Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 18.07.1963, Blaðsíða 16
Breytingar í Þorlákshöfn? Heildarsöltun U1222 tn. Siglufirði í gær: Heifdarsöltun á Norðurlands- fiOd á miðnætti 15. júlí var 141.222 tunnur. Hæstu söltunarstaðirnir eru: Sigltifjötður 57.044, Raufc^höfn S7.985, Ólafsfjörður 93G2, Dalvík 8065, Neskaupstaður 7525, og Húsavík 7104. Fimm hæstu söltunarstöðvarnar! á Siglu firði eru: Nöf h.f. 6434, ] fPólstjarnan h.f. 6141, O. Hinrik-1 öen 4275, Haral'darstöð 4704 og J iHafliði h.f. 3431. - Jóhann. | VEIÐIMENN FYRIRRÉTT Lögreglan í Reykjavík stöðvaði sl. mánudags)lvöld bifrelð, sem var að koma frá Sauðárkróki hlað in silungi og laxi, eins og sagt var frá í Alþýðublaðinu í gær. Var þetta gert að tilmælum Jóhanns Salberg sýslumanns á Sauðárkróki, en ti) hans hafði stangaveiðifélagið þar kært, þar GÓÐAR LAX- VEIÐIHORFUR VEHHMÁLASTJÓRX sagði í við- tttli við blaðið í gær, að laxveiðin Vegurinn til Þorlákshafnar lokaðist í gær Þorlákshöfn í gær: VEGURINN til og frá Þor- íákshöfn lokaðist gersam- inga í gærdag, er stór flutn- ingabifreið festist þar og varö ekki mjakað með þeim verkfærum, sem tiltæk voru í Þorlákshöfn. Var bifreið þessi að koma til Þorláks- hafnar hlaðin strengja- steypubitum, en stóð föst og lagðist á grindina. Tveir stór ir grjótflutningatraktorar reyndu að koma henni í burtu, en án árangurs. Verð ur líklega að fá eitthvað aflmeira verkfæri annars staðar frá, en þangað til verð ur vegurinn gersamlega lok- aöur. Það má segja, að þessi vegu: hafi ekki verið fær í sumar, nema fyrir bifreiðar með drifi á öllum hjólum, og er það mikið vandræða- ástand. — Magnús. stæði nú sem hæst og væri útlit- ið heldur gott. Nýjustu fréttir af laxveiðunum voru frá 14. júlí síð- astliðnum, en þá höfðu veiðzt 302 laxar í Laxá í Kjós og 220 laxar í Vatnsdalsá. Á sama tima í fyrra höfðu veiðzt 464 laxar í Laxá í Kjós og 109 laxar í Vatnsdalsá. Veðráttan í sumar hefur veriö köld og ár vatnslitlar og hefur það vafalaust dregið úr laxveið- inni. Veiðimáiastjóri sagði, að ýmis- legt væri í gangi hjá þeim um þessar mundir. Meðal annars hefðu þeir í vor og sumar merkt 537 laxaseiði í Úlfarsá og 162 sjó- birtingaseiði og sjóbirtinga. Merk- ingar þessar fara þannig fram, að ýmist eru uggamir klipptir á á- kveðinn hátt, eða fiskarnir merkt- ir með sérstöku merki. Þessar merkingar hafa verið gerðar allt frá því 1947. Meðal ann ars er stuðzt við niöurstöðu þess- ara tilrauna í sambandi við und- .irbúningsstarfið við laxaklakið. í Kollafirði. Þessar merkingatil- raunir hafa því þegar komið að hagnýtum notum. Blaðið hefur fregnað að mikil laxveiði sé í Þjórsá. Á einum bæ við Þjórsá veiddist nýlega á einum degi lax fyrir 30.000 kr. seni það taldi fisk þennan veiddan á ólöglegan liátt, það er að segja í net í sjó. Fulltrúi veiðimála- stjóra tók fiskinn til athugunar og í gær hringdi Al'þýðublaðið ti) veiðimálastjóra og spurði frétta. Þessi umdeildi veiðifengur reyndist vera 5 laxar, 34 arrioar og 16 bleikjur, samtals 163,7 kg. að þyngd með umbúðum. Silungur inn vóg í umbúðum sínum 146,7 kg., en laxinn 16,1 kg. án umbúða. Veiðifengurinn mun nú verða seldur hér í Reykjavík en and- virði hans mun verða geymt, þar til rannsókn málsins er lokið. Sennilega munu veiðimennirnir fyriri norðan mæta þar fyrir rétti og gera þar grein fyrir hvar þeir hafi veitt umrædan fisk og með hvaða tækjum. Eins og kunnugt er, stendur nú j yfir mikill undirbúningur að hafn ; arframkvæmdum í Þorlákshöfn. j Ilefur verkinu miðað sæmilega á- fram nema hvað skortur hefur ver ið á iðnaðar- og verkamönnum. Nú hefur blaðið frétt, að eitthvað hafi komiö í Ijós, sem getur vald- ið því að breytingar þurfi að gera á hinum upphafi'egu áætlunum. Miklar sögusagnir hafa gengið um þetta, en erfitt er að henda reiður á hvað rétt er í þeim efnum. Blaðinu hefur ekki tekizt að fá staðfestingu á neinu, nema því, sem vitamálastjóri, Aðalsteinn Júlíusson sagði í símaviðtali. Hann kvað unnið að breytingum þessa dagana, en þeim væri ekki lokið. Ekki vildi hann segja hvað þarna væri um að ræða, en taldi að við- komandi breytingar myndu ekki hafa neinn aukakostnað í för með sér. „Ég vil helzt ekkert um þetta segja á þessu sligi málsins," sagði hann. Það sem blaðið hefur frétt, ó- staðfest, er að botnmælingar, sem gerðar hafa verið, séu alls kostar ekki réttar, eða að annað hafi kom ið í ljós en búizt var víð í upphafi Eftir fyrri mælingum átti að hafa verið fullyrt, að undirstaðan væri „massív" hraunhellá, en síðar hafi komið í ljós, að þessi „hraunhelia“ væri aðeins 30 cm. þykk, a.m.k. á einhverjum hluta. Undir þessari hellu er svo tóm leðja eða sandur. Tveir kafarar hafa unnið þar að, athugunum undanfarna daga, en ekki er vitað um niðurstöður af þeim athugun- um. Skák Friðriks aftur í biö Skák Friðriks og Gligorc úr 8. umferð í skákmótin í Los Ang:' er enn ekki Iokið. Hefur hún nú verið tefld í 75 leiki. Er Friðrik með hrók og tvö peð gegn riddara og tveim peðum hjá Gligoric. Úrslit í 8. umferð urðu annufi þau, að all'ar skákirnar urðu ja.n tefli: Benkö-Reshcvsky, Panno- Najdörf og Petrosjan-Keres. 9. umferð var tefld I gær og hafði Friðrik svart gegn Najdorf Úrslit hafa ekki borizt. óeirðir í Cambndge ÓEIRÐIRNAR í Cambridgc í Bandaríkjunum hafa verið á forsíðum heimsblaðanna undanfarna daga. Óeirðir þessar hafa orðið hinar al- varlegustu, og sketvopnum verið beitt. Myndin er tekin í Cambridgc, Maryland, þeg- ar hundruð svertingja gengu eftir aðalgötu borgarinnar til að mótmæla kynþáttamis rétti- Lögreglumenn fylgjast með og gæta þess að allt fari fram með ró og spekt.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.