Lögrétta - 01.01.1933, Síða 11

Lögrétta - 01.01.1933, Síða 11
21 LÖGRJETTA 22 mótsagnir þegar þeir hittast. Og það er ekki þar með nóg. Við sjáum það, að Flavius Josepus, sem segir frá sömu atburðunum í „Frumþráðum“ sínum og í „Gyðingastyrj- öldunum“, segir frá þeim sitt á hvað í hvoru ritinu um sig. Titus Livius er ekki annað en sögusmetta. Og átrúnaðargoð yðar, Tacitus, kemur mjer svo fyrir sjónir, að hann sje mesti lygari, sem með uppgerðar merkissvip dragi dár að veröldinni. Þukydides, Polybius og Guicciardini met jeg allmikils. En að því er snertir hann Méjerary okkar, þá veit hann ekki hvaða elg hann veður og sama er að segja um þá Villaret og Vely ábóta: Jeg á- fellist samt ekki einungis söguritarana; jeg verð að áfellast söguna sjálfa. Hvað er sagan ? Safn af siðferðilegum smásögum, eða öllu heldur hrærigrautur af frásögum og ræðum, alveg eftir því hvort sagnfræðingurinn er ræðumaður eða heim- spekingur. I henni finnast falleg sýnishom af mælskulist, en það er árangurslaust að leita þar sannleikans. 1 sannleikanum þarf að koma fram nauðsynlegt samband hlut- anna og sagnfræðingurinn getur ekki leitt í ljós þetta samband, af því að hann getur ekki rakið slóð orsaka og afleiðinga. Minnist þjer þess, að ávalt, þegar orsök sögulegrar staðreyndar er fólgin í annari ósögulegri staðreynd, þá er sögunni ekki trúandi. Og þar sem sögulegar staðreyndir eru nátengd- ar ósögulegum staðreyndum, þá liggur það í augum uppi, að atburðaröð sögux-ita teng- ist ekki saman á eðlilegan hátt, heldur af bragðvísi orðkynginnar. Minnist þjer þess einnig, að munur á sögulegum og ósöguleg- um staðreyndum er einber handahófsmunur. Af þessu er það ljóst, að sagan er fjarri því að vera vísindi, heldur er hún lyginni ofur- seld, vegna þeirrar ónákvæmni,, sem henni er í eðlið borin. Samhengi hennar og rökvísi brestur sí og æ, án þess að hún láti í tje nokkrar raunverulegar upplýsingar. Svo sjá- ið þjer það líka, að úr annálum þjóðanna verður ekki dregin nein spásögn um fram- tíð þeirra. Sjerkenni vísindanna eru í því fólgin, að ]xau hafa spásagnaranda, þau geta búið til skrár um það og reiknað það út fyr- ir fram hvenær flóð verður og fjara, eða tunglmyrkvi, en styrjaldir og byltingar verða ekki reiknaðar út fyrir fram“. Herra Roman setti herra Coignard ábóta það fyrir sjónir, að hann krefðist ekki af sögunni annars, en slitrótts og óviss sann- leika, sem meira að segja væri oft missögn- um blandinn, en væri óendanlega mikils virði vegna þess, sem hann snerist um, sem sje manninn. „Jeg veit það, sagði hann, hversu mann- leg saga er missögnum blandin og brepgluð. En þótt hið strangasta samband orsaka og afleiðinga vanti í hana, finn jeg samt í henni ákveðið samhengi, sem jeg missi og finn aftur, eins og rústir af hofi, sem er hálfgrafið í sandinn. Þetta eitt er mjer ó- metanlega mikils virði. Og svo er það von mín og vissa, að söguritun framtíðarinnar geti kept við raunhæf vísindi vegna ríku- legra heimilda og strangari starfsaðferða“. „Á það skuluð þjer ekki reiða yður, sagði meistari minn. Jeg hallast þvert á móti á þá sveifina, að hið sívaxandi flóð endurminn- inga, brjefasafna og skjala í söfnum muni auka erfiðleikana fyrir söguritunum fram- tíðarinnar. Herra Elevard, sem hefur helgað líf sitt rannsóknum á ensku stjómarbylting- unni, fullyrðir það, að eins manns æfi end- ist ekki til þess, að lesa helminginn af því, sem skrifað var meðan á ókyrðinni stóð. Mjer dettur nú í hug æfintýri, sem herra Blanchet ábóti sagði mjer einu sinni um þessi efni og jeg ætla að segja yður það eftir því sem jeg man. Mjer þykir leiðinlegt, að herra ábótinn er ekki sjálfur viðstaddur til þess að segja frá því, því að hann var andríkur maður. Dæmisagan er sisvona. Þegar hinn ungi fursti Zemir erfði hásæt- ið eftir föður sinn kvaddi hann á fund sinn alla fræðimenn ríkis síns og þegar þeir voru þangað komnir mælti hann til þeirra á þessa leið: Kennari minn, doktor Zeb, hefur kent mjer það, að mönnum sje síður hætt við því að leiðast afvega ef þeir láti dæmi lið- ins tíma lýsa sjer. Þess vegna vil jeg kynna mjer sögu þjóðanna. Jeg skipa yður því, að skrifa mannkynssögu og láta einskis

x

Lögrétta

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.