Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 20.08.1963, Blaðsíða 10
Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON Akranes vann Val verðskuldaö 3:1 AKURNESINGAR léku síðasta leik sinn í I. deild á sunnudaginn. Léku þeir gegn Val og báru sigur af hólmi, með þrem mörkum gegn einu. Eftir gangi leiksins og getu liðanna, var þetta fuljkomlega rétt- látur sigur, og það þó stærri hefði verið. um nær látlausa sóltn Akurnesinga var að ræða allan tímann. — Var mark Akurnesinganna eiginlega aldrei í neinni hættu, á þessum tíma leiksins, og knötturinn hélt yfirleitt til á vallarhelmingi Vals, skrapp að vísu við og við yfir mið- línima í örstutta sókn.” ,kurteisis-heim- Eftir fyrri hálfleikinn, var stað- an þó eitt mark gegn engu fyrir Val. En auðséð var hins vegar á öllu f þessum hálfleik, að vart myndi sá sigur endast Val til leiks- loka, ef meira kæmi ekki til. Það var Bergsveinn Alfonsson innherji sem skoraði markið, er um 10 mín- útur voru liðnar. Markið var lag- Iega gert úr viðstöðulausu skoti úr sendingu, sem hann fékk við vítateig. Leikurinn í heild í þess- um hálfleik var ekki ójafn, skipt- ust á allhraðar sóknarlotur, þó sýnu snarpari af hálfu Akurnes- inga, sem þó tókst ekki að jafna, þrátt fyrir opin færi. Auk þessa færis, sem Valsmenn skoruðu úr, áttu þeir einnig möguleika til að bæta mörkum við, en mistókst. — Skotin, sem á markið komu, voru alltof lin. í síðari hálfleiknum mátti segja að taflið snérist alveg við þar sem Það var Skúli Hákonarson, sem jafnaði metin á 10. mín. með góðu skoti úr innvarpi, knötturinn small á marksúlunni og inn. Við markið tvíefldust Akurnesingarn- ir og sóttu enn ákafar, en Vals- menn áttu, í vaxandi mæli, — í vök að verjast. Hratt Valsvörnin hverri sóknarbyljimni af annarri, og sendi boltann til sóknarliða sinna, sem hins vegar tókst ekki að gera nein samræmd áhlaup, — með árangri, — á vöm Akumes- inganna. En er 20 mín. voru liðn- ar af leiknum, tóku Akurnesingar forystuna með marki, sem Ingvar Elísson skoraði. Þeirri forystu héldu þeir síðan og juku bilið enn, er 15 mín. voru eftir af leiknum, með marki Þórðar Þórðarsonar, mjög vel skölluðu úr sendingu Ing- vars. Fleiri mörk vom ekki gerð i leiknum, sem lauk eins og áður KR NÆGIR JAFNTEFLI Á AKUREYRI í GÆRKVÖLDI léku KR-ingar og Framarar í I. deild íslands- mótsins á Laugardalsvelli. KR sigraði með töluverðum yfirburð- um 5 mörkum gegn 2. Staða'n í hléi var 2:0 fyrir KR. Leikurinn var allfjörugur, en sigur KR var verðskuldaður og nú nægir KR jafntefli á Akureyri um næstu helgi til að hljóta íslandsbikarinn 1963. Staðan í mótinu er nú þessi: KR 9 6 1 2 13 25:15 Akran. 10 6 1 3 13 25:17 Fram 9 4 1 4 9 11:17 Valur 9 3 2 4 8 17:20 Keflav. 10 3 1 6 7 15:19 Akureyri 9 2 2 5 6 15:20 Nú era aðeins eftir 2 leikir í I. deild, KR-Akureyri og Valur-Fram og báðir leikirnir fara fram á sunnudaginn. Hörður Felixson, KR 10 20. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Myndin er tekin við mark Valsmanna í leiknum á sunnudaginn. Þórður Þórðarson skorar glæsilega með skallia og Gunnlaugur á ekki möguleika á að verja. segir með sigri Akurnesinga, 3:1. Hins vegar munaði oft mjóu, að þeim ekki tækist að hafa þau fleiri. Meðal þeirra, sem átti hvað flest misheppnuð markskot í leikn- um, var Ríkharður Jónsson, sem ýmist skaut yfir, utan hjá eða of laust, úr að vísu misjafnlega góð- um færam, en stundum upplögð- um. Þá átti Þórður Þórðarson mjög góða skotaðstöðu, rétt eftir siðasta markið, er hann fékk boltann inni á vítateigi frá mótherja, en