Lögrétta - 01.01.1933, Side 6

Lögrétta - 01.01.1933, Side 6
11 LÖGRJETTA 12 tlndur útvarpsíns Útvarp er nú komið um allar jarðir svo að segja og menn eru einlægt að finna ný og ný verksvið, þar sem hægt er að hagnýta sjer þau undraöfl, sem liggja til grundvallar fyr- ir útvarpsstarfseminni. Radiobylgjumar eru notaðar í margvíslegum tilgangi, sem menn dreymdi ekki um áður. M. a. hafa menn fund- ið aðferð til þess að nota þær við jarðfræði- legar rannsóknir og til þess að leita að málm- um og öðrum efnum í jörðu. Það er verkfræð- ingur, Joaster, að nafni, sem fundið hefur upp tæki til þessa (Radio Emanator) og hef- ur áhaldið, að sögn, reynst vel við tilraunir, sem gerðar hafa verið í Svíþjóð og Austur- ríki. Athuganir með tæki þessu sýndu, í um- hverfi Vínarborgar, allmikla hella eða holur neðanjarðar, og gerði athugarinn ráð fyrir því, að þar mundi vera steinolía. Boranir, sem síðar voru gerðar á einum rannsóknar- staðnum (við Oberlaa) staðfestu þetta. Þannig geta radiobylgjumar orðið iðnaði og vísindum að liði á ýmsum sviðum jarðfræð- innar, gefið öruggari og betri vitneskju en áður um ástand jarðlaga, nokkur hundruð metra niður í jörðina. Rannsóknartækið er einfalt. Lítil senditæki eru sett upp á ýms- um stöðum, og straumur leiddur ofan í jörð- ina í löngum, yddum koparpípum og í heyrn- artæki sínu getur athugandinn heyrt mis munandi hljóð, eða fundið misjafnan öldu- styrkleika, eftir því hvernig jarðlögin eru og hvert viðnám þau veita bylgjunum, hvort þar er góður eða slæmur „leiðari“, og með því að bera þetta saman á ýmsum stöðum, getur hann rissað stöðu og ástand jarðlag- anna á kort sitt. Menn eru nú að gera ýmsar athuganir og merkilega rannsóknir á radiobylgjum og tilraunir með þær. Flestar þeirra eru ekki annara meðfæri en sjerfræðinga, en á- rangur þeirra margra kemur smámsaman fram á hagnýtan hátt í ýmsum tækjum og framkvæmdum. Frönsk kona, Mlle. Germaine Gourdon, hefur gert tilraunir, sem sýna það, að því er hún segir, að ýms skordýr geta „heyrt út- varp“, geta fundið radiobylgjumar og orðið fyrir áhrifum af þeim. Hver skordýrategund er næmust fyrir alveg sjerstökum áhrifum, eða tiltekinni bylgjulengd. Mlle. Gourdon hef. ur búið til radioáhald, sem hagnýtir þessi áhrif radiósins á skordýrin, eða aðdráttaraíl þess á þau, til þess að útrýma þeim, og tel- ur hún að þetta geti orðið að miklu liði í bar- áttunni við sum verstu skordýrin, sem sum- staðar eru hrein og bein landplága og valda miklu tjóni. Menn gera einnig ráð fyrir því, að ef þetta reynist vel, geti jafnframt opn- ast með þessu ný leið til þess að vinna bug á ýmsum sjúkdómum, sem skordýr eru völd að, eða bera, svo sem svefnsýki. Útvarpið (og grammófónninn) hefur orðið ákaflega mikið til þess að útbreiða hljómlist, gera að almenningseign margt úr hinni bestu tónlist, sem áður var ekki aðgengilegt nema tiltölulega fáum. Þetta er mikill kost- ur vjelrænnar hljómlistar. Hinsvegar eru einnig á henni ýmsir ókostir, m. a. sá, að hætta getur verið á því, að menn iðki ekki sjálfir eins mikið tónlist, eftir sem áður, þeg- ar þeir geta fengið hana fyrirhafnarlaust annarsstaðar. Menn eru því farnir að reyna að búa til tæki, sem sameina að einhverju leiti hvorttveggja, vjelræna og persónulega tónlist, eða veki nýja tónlistarmöguleika. Sumt af þessu hefur reynst hjegómi, þótt því hafi verið hossað í svipinn, en sumt virðist all merkilegt. Þannig hafa verið gerð ýms á- höld, sumpart í svipuðu formi og eldri tónlist- aráhöld (Vierlings-gígja og Neo-Bechstein- flygill, Trautonium og Hellertion). Nú hefur bætst við eitt nýtt, sem kallað er Kantaphon og er fundið upp af verkfræðingi í Vínar- borg, dr. Walter Brandt. Áhald þetta notar rafmagnið til þess að framleiða hljómblæinn, en tónhæðin, eða lagið sjálft, er framleitt á a.nnan hátt, fyrir áhrif mannsraddarinnar. Sjerstakur míkrofónn er settur á hálsinn eða barkann, og sá sem „spilar“ á Kantaphon, raular lagið, sem hann vill spila, og hreyfing- ar barkans eiga svo að framleiða í mikro- fóninum bylgjur, sem leiddar eru í hljóðfærið og framleiða tóna þess, sem síðan er hægt að tempra eða stjórna með fingrunum, með hnapp, sem er utan á hljóðfærinu. Þannig

x

Lögrétta

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.