Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 36

Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 36
71 LÖGRJETTA 72 O 1 , * C i / íRæða oumaraaöurinn ívrsti ÍSD J 22. aprll 1955. Það er seint á sjer, sumarið okkar ís- lenska, allajafna, og þar á ofan æði reikult í ráði, ærið hviklynt og kenjasamt, og kem- ur það stundum allhart niður á okkur, einkabömum þess; en þar er sú bót í máli, að hvað sem á bjátar höldum vjer trygð við það. Það er að vísu svo um þjóð vora sem flestar aðrar, að hún er ekki við eina fjölina feld og um hóf áferg í margt það, sem hefur ekkert til síns ágætis nema nýjabrum- ið og er hjóm eitt og hjegómi, en það meg- um vjer íslendingar eiga, að engin þjóð er sumartryggari; um það þarf engum blöðum að fletta, það er hægurinn hjá að sanna það með rökum. Annars er þetta dálítið ein- kennilegt og vel þess vert, að því sje eftir- tekt veitt; það er alitaf gagnlegt að þekkja sjálfan sig. Það væri sök sjer að vjer værum sumarelskir, Islendingar, öðrum fremur: því það er staðreynd, að vjer höfum lítið af sumri að segja á við margar aðrar þjóðir og öllum er oss kunnugt, hvað þau eru sein að sýna sig, sumurin okkar íslensku, hvað þau eru óábyggileg og hvað þau oftast nær vilja verða endaslepp; en sumarhneigð okkar er meira en elska — hún er trygð, trölla- trygð; enda höfum vjer erft ástfóstrið við sumarið og yrkt það með sjálfum oss, höf- um haft til þess tíma og tómstundir í ríkum mæli, höfum lítt haft öðrum ökrum að sinna, og sjaldnast hefur það sjálft glapið fyrfr oss með gæðunum eða lengdinni, svo að jeg segi það eins og það er. En þrátt fyr- ir allt og allt höfum vjer tekið við þetta sumar okkar órjúfandi trygð; þetta sum- ar, sem ekki nema með höppum og glöppum lætur sjá sig á nafndegi sínum — það þótti hátíð heima á Austurlandi í mínu ungdæmi, ef ekki var niðurdemba og norðangalsi á sumardaginn f yrsta; þetta sumar, sem aldrei kemur fyrr en seint og síðarmeir, ef það þá á annað borð kemur; því það vitum vjer öll, að það kemur fyrir, að sumar, sem sumar má kalla, sje á Islandi hvergi að fyrir hitta nema í Þjóðvinafjelagsalmanakinu. En hvað sem segja má sumrinu okkar íslenska til hnjóðs, og það er bæði margt og margvís- iegt, er það nú samt einhvern veginn svo, að fyrir íslenskan mann, hvort heldur er karl eða kona, er sumar, verulegt sumar vart hugsanlegt utan strandsteina „eyj- unnar hvítu“. Það er frá mörgu siglt, þegar í haf er látið; sumarið er eitt af því. Því eins og sumarið íslenska annars er stutt: lengra sumar er ekki til á jarðríki; ekki fyrir íslending. Það gloppaðist fram úr mjer áðan, að sumarið íslenska væri seint á sjer, að það aldrei kæmi fyrr en seint og síðarmeir; en auðvitað varð mjer mismæli, auðvitað, því jeg segi fyrir mig, að jeg þekki ekkert ann- að sumar en íslenska sumarið, sem altaf kemur á áætlunardegí, alltaf í tæka tíð, eða rjettara sagt: löngu fyrir tæka tíð. Því hvað sem tautar og raular í kotinu, hvernig sem viðrar til láðs og lagar, og þótt landið ger- vallt iiggi ennþá í greipum gadds og heljar, upp skal hann renna og upp rennur hann, seinni part Aprílmánaðar, Sumardagurinn fyrsti, og skeikar þar aldrei mjer vitanlega nema viku; en þó að Harpa líklega sje tungl- mánuður að fornu fari, eða rjettara sagt: m á n-uður meira en í orði kveðnu, er það svo nú, og kann jeg ekki að skýra hvernig í því liggur, að sumartunglið aðeins örsjaldan er Sumardeginum fyrsta alveg samferða, það var það seinast árið 1925, heldur er þessi Himinglámur, sem okkur raunar öllum er svo hlýtt til, draugsólin, sem hefur lýst okkur ókeypis á margri örlagastund, að dinglast ýmist á undan Sumardeginum fyrsta eða eftir, leikur í kringum hann næsta lystilega, líkt og í gamla daga hirðfífl í höll, enda er hann svo sem nógu konung- legur, Sumardagurinn okkar fyrsti og stundum allt að því eini,'eða eitthvað kon- unglegt er að minsta kosti við hann, eitt- hvað gamalt og göfugt og góðrar ættar, og má það til sanns vegar færa, því hann er eldri miklu en vjer íslendingar sem sjerstök

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.