Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 7
I HIN SlOAN Vændi í Þýzkalandi ÞJÓÐVERJAR hafa nú eignazt sinn ,,dr. Ward“. Sakamálalögregl an í Hamborg hefur handtekið S5 ára gamlan ljósmyndara, Wilfried Heinz Kriiger að nafni fyrir hóru- mang og ofbeldi. Um það bil 300 ungar stúlkur eru flæktar í mál- ið. Eins og dr. Ward komst Kriiger f samband við sínar stúlkur með því að ávarpa þær á götum úti, á veitingahúsum og í nætur- kJúbbum. Hann bauð þeim at}- vinnu sem ljósmyndafyrirsætum hét þeim frægðarferli innan kvik- myndaheimsins. Síðan bauð Kriig er stúlkunum í gildi, þar sem ó- spart var veitt og kom þeim þar í kynni við auðuga og háttsetta menn. Ef stúlkurnar létu ekki að vilja Kriigers beitti hann þær of- beldi eða varpaði þeim umsvifa- laust á dyr. Heilög kýr á villigötum ÞRJÁTÍU menn úr slökkviliði Nýju Delhí í Indlandi voru kvadd ii' á vettvang, er ein af hinum „heilögu kúm bæjarins hafði villzt inn í íbúð nokkra á ann- arri hæð í húsi í borginni. Hafði kýrin hreiðrað um sig í dagstofu heimilisins og var hún fjarlægð með „slökkviliðsvaldi" þaðan. Þegar Kriiger var handtekinn hafði hann ekkert fast heimilis- fang. Á síðustu árum hefur hann oftar en einu sinni skipt um heim tli vegna ósamkomulags við leigu sala sína, sem umbáru illa hinar háværu veizlur hans. Um 300 stúlkur á aldrinum 16 —25 ára sneri sér til lögreglunn- ar eftir að Kriiger hafði verið handtekinn og ljóstruðu upp um iðju hans. Nöfn 100 þeirra fund ust skráð í bækur, sem Kriiger hélt og geymdi í fórum sínum. Ónefni í AUSTUR-ÞÝZKALANDI berj ast yfirvöldin með oddi og egg gegn því að foreldrar gefi börn um sínum erlend nöfn eða hrein ónefni. Fólki er dæmis af gefnu til efni ráðið frá að skíra böm sín nöfnum eins og Elvis, Gina og Audrey, en eindregið bannað að skíra þau nöfnum eins og Spútnik og Vostok. HER er Snowdon lávarður að ræða við konu sína Margréti prinsessu í svokölluðum sjónvarps síma, en það áhald er tiltölulega nýtt af nálinni. Þau hjónin voru í heimsókn í útvarpsverksmiðj- um í Cambridgre í Englandi og töluðust við á milli herberga £ þessum nýstárlega síma. í sjón- varpssímanum geta einar fimm eða sex manneskjur ræðzt við í einu þannig að nokkurs konar ráð- stefnur geta farið þar fram. — Þess má geta að mynd viðmælanda kemur fram á sjónvarps- skerminum og í þessu tilfelli er það mynd Margrétar prinsessu. TÚBUSMJÖR \ ENGLANDI Nú fer að verða hætta á, að Englendingar smyrji mat sinn með tannkremi í stað smjörs, því að þeir eru farnir að selja smjör í túbum. Þykir þessi nýjung gef- ast vel, og er talið að hún eigi eftir að ryðja sér víðar til rúms. Með þessu verður smjörið hæfara til útflutnings, pægilegra í rneð- förum og geymist betur. 22 kílóa loft- steinn GEYSISTÓR loftsteinn fannst nýlega í nágrenni Sverlovsk í So- vétríkjunum. Loftsteinn þessi veg ur hvorki meira né minna en 22 kg. og hefur hlotið heitið „Kargo pol“ eftir staðnum, sem hann kom niður á. Þetta er 131. loftsteinn- inn, sem finnst. í Sovétríkjunum. Negrasöngvarinn Nat Russel, sem er íslendingum að góðu kunn- ur, hefur að undanförnu skemmt Kaupmannahafnarbúum. Hann hefur blotið ágætar viðtökur. Fóturinn flaug! AFSTYFÐUR fótur af jap önskum sjálfsmorðingja varð fyrir nokkrum dögum manni iað bana og slasaði sjö aðra á járnbrautinni milli Yoko hama og Ofuma í Japan. Þessi ógeðfellda sjón olli fjölda manna yfirliði. Lögreglan, sem kom á stað inn sagði slysið sennilega stafa frá sjálfsmorðingja, sem hlaupið hafi út úr lest- inni í fullri ferð í gegn um klefaglugga. Lest hafði í sömu andrá komið á móti eftir hliðarteinunum, klippt fótinn af hinum ógæfusama manni og síðan hafi fóturinn