Lögrétta - 01.01.1933, Síða 3
5
LÖ GRJETTA
6
sjá það nokkuð h’verjar eru orsakir gyðinga-
deilunnar eða eðli árásanna á Gyðinga. Sumt
í kenningum andgyðinga um kynbálkana ork-
ar mjög tvímælis eða er rangt, eins og í
fleiri áþekkum kenningum, sem reyna að
renna rökum vísindanna undir þjóðernisleg-
ar kreddur. En slíkar kenningar eru til um
allar jarðir, því að hverjum þykir sinn fugl
fagur. Þar fyrir geta þessar kenningar haft
sitt gildi og sín áhrif á þjóðlífið og á bar-
áttu opinbers lífs og svo hefur verið um gyð-
ingamálin í Þýskalandi. Þó má einnig minn-
ast þess, sem Hitler segir líka á einum stað
í bók sinni, að Gyðingar hafi einlægt komið
magnaðri og sterkari út úr ofsóknunum en
þeir voru áður.
'"Kol og olía
Lögrjetta hefur áður sagt frá hinum
inerkilegu tilraunum, sem gerðar hafa verið
til framleiðslu á kololíu og til þess að fram-
leiða olíu úr kolum. Kolalöndin, og sjerstak-
lega England, leggja sívaxandi áherzlu á
þesssar rannsóknir, því að olía er altaf meira
og meira að ryðja sjer til rúms á kostnað
kolanna. Það var Bergius, sem eiginlega
lagði grundvöll þessara i’annsókna og þess
'•ðnaðar, sem af þeim er sprottinn með þeirri
athugun sinni, að þegar baðmull varð fyrir
ahrifum af vissum hita og þrýstingi varð
úr henni kolkent efni, en þegar það efni varð
^yrir súrefnisáhrifum kom fram olíukendur
vökvi. Þá var farið að beita samskonar áhrif-
um við kolin sjálf með þeim árangri, að
einnig kom fram vökvi. Úr þessu er nú að
verða allumfangsmikill stóriðnaður. Imperial
Lhemical Industries eru nú að láta reisa
stórar verksmiðjur til þess að vinna olíu úr
kolum og gera menn sjer góðar vonir um þenn
an iðnað og um það, að England komist þann-
ig í tölu olíuframleiðsluþjóðanna.Verksmiðjur
þær, sem nú er verið að reisa til þessa í
Billingham eiga að kosta hálfa þriðju miljón
punda og eiga að framleiða árlega 100 þús-
und smálestir af fyrsta flokks olíu, með því
að vinna úr 400 smálestum af kolum á dag,
•segir Sir Harry Mc Gowan forseti fjelagsins.
/
yTætlunarríkí
Stjórnmál, framleíðsla og kreppa
Ennþá tala allir um kreppuna og virðist
svo sem lítið lát sje á henni og ekki tókst
viðskiftamálaráðstefnunni í London að ráða
bót á henni. Mjög eru menn ósammála um
orsakir erfiðleikanna og um leiðina út úr
ógöngunum og kemur þar margt til greina,
þingræðið, þjóðskipulagið o. fl. Hjer á eftir
fer ágrip af grein, sem enskur höfundur, G.
R. Stirling Taylor hefur skrifað um þessi
efni.
Það er sennilegt, að sagnfræðingar fram-
tíðarinnar muni segja frá því, að á árun-
um 1920 til 1940 hafi stjórnendur hinna
stóru ríkja sveigt inn á nýjar brautir í
stjórnvísindum. Höfundar þessir munu enn-
fremur segja, að hinn nýji tími í stjórn-
málum og fjármálum virðist hafa átt upp-
tök sín í Miðjarðarhafslandinu Ítalíu, og
upplandinu Rússlandi, og að nokkrum árum
seinna hafi hann brotist fram með skyndi-
legum krafti — of skyndilegum krafti — í
Þýskalandi, sem liggur mitt á milli hinna
tveggja, og hafi sennilega smitast af þeim.
Sagnfræðingarnir munu síðar geta þess, að
næstum því um sama leyti hafi þessi hug-
mynd um ríkiseftirlit með iðnaði, eða um
ríkisáætlanir, komið fram í Bandaríkjum
Ameríku. Jafnframt voru þessar sömu
stjórnmálahug-myndir að brjóta sjer braut
til Stóra-Bretlands, sem einlægt hafði
verið stolt af einangrun sinni frá öllum
heilaspuna, sem algengur væri meðal laus-
lundaðri þjóða á meginlandinu. Sá kapítuli
í sögubókinni, sem segir frá þessum stað-
reyndum, Verður sennilega látinn heita
„Tímabil ríkisáætlananna“ eða eitthvað þess-
háttar. Sagnfræðingar munu sennilega segja
nemendum sínum, að þessi bylting hafi ver-
ið miklu gildismeirí í þroskasögu menningar-
innar, en tímabil frönsku byltingarinnar einni
öld fyr, því að of mikið hafi verið gert úr
hennar gildi. Franska byltingin var aðallega
verk hysteriskra hugsjónamanna og skýja-
glópa, og hrotta, sem sóttust eftir eigin hag.
En áætlunartímabilið verður sennilega undir