Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 35
69
LÖGRJETTA
70
framleiðslu er sá, að hún seljist með nægi-
lega háu verði fyrir framleiðslukostnaði. Að
Jjessu leyti standa framleiðsluvörurnar mis-
jafnt að vígi. Hin nytsamari framleiðsla á
sinn sölugrundvöll í þörf, nauðsyn
lífsins sjálfs. Þar fyrir getur hún
verið óþarflega mikil, eins og líka þörf-
in g-etur kosið eina vöru í annarar stað,
til dæmis ódýrari tegund vöru fyrir
dýrari. — Sölugrundvöllur hinnar ónytsam-
ari framleiðslu er aðeins mannlegur vilji eða
löngun til að kaupa hana. Það er að vísu
allsterk undirstaða, en hlýtur þó að vera ó-
traustari, þegar verulega reynir á, heldur en
hin, sem byggir a sjálfri þörfinni til viðhalds
lífsins. Hjer er komið að uppsprettu heims-
kreppanna. Þegar sölugrundvöllur hinnar ó-
nytsamari iðnframleiðslu bregst, þ. e. þegar
(venjulega) hin stóru, vjelreknu, iðnfyrirtæki
eru búin að framleiða meira en þau geta selt
(en salan er grundvöllur þess að þau geti
starfað áfram), þá kemur afturkastið. Fyrir-
tækin draga saman eða hætta með öllu (iðn-
aðarkreppur), þar af stafar atvinnuskortur,
af atvinnuleysinu aftur kaupgetuskortur.
Kaupgetuskorturinn bitnar svo aftur á öllum
öðrum framleiðendum. Það orsakar meiri og
víðtækari atvinnuskort og kaupgetuskort og
þá er komin allsherjarkreppa, heimskreppa.
Þessi rakning málsins kemur vel heim við
reynsluna. Stóriðnaðurinn fer fram í borgun-
um. I borgunum eiga kreppumar upptök sín.
Fjölmennið í borgunum er langsamlega
stærsti neytandinn að vörum bæði iðnaðarins
og jarðframleiðslunnar. Þegar kaupmáttur
borgafjölmennisins dvínar, þá kemur það
niður á allri framleiðslustarfsemi, þá hljóta
að verða allsherjarkreppur.
Niðurstaðan verður í fáum orðum þessi:
Offramleiðsla í jarðframleiðslunni veldur
ekki allsherjarkreppu, heldur aðeins örðug-
leikum (sem vel má kalla kreppu) í jarðfram-
leiðslunni sjálfri (landbúnaðinum og fiskveið-
unum). En það eru takmarkaðar kreppur.
Offramleiðsla í iðnaðinum, og þá fyrst og
fremst stóriðnaðinum og hinum ónytsamari,
dregur þar á móti til kreppu einnig í jarð-
framleiðslunni. — Þar er því uppspretta alls-
her j arkreppanna.
öndurlít,
Niðurstaða þessara hugleiðinga og rök-
leiðslu er í stuttu máli þessi:
Kreppur fyrri tíma — hallærin — stöfuðu
af framleiðslubresti. Kreppur síðari tíma
stafa af offramleiðslu. Offramleiðslan lýsir
sj er í sölutregðu og síðan verðfalli. Sölutregð-
an og verðfallið orsakar fjárþröng atvinnu-
rekenda og tap þess fjár að meira og minna
leyti, sem framleiðslan var rekin með. Fjár-
þröngin og töpin valda samdrætti í atvinnu-
rekstrinum og samdrátturinn aftur atvinnu-
skorti. Eftir að svo er komið standa hörmung-
ar atvinnuleysisins þangað til offramleiðsl-
an gengur til þurðar og kaupþöríin og kaup-
viljinn kallar atvinnufyrirtækin aftur til
starfa.
Kreppumar gjöra boð á undan sjer, (sölu-
tregðan og verðfallið). Þessum forboðum er
ekki nægilegur gaumur gefinn og eru ekki
nægilega teknir til greina í verkinu, með því
að draga þá þegar úr framleiðslunni, heldur
er jafnvel svarað með þveröfugu viðbragði:
aukinni framleiðslu.
Möguleikarnir til að reka slíka óeðlilega
framleiðslu eru veittir með óeðlilegu og ó-
rjettmætu lánstrausti. Slíkt órjettmætt láns-
traust skapar aðeins falska framleiðslugetu
og hefnir sín með enn harðari kreppu og fjár-
hruni. Þegar fjárhrunið er skollið yfir, þá
stöðvast eða a. m. k. takmarkast möguleik-
arnir til hinnar fölsku framleiðslu og þá byrj-
ar að bverfast til lækningar meinsíns.
f gegn um bankastarfsemina fer aðalfjár-
miðlunin til reksturs framleiðslunnar fram
Ofbeiting fjármagnsins til framleiðslunnar
er hin beina orsök offramleiðslunnar. Það er
því á valdi bankastarfseminnar að fyrir-
byggja kreppurnar eða harnla þeim. Einstak-
ir bankar fá litlu orkað í þessu efni einir sjer,
og þó nokkru, hver á sínu sviði. Skynsam-
legt hóf á útlánsstarfsemi bankanna þarf að
setja með alþjóðlegum reglum um starfs-
hætti þeirra og alþjóðlegri samvinnu þeirra.
Þetta ætti að geta náðst í gegn um Þjóða-
bandalagið eða sjerstaka alþjóðlega starf-
semi, sem að því væri sjerstaklega beint.