hrotið í gegn um glugga ann ars járnbrautarvagns. í vagninum, sem fóturinn lenti inn £ varð að vonum uppi „fótur og fit“ við svo óvænta gestkomu. Einn far þeganna skaddaðist svo mjög, er fóturinn lenti í kvið honum, að hann lézt skömmu siðar og sjö aðrir hlutu meiðsl af glerbrotum úr brot inni gluggarúðunni. Enn eru ótaldir þeir, er hlutu margvísleg taugaáföll af völdum þessarar óvenju- legu og í mesta máta ógeð- felldu sýnar. NORRÆNT NÁMSKEIÐ D’ANSKA blaðið Politiken get- ur þess um helgina að mánudag- inn 12. ágúst síðastliðinn hafi fyrsta „samnorræna músiknám- skeiðið" hafizt i Kennaraskólan- um í Hjörring í DanmörkU. Þátt- takendur eru um 90 og eru frá Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finn landi, íslandi og Færeyjum. Nám skeiðið stendur í viku og fer fram með fyrirlestrum, hljómleikum og kynningarferðum. „Leyndardómurinn við að grenna sig er að byrja á því á meðan vel liggur á mar.ni og mað- ur er ánægður me'5 lífið. Fólk á aldrei að byrja megrunarKÚr, þegar það er í slærnu skapi, vegna þess að þá mun því veitast næsta ómögulegt að grenna sig,“ segja nýjustu bandarískar heirnildir um þessi efni. RÁÐSTEFNA UM LANGLÍFI Á RÁÐSTEFNU um aldurstak- mörk manna, sem haldin var í Kaupmannahöfn fyrir skömmu færði danski yfirlæknirinn Torb- ben Geil rök að því að menn gætu ekki orðið öllu eldri en 100—120 ára gamlir. — En menn geta því aðeins náð þessum háa aldri, sagði yfirlækn irinn, að þeim takist að sleppa við sjúkdóma eins og hjartabilun og krabbamein. í ráðstefnu þessari tóku þátt iim 800 vísindamenn hvaðanæva að úr heiminum. ENSKI rrthöfundurinn Laur- ence Durrell hefur nú snúið sér að leikritaskáldskap en liingað tií hefur nafn hans einkum verið' nefnt í sambandi við snjallai- skáldsögur. Leikrit Durrells mua tilbúið að hausti. CHARLES litli Bretaprins varð heimsfrægur hér á dögunum, þegar hann brá sér inn í búlu og é rk sér glas af Cherry Brandy. Á skammri stund varð hann forsíSu matur fréttablaðanna og áhyggju efni konungborgins fólks, Og til aS nota þetta atvik út í æsar tók vínsali einn í New York þaS til bragSs aS senda sitt Cherry Brandy á markaSinn undir heitinu „Charl es choice" er nefna mætti á ís- lenzku „Kallakjör“.. Þriðjudagur 20. ágúst „Yður er óhætt að hlæja eins mikið og yður lystir að mynd- um okkur, vegna þess, að í að- göngumiðum þeim, sem við selj- um er innifalin trýgging gegn hláturkrampa. Ef þér fáið hlát- urkrampa getið þér auðveldlega heimt af okkur bætur. Sem- sagt: Hlæjið, það er ekkert að óttast.” 8.00 12.00 13.00 15.00 18.30 19.20 20.00 20.20 20.50 21.10 21.30 21Ö45 j 22.00 1 22.10 ’ 23.00 8,30 Fréttir. Morgunútvarp (Bæn. — 8.05 Tónleikar. 8.35 Tónl. — 10.10 Veðurfregnir). Hádegisútvarp (Tónleikar. — 12.25 Fréttir og tilkynningar). „Við vinnuna": Tónleikar. Síðdegisútvarp (Fréttir og tilk. — Tónleikar. 16.30 Veðurfr. — Tónl. — 17.00 Fréttir. — Endurt. tónlistarefni). Þjóðlög frá ýmsum löndum. 18.50 tilkynningar. Veðurfregnir. — 19.30 Fréttir. Einsöngur: Irmgard Seefried syngur lög eftir Brahms. Erilc Werba leikur með á píanó. Frá Afríku: II. erindi: Vestur Nigería (Elin Pálmadóttir blaða- maður). Alfred Cortot leikur á píanó valsa eftir Chopin. Upplestur: „Stolið skjal“, smásaga eftir Karel Sapek. Þýðandi Hallfreður Örn Eiríksson (Steindór Hjörleifsson leikari). Tvær sinfóníur eftir William Hoyce: Nr. 4 í F-dúr og nr. 5 í D-dúr. — Hljómsveitin Zimbler sin- fonietta leikur. Iþróttir (Sigurður Sigurðsson). Fréttir og veðurfregnir. Lög unga fólksins (Guðný Aðalsteinsdóttir). Dagskrórlok. HIN SlÐAN '"v ALÞÝBUBLAÐIÐ — 20. ágúst 1963 7

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.