Lögrétta - 01.01.1933, Side 33
65
LÖGRJETTA
66
Það sem gert er til viðnáms kreppunum,
eftir að þær eru skollnar yfir, er í rauninni
lítið annað en það sem ástandið knýr til;
samdráttur og sparnaður á sem flestum
sviðum.
Hver hygginn einstaklingur og fyrirtæki
verst áföllum af kreppunum með því að
draga saman framleiðslu eða neytslu, og
hvorttveggja, eftir því sem við á. Aðrir
neyðast til hins sama. Samdráttur atvinnu-
rekstursins, sem atvinnuleysinu veldur, ei’
ekki annað en eðlilegur og nauðsynlegur
mrnaður atvinnnrekstursins til að verjast á-
iöllum af kreppunum eftir mætti. Sparnað-
urinn, sjálfráður og ósjálfráður (tilneydd-
ur), er ekki annað en samdráttur neytend-
anna, hvort sem þeir eru neytendur ein-
göngu eða hvorttveggja í senn framleiðend-
ur og neytendur, til þess einnig að verjast
áföllum af kreppunum eftir föngum. Sá er
uftur eðlismunurinn á samdrætti atvinnu-
J'eksturs og neytslu, að samdráttur atvinnu-
reksíursins miðar og verkar til að leysa
kreppurnar, en samdráttur neytslunnar
verður óhjákvæmilega til að lengja þær.
Þjóðir verjast kreppum á sama hátt og
einstaklingar, eða, kannske rjettara sagt,
eru háðar einstaklingunum um aðgjörðir
sínar. Fjárhagsmáttur þeirra er háður fjár-
hagsmætti einstaklinganna. En auk þess
hefja þær ásókn á hagsmuni annara þjóða
''það gjöra reyndar einstaklingamir líka
hver á annars hagsmuni) sjálfum sjer til
Ijettis í kreppunum, en öðrum til byrði að
sama skapi. Þetta síðasttalda kemur fram í
tollstríði og viðskiftahömlum þjóðanna í
milli, sem vitanlega eykur erfiðleika krepp-
anna þar sem það bitnar á. Allt er þetta
einn óslitinn harmleikur og harmkvæla, og er
hann í fersku minni á þessum síðustu og
verstu tímum.
Það er ekki viðunandi eða sæmandi, að
eiga þenna óleik yfir höfði sjer á fárra ára
Hesti. Öðruvísi getur það þó ekki verið ef
ekkert er að gert. Það er því auðsætt, að það
a ekki að beina huganum eingöngu að því,
hvað hægt er að gjöra til viðnáms kreppum
hegar þær dynja yfir, heldur og að hinu,
hvað ber að gjöra og hvað hægt er að gjöra
H1 varnaðar því, að þær komi.
í þessu máli, sem öðrum, er það aðalat-
riðið, að byrgja brunninn áður en barnið
er dottið ofan í, að varna því að kreppurnar
komi, eða þó a. m. k. að þær verði sem væg-
astar.
Það gegnir furðu, hvað lítið er irm það
hugsað, hvað lítið hefur verið rætt og ritað
um það og hvað lítið hefur verið gjört til
að fyrirbyggja kreppurnar. Sennilega stafar
það af því, hversu mönnum virðast vera ó-
Ijósar hinar eiginlegu orsakir þeirra, eða
hversu menn greinir á um það, hverjar þær
eru. Að líkindum eru mönnum orsakirnar þó
ekki eins duldar og látið er. Hitt er líklegra,
að hmir mismunandi hagsmunir og hinir
ýmsu stjórnmálaflokkar telji sjer ekki
henta, að vita og viðurkenna hinar rjettu
orsakir.
Það er auðskilið mál, að einstakir fram-
leiðendur megna litlu eða engu um það, að
stöðva offramleiðsluna. Það hefur svo litia
þýðingu þótt einn og einn framleiðandi
dragi sig í hlje. Það yrði ekki til annars en
að aðrir hlypi í skarðið, og hann yrði e. t. v.
aðeins ver stæður en aðrir alment. Einstakir
framleiðendur gjöra því ekkert, geta ekkert
gert til varnaðar kreppunum, heldur hljóta
að dragast með þangað til þeir, fyrst einn
og emn, síðan meir og minna almennt, mega
til að draga saman, eða gefast upp, geta ekki
meira. Og alt endar með meira og minna
almennu hruni atvinuurekstursins og al-
mennri kreppu.
Tii þess að halda jafnvægi í atvinnulíf-
inu og fyrirbyggja offramleiðsluna, eða a.
m. k. að stöðva hana jafnskjótt sem hún
segir til sín, hljóta aðgjörðirnar að koma
frá almennum ráðstöfunum á einn eða ann-
an hátt.
Tvent getur einkum komið til greina til
að halda í jafnvægi framleiðslumagni og
framleiðsluþörf. Annað er það, að setja alls-
herjar eftirlitsstjórn yfir heimsframleiðsl-
una með valdi til að tempra hana og tak-
marka við þörfina.
Hitt atriðið er að nota fjármagnið til að
halda .framleiðslumagninu við hóf og hæfi
þarfarinnar.
Um fyrri leiðina þarf í raun og veru ekki
að ræða. Hún er óframkvæmanleg svo lengi