Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 42

Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 42
83 L ÖGRJETTA 84 annað um að vera en að ríkisherinn hafði svift varðsveitir bæjarins vopnum; slíkar sJ-iærur teljast ekki til stórviðburða hjer. Hve mikil breyting hjer hefur orðið til 'oatnaðar hvað frið og öryggi snertir, má ráða af því meðal annars, að í haust hef jeg aldrei skilið úr, lindarpenna eða gullhriiig eftir heima þegar jeg hef farið í ferðalög og verið langdvölum í þorpum, sem til þessa hafa verið talin verstu ræningjabæli hjer- aðsins. Og nú erum við að endurbyggja sum- arbústaði okkar á Haishan (-shan = fjall) í annað sinn á þrem árum, og erum svo bjartsýnir að halda að ræningjarnir brenni þá áreiðanlega ekki í þriðja skiftið. — Enn- þá eru þúsundir manna úr mínu kalli á dreyfingu og eiga ekki afturkvæmt fyr en yfirvöidin gera þeim fært að byrja þar ný- rækt, er ræningjarnir hafa herjað og bre/tt frjósömu akurlendi í eyðimörk. Við búum okkur út eins og menn, sem ætla sjer að liggja við í tveggja mánaða tíma á fjöllum uppi. Fyrir dyrum úti standa tveir vagnar hlaðnir, ferðatjaldið stóra á öðrum og nokkrir kassar með yfir 20 þús. smáritum, en sængurfatnaður okkar allra á hinum, mjöl og matvæli, áhöld og ílát og alt, sem ómissandi þykir við rnatreiðslu. Tveirn uxum rauðum, feikna stórum og með háum herðakömbum er beitt fyrir hvorn vagn- anna. Matreiðslusveinn hefur eftirlit með far- angrinum, en kínversku samverkamennirnir mínir, 6 trúboðar og 2 kenslukonur, fa,ra skemstu leið. Þeir fara fótgangandi en kenslukonurnar fylgja lestinni á hjólbörum, algengasta farartæki kvenna hjer. Konum þessum er stirt um gang vegna fótanna, sem einu sinni voru reyrðir. Við gerðum boð á undan okkur til Dziang- kwochai, stærsta þorpsins, tæpa dagleið fvr- ir austan Tengchow, og í myrkri um kvöld- ið erum við loksins búnir að koma okkur fyr- ir í húsinu, sem oddviti þorpsbúa hefur sjeð okkur fyrir. En ekkja ein skaut skjólshusi yfir kventrúboðana. Það cr ómaksins vert að lýsa þessum húsa- kynnum nánar. Ekki vorum við fyr komin í hlaðið en að mjer skildist að þetta hús samsvaraði því, sem við köllum baðstofu á íslenskum sveita- heimilum. Nú er þess að gæta, svo við verð- um ekki fyrir alt of miklum vonbrigðum, að Kínverjar gera alt aðrar kröfur til íbúðsr- húsa en við. Austurlandabúar yfirleiít byggja eiginlega ekki íbúðar- eða íveruhús, heldur aðeins næturskýli. Veðráttan gerír þeim mögulegt að lifa lífi sínu að mestu leyti úti undir beru lofti. Jafnvel um þetta leyti árs situr kvenfólkið úti við hannyrðir sínar. Krakkarnir alast upp á götunum. Hjer í Honan er það t. d. ekki venjulegt að menn sitji til borðs á meðan á máltíð stendur; heimilisfólkið fer út með skálamar í hönd- unum og situr hjer og þar á hækjum sjer og borðar. Það sem við köllum heimilislíf, er því óþekt í Kína, þjóðinni til ómetanlegs tjóns. — Menn eru því þó fegnir að flýja inn í húsin þegar heitast er á sumrin og kaldast á veturna, og svo þegar óeyrðir eru eða ílt í ári og mikið um þjófnað. Því eru hlaðnir garðar, tveggja til þriggja metra háir kringum bæjarhúsin, sem eru því „hæli og háborg“, skýli og vígi. Jeg vil nú biðja háttvirta lesendur mína að teikna riss af húsi einnar hæðar. Dyr eru á syðri hliðarvegg miðjum. Veggir þykk- ir úr jarðsteypu og rifnir mjög, enda 60 ára gamlir og hafa aldrei verið sljettaðir; ennþá sjest fyrir förunum eftir mótin. Úr anddyr- inu þmmmar maður beint inn í gesta-, setu- og borðstofuna í miðju húsi og stendur þá á beru moldargólfi og horfir upp í ræfrið. Hjer er hvorki forstofa nje göng, fjalagólf, þilj- ur nje loft. Húsið er ekki gert að innan að öðru leyti en því, að veggirnir eru sljettað- ir með rnold og að það er gert í sundur með tveimur moldarveggjum, sem ekki eru hlaðnir hærri en hliðarveggirnir. Ef maður tyllir sjer á tá, sjest hæglega inn í svefnher- bergið í öðrum enda hússins, en eldhúsið í hinum. Digrar stoðir og þykkir, bogmyndaðir bjálkar þykja stærsta prýði hússins. Það þarf sterka viði til að bera tugi þúsunda af þakhellum, þó hver um sig sje ekki stærri en lófi manns. Algengt er að fátæklingar peki hús sín með hálmi og noti þá miklu grennri viði. Þessir kínversku torfbæir eru tiltölulega

x

Lögrétta

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.