skaut fram hjá. í liði Akurnesinga vora þeir Skúli Hákonarson og Ingvar Elís- son hvað snarpastir í framlínunni. Einkum er þó Skúli vaxandi leik- maður í hverri raun og er þegar f hópi okkar beztu framherja. — Þórður Þórðarson, sem nú lék aft- ur með sínu gamla liði, og hefur gert það annað slagið í sumar, skapaði nú eins og svo oft áður, með hraða sinum, heilmikið fjaðra fok og glundroða f vörn mót- herjanna. Sveinn Teitsson var og með og átti mjög sæmilegan leik, en af framvörðunum vann Jón Le- ósson mest, sífellt nálægur þar sem hættan steðjaði að hverju sinni, einhver duglegasti maður liðsins, eins og svo oft áður. Helgi mark- vörður „lífakkeri” liðsins var hinn traustasti maður öftustu vamar- innar. Hins vegar þurfti hann ekki mikið fyrir Iffinu að hafa, sérstak- lega f síðari hálfleiknum. Breytingar þær, sem gera þurfti á Vals-liðinu vegna meiðsla frá fyrri leik, réðu ekki úrslitum hér. Markvörðurinn Gunnlaugur Hjálm arsson stóð sig ágætlega, og verð- ur ekki með réttu sakaður um mörkin. Hann bjargaði oft mjög vel. Guðmundur Ögmundsson í stöðu úth er hefir hinsvegar oftast leikið miðframvörð, átti einnig all góðan leik. Hvað sem öðra líð- ur, var vörnin sterkasti hluti liðs- ins, en framlinan veikasti, þrátt fyrir lipran leik ýmsra fram- herja, m. a. Bergsveins, Hermanns og Steingríms, sem yfirgaf völlinn rétt fyrir hlé, vegna meiðsla, en inn kom Hans Guðmundsson. Fram verðirnir vora þó þeir leikmenn Vals að þessu sinni, sem slakast- ir voru. Annars væri rétt fyrlr Valsliðið í heild að hugleiða það, hversu það má vera, að lið, sem byrjar feril sinn eins vel í upp- hafi keppnistímabilsins, skuU er á i liður hrapa svo niður, sem raun er á orðin, og tapa með 10 mörk- um gegn 3 i tveim leikjum, gegn aðilum, sem áður var búið að sig- ra. Hér hlýtur eitthvað að vera bogið við hlutina. Skrámum, skein- um og marblettum, er hér ekki ein göngu til að dreifa. Dómari leiksins var Haukur Óskarsson og dæmdi hann af ör- yggi og festu. EB. Ættflokkadeilur Framh. úr optfti. samskipti við Frakka og náin tengsl við þá. Ekki er gott að segja hvaða afleiðingar atburð- irnir í Hrazzaville munu hafa, en sennilega mun áhrifa þeirra gæta í öðrum frönskumælandi ríkjum Afríku. Hannes fær góða dóma HINN 14. ágúst sl. fór fram í Stokkhólmi landsleikur milli Sví- þjóðar og Finnlands, sem endaði með jafntefli 0-0. Hannes Þ. Sig- urðsson dæmdi leikinn og í sænsk um blöðum er farið lofsorðum um dómarastörf Hannesar. HÆSTI bátur á sfldveiðunum í lok síðustu vijcu var Sigurður Bjarnason, Akureyri, með 17.38G mál og tunnur. Næst honum kem- ur Grótta, Reykjavík, með 17.170, þriðji Guðmundur Þórðarson, Rv., með 16.096, fjórði Sigurpáll með 16.073 og fimmti Sæfari, Tálkna- firði, með 14.870 og Ólafur Magn- ússon, Akureyri sjötti, með 14.- 830. Alls hafa 23 skip aflað yfir tíu þúsund mál og tunnur. JOHANN BERNHARD LÁTINN HINN kunni íþróttafrömuður og blaðamaður, Jóhann Bernhard varð bráðkvaddur að heimili sínu við Öldugötu 33 sl. föstudag. — Hann var um eitt skeið í hópi beztu íþróttamanna landsins — og þegar hann hætti keppni, starfaði hann með miklum ágætum fyrir íþróttir hér á landi og var um ára- bil í stjórn Frjálsíþróttasambands íslands og ritstjóri íþróttablaðs- ins og einnig íþróttablaðsins SPORT. Hann stýrði einnig íþrótta síðu Alþýðublaðsins í forföllum — og mun hann hafa verið fróðast- ur manna um afrek íþróttamanna hér á landi. Jóhanns Berhards verður nánar getið hér í Alþýðu- blaðinu. Jóhann Bernhard

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.