Alþýðublaðið - 21.08.1963, Síða 5
iííiííiíiííií
MIKILL þokubakki lagrðist
yfir Keykjavík um fjögur-
Ieytið í gærdag. Var þoku-
veggurinn mjög þykkur og
huldi algerlega útsýn til hafs.
Yfir bænum leystist þokan
rétt strax upp en • lá við
ströndina og skammt inn á
landið.
Blaðið aflaði sér upplýs-
inga á Veðurstofunni um
þetta fyrirbæri, og skýrði
Páll Bergþórsson veðurfræð-
ingur svo frá, að í dag
hefðu Iegið þokubakkar til
hafsins og síðan borizt að
landi með hafgolunni. Rakt
loft er hér yfir, og er það
kólnar, myndast þokan. —
Landið er það hlýrra, að þok
an greiðist þar sundur.
Þetta fyrirbæri er óal-
gengt á svona björtum og
hlýjum dögum.
Ljósmyndari blaðsins fór
upp á þak háhýsisins við
Austurbrún 2 og tók þessa
mynd af þokubakkanum.
FLOIINN ER UNDAN GERPI
W
Framhald af 1. síðu.
ar torfur, en á þfessu svæði var
fjöldi norskra reknetabáta, sem
fengu góðan afla. Síldin sem veið-
ist út af Gerpi er yfirleitt mjög
góð og fer hún öll í salt, eða eft
ir því sem stöðvarnar hafa undan.
Um síldveiðarnar hér við Suð
urland er það að frétta, að afli
var heldur tregur í gær og voru
bátarnir með um 500 tunnur.
Ekki er lengur tekið á móti síld
í Vestmannaeyjum, og stafar það
af manneklu og eins er verið að
lesta þar síldarmjöl í fiskiskip.
Eins og kunnugt er hafa fiski-
fræðingar okkar talið, að >arna
væri um rányrkju að ræða, og síð
ur mælt með því að þessar veið-
ar héldu áfram.
Eskifirði í gær.
Hér er saltað af fullum krafti
en mannekla háir nokkuð, í sölt
unarstöðinni Auðbjörgu hefur ver
ið saltað í 11.700 tunnur. Tvær
nýjar söltunarstöðvar erú hér1,
en þær voru nokkuð síðbúnar.
Hjá annarri þeirra, Öskju heíur
verið saltað í 3500 tunnur_ en
hinni, sem heitir Framnes í 3000
tunnur.
Verksmiðjan hefur nú tekið á
móti 34 þús. málum, en hún var
stækkuð,. eins og kunnugt er, og
varð fyrir b^agðið seinna tilbúin.
Vinnslan hefur gengið vel. Þá
hefur verið fryst hér í 3800 tunrx
ur. — Arnór.
Toppfundur
ósennilegur
Washington, 20. ágúst.
NTB-Reuter.
Kennedy forseti USA Iýsti
yfir því í kvöld, að það væri
mjög ósennilegt, að hann
mundi hitta forsætisráöherr
ana Krústjov og Macmillán
viö setningu Allsherjar-
þings SÞ í New York í næsta
mánuði. Kom forsetinn með
þessa yfirlýsingu á blaöa-
mannafundi sínum, þar sem
hann sagði, að ekki lægi fyr-
ir nein áætlun um fund
þeirra þriggja í sambandi
viö þaö, að tilraunabanns-
samningurinn væri IagÖur
fram lijá SÞ. Hann bætti við
að það gæti farið svo, aö
hann sjálfur ávarpaði alls-
herjarþingið, en ekkert væri
útkljáð í því máli.
ff jr
Areksfur...
Framhald af 1. síðu.
stór steypubifreiö á miklum
hraða og ók aftan á lögreglu-
bifreiðina. Við það kastaðist
hún yfir og út af götunni og
lenti á nýrri Skodabifreið,
sem þarna átti leið upp. —
Skodinn nær gereyðilagðist,
en hann var rétt nýkominn
til landsins, og lögreglubif-
reiðin skemmdist einnig mik
ið'. Bifreiðarstjóri Skodans
slasaðist eitthvað og var flutt
ur í Slysavarðstofuna. Fjórði
bíllinn, sem lenti í þessum
árekstri, var vörubifreið, er
hafnaði aftan á steypubíln-
um. Aftur á móti sá ekki á
steypubílnum, nema hvað
framstuðarinn bognaði örlít-
ið. Mun þetta vera einn harð
asti árekstur, sem orðið hef-
ur hér í Reykjavík um lang
an tíma. Efri myndin er af
Skodanum til vinstri og lög-
reglubílnum til hægri. Hinn
stórl steypubíll sést á neðri
myndinni.
