Alþýðublaðið - 21.08.1963, Page 15
ÁSTARSAGA Á SJÚKRAHÚSIEFTIR: LUQIJLA ANDREWS
— Standing! Yfirhjúkrunar-
konan vill fá að tala við þig strax-
Ég lagaði kappann á höfðinu á
mér, slétti úr svuntunni og barði
að dyrum á skrifstofu yfirhjúkr-
unarkonunnar.
Hún bað mig ekki að koma
inn og loka á eftir mér hurðinni.
Hún leit í þess stað á svuntuna
mína og sagði: — Systir, — ég
held, að þév ættuð að fara 'ið
skipta um svuntu, ef að þér
standið í þeirri trú, að svuntan
yðar sé hrein!
Ég var skrælþurr í munniu-
um. — Já, systir. Ég setti þessa
svuntu á mig í morgun, systir.
Hún kinkaði kolli, — Þér skul-
uð fara strax og skipta, en síðan
eigið þér að fara beint til for-
stöðukonunnar, — hún var að
hringja og vildi fá að tala vi'3
yður.
— Já, systir.
__Og áður en þér farið, systir,
bætti yfirhjúkrunarkonan við, al-
varleg í bragði, — vil ég segja
yður að mér þykir þetta mjóg
leitt.
11. KAFLI
__Komið þér inn, systir Stand
ing og gjörið þér svo vel og lok-
ið á eftir yður hurðinni, sagði
forstöðukonan.
Það var enginn vafi á því, að
Josephine hafði rétt fyrir sér.
Jake hafði þagað yfir öllu sam-
an, það var næstum ótrúlegt,
undursamlegt, en um leið dálítið
skelfilegt. En svo varð mér hugs-
að til þess, að þetta var í raun-
inni ekki svo furðulegt, hann var
góður og göfugur maður.
Ég var sveitt á höndunum, og
þegar ég sneri mér að henni, liélt
ég, að ég myndi kikna í hnjálið-
unum. Ég fékk nýtt áfall. For-
stöðukonan brosti til mín.
— Það er ekki á hverjum degi,
sem ég tala við y .gstu nemend-
ur mína, áður en ég sendi þá á
næturvakt, sagði hún. En ég er
ekki heldur vön sð standa í slík-
urn flutningum rétt fyrir jólin.
Yfirhjúkrunarkonan á móttöku-
deildinni hefur sagt mér, að þér
hafið verið sérlega hjálpsamar
við undirbúninginn fyrir sam-
kvæmið og mér þykir leitt, að
ég þarf að flytja yður á aðra
deild í dag. En því miður er ekki
um annað að ræða. Ég verð að
hafa aðstoðarhjúkrunarkonu á
næturvakt í nótt, vegna þess, að
það hafa margar fengið jóla-
leyfi, — og þvi verð ég að snúa
mér til yðar. Ég vona, að þér
hafið ekki alltof mikið á móti
því að taka að yður næturvakt-
ina á Margaretudeildinni, syst-
ir Standing.
Ég hafði aldrei á ævinni upp-
lifað neitt eins yndislegt og þá
fagnaðaröldu, sem leið um mig
við þessi orð. Ég fékk ekki skip-
un á hvítgráum pappírssnepli, —
það átti bara að flytja mig á
næturvakt!
Forstöðukonan skýrði mér ftá
öllum málavöxtum. — Systir
Sharp hafði fengið inflúenzu, og
þar sem það var mikið að gera á
deildinni var nauðsynlegt að fá
'aðstoðarhjúkrunarkonu þangað.
Þér skuluð fara beint til hádeg-
isverðar núna og svo á heima-
vistina. Þar verðið þér að taka
saman föggur yðar, en ráðskon-
an sér fyrir því, að þær verði
sendar á vist næturvaktarinnar
i kvöld. Þér verðið að vera komn-
ar í rúmið fyrir kl. 3, — reynið
um fram allt að sofna. Þér eigið
erilsama nótt framundan. — Hún
kinkaði kólli til merkis um, að
samtalinu væri lokið.
Mér fannst ég ótrúlega lítil og
sek, þegar ég lokaði hurðinni á
28
eftir mér. Forstöðukonan hefði
ekki getað verið elskulegri, en
hvað hefði hún sagt, ef hún liefði
vitað, hvað gerðist í gærkvölúi?
Angela var inni í matstofunni,
þegar ég kom þangað. Ég settist
hjá henni. — Angela, — ég hef
. . . byrjaði ég.
— Rósa, sagði hún skelfingu
lostin. — Er búið að reka þig.
— Nei. Er það ekki stórlcost-
legt. Ég á að fara á næturvakt.
