, að hún væri í París með mann- inum; sínum. Þegar kvöldaði og þau kæmu .úr gömlu gönguferð- inni fram hjá Notre Dame, skyldu þau sitja hér og minnast þess — hvernig þau strax fyrstu vikutn, sem þau þekktust, sátu hérna og töluðu um börnin, sem þau ætl- uðu að eignast, strák og stelpu, og svo kannske annan strák og aðra stelpu.... rauðar síðbuxur og eldrauð bik ini-baðföt. Svo fóru þau á putt- anum út á strönd og böðuðu sig í sól og sjó. Þau voru svo lengi frameftir, að þau náðu ekki í neinn bíl til Parísar, og það var svo heitt, að þau héldu, að þau gætu sofið á sandinum. Um miðja nótt vöknuðu þau gegn- köld og reikuðu fram og aftur um götur sofandi bæjarins í leit að opnu kaffihúsi. Hún snarstanzaði í miðju vöru- húsinu, þegar hún gerði sér ljóst, að hún hugsaði til ungu stúlk- unnar í rauðu síðbuxunum og einhverrar allt annarrar mann- eskju. í dag dytti henni aldrei í hug að fara á puttanum til Deauville og reyna að sofa á strönd. Var raunverulega svona mikill munur á því að vera 21 árs og að vera 26 ára og móðir? Og hvers vegna fannst 21 árs 13. síða Hún flýtti sér til þess að ná neðanjarðarlestinni til Printemos (þekkt vöruhús í París). Hún var með þrjú hundruð krónur í vesk- inu, sem hún ætlaði eingöngu að eyða í föt. Fyrir fimm árum varð hún að: sleppa hádegisverðinum í hálfan mánuð til þess að geta farið til Printemps og keypt sár MYNDIK: NOTRE DAME H EIFFEL-TURNINN lír CHAMPS ELYSÉE OG UMFERÐ Nýr vörubíll - LB 76 frá Scania Vabis SCANIA VABIS verksmiðjurnar hafa nýverið sent frá sér nýja gerð vörubifreiða. Þessi nýja gerð nefnist LB 76. Bílar þessir eru smíðaðir sérstaklega með útflutn- ing fyrir augum, og hefur verið tekið tillit til ýmissa smáatriða í því sambandi, sem gera eiga bíl- inn útgengilegri á Evrópumark- aði. Sem sjá má á meðfylgjandi mynd, er þessi nýi bíll frambyggð- ur. Lengd milli öxla er 4.6 metrar og fullhlaðinn vegur hann 16 tonn. í dönsku blaði birtist nýlega grein um þetta nýja módel og fer úrdráttur úr henni hér á eftir. Vélin er sex strokka fjórgengis dísel vél með beinni innspýtingu. Olíu kerfið er frá Bosch. Strokk- arnir eru myndaðir af skífum, sem hægt er að skipta um. í reynsluakstri reyndist hraða- aukning sem hér segir: Frá 0—40 km á 15 sekúndum, frá 0—60 km á 30.6 sek. Þetta er mjög gott, þeg- ar tekið er tillit til um hversu stóran bíl hér er að ræða. Vélin í þessum bíl er allmiklu kröftugri en áður hefur verið í vörubílum frá Scandía Vabis. Þannig er gengið frá kúpling- unni á LB76, að mjög létt er að stíga á hana, næstum því eins og um kúplingu á fólksbíl væri að ræða. LB76 hefur fimm gíra áfram, þeir eru allir samstilltir. Sá sem ritar um bílinn í danska blaðið hrósar mjög skiptingunni, og seg- j ir ekkert tannhjólabrak, jafnvel þótt skipt sé bæði klaufalega og : | þjösnalega. Bíllinn er ennfremur búinn læstu mismunadrifi, sem , auðveldar mjög allan akstur í ó- færð. Hvað hemlum viðvíkur þá eru I tvö sjálfstæð lofthemlakerfi, ann- að fyrir framhjól, en hitt fyrir aft- j urhjól. Handhemill er sagður; mjög aflmikill, og með honum á að vera hægt að snarhemla. Ilann verkar á afturhjól. Að auki er LB76 búinn vélhemli. LB76 er bii- inn vökvastýri sem er mjög Sétt. Úr borði í borð eru 3!4 hringir. Ef vökvaútbúnaðurinn í stýrinu bregzt, veröur það alls ekki óvirkt, en þyngist að sjálfsögðú að mun. Mjög er því hrósað hversu þægi leg sætin í bílnum séu, og útsýni gott úr sæti ökumanns. Nokkuð er ltvartað yfir því, að erfitt sé að komast inn og út úr bílnum, en það ætti ekki að koma verulega að sök, þar sem þessir bílar eru einkum ætlaðir til aksturs á löng- um leiðum. Vélin er á milli sætis bílstjóra og farþcga. Hún er 200 hestöfl. Ilúsið er mjög vel hljóðeínangr- að og fremur lítill hávaði inni af vélinni. Til þess a3 komast inn í bílinn er fyrst stigið á hjólnefið, síðan í þrep og svo inn. Ekkert stýri - Engin fétstig I KINA voru á síðastliðnu ári 0.4 bílar á hverja 1000 íbúa lands- Stóru bandarísku bílaverk- smiðjurnar keppast nú um að vinna að nýjum tilraunabílum. Sá, sem einna mesta athygji hefur vakið er frá GM og nefnist Firebird III. í þeim bíl er hvorki stýrishjól né nein fótstig. Honum er stjórn- að með einu handfangi. Vilji mað- ur auka hraðann, er stöngin eða handfangið fært fram, en til að hemla er það hreyft í gagnstæða átt. Til að taka beygjur, er hand- fangið hreyft til hliðanna. Sérfræð- ingar, sem reynt hafa þennan nýja og byltingakennda bíl eru á einu máli um, að tilkoma hans muni valda straumhvörfum í allri bílaframleiðslu. Það er mörgum sinnum einfaldara að stjórna þess- um bíl, en þeim bílum, sem við þekkjum í dag, og hann er einn- ig talinn hættuminni. Hann er sem áður er sagt enn á tilraunastigi, og ekki vitað hvenær hægt mun að hefja framleiðslu á honum. BÍLAFRAMLEIÐSLA í Svíþjóð jókst um 15% á síðastliðnu ári miðað við árið 1961. Alls voru framleiddir í Svíþjóð 151568 bílar á síðastliðnu ári. Mest var fram- leitt af fólksbílum og „station” bílum eða 129193. 45% af fram- leiðslunni var fyrir erlenda mark- aði. !■■•■•■»»■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■»■■■■■■■■■ ■■■ uwnnwiiiMHimiHWi !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■»■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■£■■■■■■■■■■■■■> ■■■•■••■■■«•ni•■••■■■•■■■ !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■! I ■•■■■(■•■■■■■■■■■■•■■■•■■1 --------■■■■*■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■—— «■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■•■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■» ■■■■■■■■■•■■■■ INNAN skamms munu koma raf- ;■■■■ knúnir vörubílar frá ensku fyrir- ::[|i tæki á markaðinn í Bandaríkjun- |:|[: um. Slíkir bílar hafa þegar verið [[[[:' seldir fyrir eina milljón dollara ■■■•: til Kanada. iiiíi :::a ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 18. júlí 1963 $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.