Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 22
43
LÖGRJETTA
44
hann, 21. september 1832. Hann yar lagður
til hinstu hvíldar meðal forfe'ðra sinna í
Dryburgh klausturkirkj u á stöðvum þeim,
sem hann unni. Honum entist ekki aldur til
að‘ gjalda nema þriðjung stórskuldarinnar,
sem hann hafði svo drengilega tekist á hend-
ur, en fimtán árum eftir dauða hans, höfðu
tekjumar af ritum hans goldið hana að
fullu. Skjöldur skáldsins var hreinn, eins og
hann hafði viljað vera láta.
Nokkrum dögum fyrir andlát sitt, kallaði
Scott Lockhart tengdason sinn til sín og á-
varpaði hann á þessa leið: „Vinur minn,
vertu góður maður — vertu dygðugur —
vertu guðrækinn — vertu góður maður. Það
eitt veitir þjer nokkra huggun þegar þú
liggur á banabeði þínum“. — Orð þessi eru
næsta eftirtektarverð, af því að þau lýsa
mæta vel m a n n i n u m Walter Scott. Á
meðlætisdögunum, þegar honum var hlaðinn
hver lofkösturinn eftir annan, hafði hann
sýnt það, að hann var mörgum mannkostum
búinn. Þegar hann var veginn á vog þungra
rauna, sást það samt fyrst hversu m i k i 11
maður hann var. Hetjulund hans og dreng-
skapur skörtuðu þá fegurst; sálargull hans
skírðist í deiglu hinnar sáru lífsreynslu,
Bvron hafði rjett að mæla, er hann sagði,
að Scott væri jafn aðdáunarverður sem
maður og rithöfundur. Og Carlyle, sem ann-
ars hafði lítið dálæti á skáldsögum Scotts.
kvað svo að orði, að í honum birtist mann-
dómur hinnar bretsku þjóðar á átjándu öld í
heilbrigðustu mynd sinni.
Jeg minnist ekki svo Scotts á síðustu ár-
um hans, sigur-árum hans, að mjer komi
ekki í hug rammíslenska og kröftuga lýsing-
in hans Gísla Brynjúlfssonar á karlmanns-
lundinni:
„Að bíða þess, sem boðið er,
hvort blítt er eða strangt;
og hvað sem helst að höndum ber,
að hopa aldrei langt,
en standa eins og foldgnátt fjall
í frerum alla stund,
hve mörg sem á því skruggan skall, —
sú skyldi karlmannslund*.
m.
Scott var maður bæði fjölhæfur og fjöl-
fróður. Hann var fomfræðingur, safnaði
þjóðkvæðum og þjóðsögum, samdi æfisögur
merkismanna og sá um útgáfu ýmsra skáld-
rita; einnig var hann skarpskygn ritdómari.
Víðkunnastur er hann sem ljóða- og sagna-
skáld.
Hann hóf rithöfundarferil sinn árið 1796
með sögukvæða-þýðingum úr þýsku; voru
þær hárómantískar að efni og sýna Ijóslega
hvaða bókmentastefnu þýðandinn hneigðist
að. Hið furðulega og skelfilega heillaði jafn-
an huga hans, eins og hann segir sjálfur á
einum stað í ritum sínum, og þá ekki síður
hið fjarlæga í rúmi og tíma. Miklu merkara
heldur en þýðingarnar úr þýsku var safn
það af skotskum þjóðkvæðum, Minst-
relsy of the Scottish Bards,
sem Scott gaf út 1802—1803, með ágætum
inngangi og skýringum. Hafði hann unnið að
söfnun kvæðanna árum saman og ferðast
víða um Skotland í þeim tilgangi; útgáfan
er hin vandaðasta í hvívetna og ber fagurt
vitni smekkvísi safnandans og víðtækri þekk-
ingu hans í þjóðlegum fræðum. Nokkur
frumsamin kvæði eru í safninu, ort í anda
þjóðkvæðanna; nær skáldið vel blæ fyrir-
mynda sinna og krafti. Kvæðasafn þetta átti
verðskulduðum vinsældum að fagna og kom
honum á bekk með góðskáldum.
Scott Ijet nú skamt stórra höggva milli í
skáldskapnum. Hann sendi frá sjer hverja
Ijóðsöguna á fætur annari, og eru þessar
merkastar: The Lay of the Last
Minstrel, Marmion og TheLady
of thc Lake; hlutu þær sjaldgæfa lýð-
hylli. Af hinni fyrstnefndu seldust t. d.
fjórtán útgáfur á skömmum tíma. Ekki var
það heldur tilviljun ein, að ljóðsögur þessar
fjellu í svo frjóa jörð. Deyfð var yfir enskri
Ijóðagerð; bar þar mest á merglausri íhygli
og andríkissnauðri raunsæi; þar skorti þann
eld tilfinninganna, sem er hjarta lýrisks
kvekskapar. Sögukvæði Scotts komu eins og
lífgandi og svalandi vindur eftir þreytandi
lognmolludag. Þar voru nýir strengir
snortnir á hörpunni. Kvæðaefnin voru ný-
stárleg og hrífandi, frásögnin fjörug og auð-
ug að fögrum náttúrulýsingum, bragarhátt-
J