. . . forstöðukonan sagði, að syst
ir Sharp ....
— Forstöðukonan, — hrópaði
Angela upp yfir sig. — Rósa . . .
sagði hann frá öllu saman?
— Ef þú gætir nú aðeins þag-
að og hlustað á, hvað ég ætla að
segja, sagði ég róandi, — þá
væri þetta allt auðveldara. Nei,
hann getur ekki hafa sagt neitt.
Það er mikill skortur á vinnu-
krafti á Margaret-deildinni og
þar sem ég er talin greiðvikin á
ég að fara á næturvakt þang-
að.
Angela var liiminlifandi. —
Rósa, — en guðdómlegt. Þú
kemst burt úr móttökudeildinni,
áður en þú getur gert meira
af þér, — og þú hgfur ekkert
lengur saman að sælda við þenn
an Bill. Skurðlæknarnir koma
ekki í námunda við Margaret-
deildina, hvað þá meira. Þú þarft
ekki annað að sjá en lyflækna
næstu þrjá mánuðina. Ertu ekki
fegih?
Ég hafði af ásettu ráði ekki
hugsað um þetta. Ég gerði mér
það þó ljóst um leið og forstöðu
konan nefndi Margaret-deildina.
Ég var viss um, að ég fengi ekki
að sjá Jake.
— Ertu ekki fegin, spurði
Angela aftur. — Þú ættir að
vera það, — en þú ert allt ann-
að en ánægð á svipinn.
— Ég veit það, sagði ég og
neyddi mig til að brosa. En auð
vitað er ég glöð, ég get bara
varla trúað því, að þetta sé satt.
Mér finnst að vísu dálítið leiðin-
legt að missa af barnaskemmtun
inni á aðfangadagskvöldið. Ég
var búin að hlakka svo til að sjá
herra Spence koma þangað í
þotu.
Angela sagði, að það kynni að
vera mér nokkur huggun, að hún
hefði frétt, að það væri svo mik
ið að gera í Margaret-deildinni,
að mér mundi ekki gefast tími
til að hugsa út í það, hvaða dag-
ur væri, hvað þá meira.
Yfirvald mitt á deildinni hét
systir Jones. Hún var lítil og
grönn og ákaflega elskuleg. Auk
þess var hún ákaflega innundir
hjá yfirhjúkrunarkonunni á
deildinni, og það var mér mikil
hjálp, vegna þess, að yfirhjúkr-
unarkonan þarna var alls ekki
hrifin af því að fá nema á fyrsta
ári á næturvaktina. Hún leyndi
því sízt fyrir mér, þegar ég kom
á vakt fyrsta kvöldið.
Systir Jones reyndi að telja
í mig kjarkinn og sagði, að yfir-
hjúkrunarkonan væri alls ekki
eins slæm og hún sýndist. Hún
krefðist að vísu mikils, en jafn
framt væri það bót í máli, að
maður vissi alltaf, hvar maður
hefði hana. Hún notar ekki oft
hrósyrði, — en hún er ekki held
ur að ausa yfir fólk aðfinnslum
nema full ástæða sé til.
Næturvaktin var allt annað,
en ég var vön við, og allt varð
að fara fram á sem hljóðlátast-
an hátt. Systir Jones hjálpaði
mér fyrst í stað. Við vorum á
ferðinni allan tímann. Ég fékk
aldrei að setjast niður nema í
matartímanum, og þá átti ég að
kynna mér skyldustörf mín, sem
systir Jones hafði ritað niður
Lestu þetta, á meðan þú ert að
borða, Standing, sagði hún. Ég
skrifaði það niður í morgun, þeg
ar ég frétti, að systir Sharp
væri veik. Ég gekk út frá frá
því, að mér mundi ekki gefast
tími til að útskýra þetta munn-
lega. Ég skal reyna að segja þér
ánar frá hverjum og einum sjúkl
ing svona smám saman, — ég
skrifaði bara upp helztu atriðin.
Klukkan fimm um morguninn,
sagði systir Jones, að þú væri
tími til kominn að láta hendur
standa fram úr ermum. Hún
kveikti ljós á deildinni, ég bar
inn borgunteið, bar bolla til
þeirra, sem voru einfærir um að
drekka, hjálpaði systur Jones við
að aðstoða þá, sem þörfnuðust
hjálpar. Svo þurfti að bera fram
vaskafötin, þvo þeim, sem ekki
gátu þvegið sér sjálfir o.s.frv.
Næst var að taka fram vaska-
fötin, tannburstagiösin og þvo og
dauðhreinsa þetta allt saman, —
búa um rúmin — og svo var
skyndilega kominn morgun og
daghjúkrunarkonurnar komu á
vakt. Jones bað mig að fara og
svipta um svuntu.