Lárias Jéliasirses
son forsefi
Hæstaréffar
FRÁ því segir í síðasta
Lögbirtir.gablaði, að Lárus
Jóhannesson, hæstaréttar-
dómari, hafi verið kjörinn
forseti Ilæstaréttar tímabilið
1. september 1963 til 1.
september 1964. Varaforseti
sama tímabil hefur verið
kjörinn dr. Þórður Eyjólfs-
son hæstaréttardómari.
/j
Árás á
Kúbu
IIAVANA 20.8 (NTB-Reuter).
Gagnbyltingarsinnaðir hermenn,
vopnað'ir vélbyssum og Bazooka-
byssum, lentu hjá bæniun Santa
Lucia á norðurströnd Kúbu á
mánudag og gerðu tilraun til að'
sprengja brennisteinsverksmiðju
í( loft upp segir Kúbustjórn í yfir-
lýsingu í dag.
Hermennirnir komu á tveim litl
um bátum. Her stjórnarinnar
neyddi þá til að flýja í öðrum
bátnum, en hinn varð eftir á
ströndinni. Segir stjórnin, að
mennirnir hafi komizt út í „Móð
urskip“ sem legið hafi fyrir utan
Santa Lucia. Enginn lézt í árás-
inni segir í tilkynningu stjórnar-
innar, sem kveðst telja Banda-
ríkjastjórn ábyrga fyrir árásinni
sem var hin þriðja á þrem dögum.
VÉLA 75% MEIRII
Útlit er fyirir, að alls verðil
fluttar inn um 70Q hjóladráttarvél-
ar í ár eða um 300 fleiri en ár-
íega hafa verið' fluttar inn und-
anfarin ár. Er ein aðalástæðan
fyrir hinum stóraukna innflutningi
dráttarvéla sú, að tollar á þessum
landbúnaðartækjum voru lækkað'
ir sl. vor. Hefur tollalækkunin
auðveldaö bændum mjög að end-
urnýja þessi þörfu 1‘andbúnaoar-
tæki sín.
. Á tímabilinu janúar-júní þessa
árg hafa verið fluttar inn alls 378
hjóladráttarvélar, að verðmæti
27 millj. kr. en á sama tímabili í
fyrra 257 véíar fyrir 13.5 millj.
I (á verðmæti hvers árs.) í júní sl.
vóru fluttar inn 175 hjóladráttár-
vélar fyrir alls 12.4 millj. kr. en
í júní 1962 voru aðeins fluttar
inn 72 dráttarvélar fyrir 3.6 millj
kr. Ekki liggja enn fyrir tölur
um júlí-innflutninginn.
Á tímabilinu 1942-1962 munu
hafa verið fluttar inn nokkuð yfir
6 þús. dráttarvélar. Á tímabilinu
1951-1960 nam þessi innflutning-
ur 4130 dráttarvélum eða til jafn
aðar 413 á ári.
Hjóladráttarvélar eru stærsti
liðurinn í fjárfestingu bænda I
vélum og tækjum. Á tímabilinu.
1951-1960 nemur fjárfesting i
hjóiadráttarv'élum til jafnaðai'
30,8 millj. á ári (á verðlagi 1960)
En fjárfesting í jeppum nemur
á sama tímabili 10.4 millj. og £
öðrum v.I'um og tækjuyn 15.2;
millj. kr. á ári. Alls nemur fjár--
festing á þessum landbúnaðarvél -
um og tækjum því 56.4 millj. á ári
á þessum 10 árum 1951-1960. 1961
nam fjárfesting í vélum og tækj-
um til landbúnaðar 37,9 millj. og'
1962 um 38 millj. og er þá miðacS
við verðlag 1960 bæði árin.
ÞJÓFAR
Framhald af 1. síðu.
felli hafa verið kærð tU rann-
sóknarlögreglunnar.
Það má sannarlega kalla bíræfni
af manni eða mönnum að fara
þangið inn í íbúðir og geta búist
við heimilismönnum á hverri
stundu. Ef komið væri að þeim,
myndu þeir ugglaust segja, að
þeir hefðu villst og biðja afsökun
ar. En lesandi góður, ef þú rekst
á ókunnugan mann í íbúð þinni,
log hann svarar slíku tU, þá gættu
Isnarlega að peningabuddunni.
>
KODACHROME III
15 DtN
KODACHROMi X
19 Dllfi
EKTACHROME
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 21. ágúst 1963 $