Hún fylgdi mér fram á gang-
inn. — Þetta var talsvert erfið
nótt, sagði hún, þegar ég settist
niður og fór að nudda á mér
mjóaleggina. En ég er því fegin,
að morguninn var tiltölulega ró-
legur. Það er miklum mun auð-
veldara fyrir þig að komast inn
í starfið, þegar þú þarft ekki að
hraða þér um of. Ég gat ekki
kreist niður í mér geispann: —
Já, systir, ég, — svo fórum við
báðar að hlæja.
Hláturinn endaði með öðrum
geispa. — Ég er líka dálítið
þreytt, sagði systir Jones nieð
undrunarhreim í röddinni. En
samt er það satt, Standing, —
þetta var fremur róleg nótt. Það
er alltaf mikið að gera á lyflækn
ingadeildunum, sjúklingarnir eru
oft svo veikir, að þeir þarfnast
stöðugrar hjúkrunar. Hér er ekki
um að ræða hjúkrun fyrstu dag
ana eftir uppskurð, það geta ver
ið vikur, jafnvel mánuðir. Þetta
gerir starfið mun erfiðara, en um
leið veitir það meiri ánægju. Já,
ég held, að enginn viti, hvað
hjúkrun er, fyrr en hann eða hún
hefur unnið á lyflækningadeild.
En ún verð ég að gefa yfirhjúkr
unarkonunni skýrslu. Þú þarft
aftur á móti ekki annað að gera
en ganga hringinn í kring á deild
inni og aðgæta, hvort ekki er allt
í lagi en nú kemur yfirhjúkrun
arkonan og biður morgunbænar
innar.
Deildin var óaðfinnanleg, að
því er mér fannst, — þegar yfir
hjúkrunarkonan kom tíu mínút-
um seinna. Hún stanzaði í dyrun
um.
— Hvar er aðstoðarhjúkrunar
konan, — gelti hún.
Ég fór til hennar. — Hér, syst
ir.
— Lítið þér á þetta. — Hún^
benti inn á deildina.
Ég leit þangað, sem hún benti,
en sá ekkert athugavert. — Ég
— hvað, systir?
Það er tómur bolli á náttborð-
inu við rúm númer 19 tilkynnti
hún með þrumuraust. Viljið þér
gjöra svo vel og fjarlægja hann
og minnast þess í framtíðinni, að
mér er ekki um það gefið, að að
stoðarhjúkrunarkonurnar svikist
um það, sem þær eiga að gera.
— Já, systir. Afsakið, systir.
Ég flytti mér að ná í tóma boll-
ann.
Þegar yfirhjúkrunarkonan
sendi okkur af vakt, bað ég Jon-
es afsökunar á óaðgæzlu minni.
— Ó, láttu það ekki á þig fá,
Standing. Þetta var ekkert. Sann
leikurinn er sá, að það var sönn-
un þess, að dendin var snyrti-
leg. Systir Margaret gat ekki
fundið að neinu öðru. Hún
gleymir aldrei að geta þess, sem
henni finnst athugaverð — og
einmitt þess vegna kann ég svo
vel við mig á deildinni. Það er
friðsælt og öruggt að vinna hér.
Friðsælt, hugsaði ég með bit-
urleika, þegar ég haltraði af stað
til morgunverðar. Það er hvergi
ems glatt á hjalla á sjúkrahúsi
eins og við morgunverðarborð
næturvaktarinnar. Kannski er
það líkamlega þreyta, sem hef-
ur örvandi áhrif á málbeinið —
að minnsta kosti er þar jafnan
mikið um að vera.
Það var ekki fyrr en ég kom
í herbergið mitt ó vist næstur
hjúkrunarkvennanna, að ég gaf
hugsununum lausan tauminn. Ég
hugsaði þá ekki til alls þcss, sem
ég hafði séð og heyrt um nótt-
ina, heldur um Jake, hve mikils
virði hann var mér og hve ó-
mögulegt mér væri að nálgast
hann. Ég velti vöngum yfir þeim
fréttum, sem hermdu, að hann
væri að fara frá sjúkrahúsinu.
Ég vildi fegin fá nánari fréttir
af þyí, — en um leið óskaði ég
þess, að ég fengi ekkert um það
að vita. En ætlaði hann að fara?
Og ef hann svo færi, — fengi
ég þá aldrei að sjá hann aftur.?
— Hvað ég á a'ð gera? Ég er að reita aría eins og bú baðst
mig um.
ALÞÝÐUBLAOIÐ — 21. ágúst 1963 J.5