Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 9
17
LÖGRJETTA
18
er átakanleg lýsing á amerísku kvennafang-
elsi.
Byltingar og ólga aldarfarsins í stjórn-
rnálum og fjármálum kemur eðlilega fram á
ýmsan hátt í skáldsögum, ekki síst ungra
hýskra höfunda. Traven hefur í bókinni
Hvíta rósin, lýst amerísku olíuhringunum.
Harold Nicolson hefur í skemtilegri bók,
skrifaðri af miklu ímyndunarafli, lýst stjóm-
málaerjum og árekstri framtíðarinnar og að-
draganda að styrjöld milli Breta annars-
vegar og Bandaríkjamanna, Frakka, Þjóð-
verja og Rússa hinsvegar. Bretar hafa, þeg-
ar sagan gerist, fundið málmnámur á ey í
Persaflóa, og hafa þær gert þeim kleift að
búa til geisihraðskreið flugtæki og banvæn-
ar vítisvélar og af þessu öllu dregur að frið-
slitum.
Sögulegar skáldsögur lesa margir, enda eru
slíkar bækur oft bæði skemtilegar og fróð-
legar. Meðal þeirra nýjustu má nefna Eyði-
legging Jerúsalemsborgar eftir Þjóðverjann
Feuchtwanger, og er hún til á Norðurlanda-
málum.
Træðíbækur,
Urmull bóka er sífelt skrifaður til þess að
rannsaka og útskýra ýms vandamál nútím-
ans frá allskonar sjónarmiðum. Kreppan,
fascisminn og kommúnisminn eru þar einna
efst á blaði. 1 Englandi hefur veiúð gefið út
safn af ritgerðum ýmsra merkra manna um
afstöðu kristindóms og kirkju til kreppumál-
anna (Christianity and the Crisis). Höf.
þykir svo ýmsum, að kirkjan sje alt of af-
skiftalaus um stjórnmál, en vilja þó halda
henni utan við flokka og flokkaþref og segja
að efling lifandi kristindóms sje besta leiðin
til þess að sigrast á kreppunni. Um fascism-
ann, eða bölvun hans, sem höf. kallar (Men-
ace of Fascism) er nýkomin ensk bók eftir
John Strackey og á dönsku er til önnur ný-
leg bók um sama efni, en vinveittari hreyf-
ingunni (Fascismen, Historie-Lære eftir Ole
Björn Kraft). Um síðustu atburðina í Þýska-
landi er líka eðlilega margt skrifað, en flest
af því, sem skrifað er um Nazismann, er
annþá óáreiðanlegt og einhliða. Tvær bækur
má nefna: Uppreisn þýskrar æsku eftir
Mackenroth (til á sænsku) og Es werde
Deutschland eftir Sieburg. Hann segir, að
Þýskaland sem heilsteypt þjóð hafi ekki
byrjað að verða til fyrir alvöru fyr en um og
eftir stríð, Þjóðverjar vöknuðu til nýs lífs
með ósigrinum og eru nú að losa sig við
ýmsa alþjóðlega og borgaralega fordóma,
sem áður háðu þeim. En þeir hafa verið
andvaka þjóð síðan.
Um ófriðinn og ekki síst friðarsamning-
ana er ennþá mikið skrifað. Meðal nýjustu
og bestu bóka um þau efni eru „Friðarsamn-
ingar“ (Peacemaking 1919) eftir Harold
Nicolson, en hann var allmikið við friðar-
fundinn riðinn, og The Paris Front eftir
Corday, merkilegar dagbækur, sem m. a.
bregða ljósi yfir ýmislegt, sem fram fór að
tjaldabaki á ófriðarárunum. Um friðarmálin
og hættu þá, sem menningunni mundi stafa
af nýrri styrjöld, eiturstyrjöld, hefur Be-
verley Nicols skrifað mjög athyglisverða og
fróðlega bók (Cry. Havoc!).
Síðasta bók enska heimspekingsins og
stærðfræðingsins Whitehead heitir Ævintýri
hugsjónanna (Adventures of Ideas). Bókin
er rannsókn á því hvernig menning og menn-
ingarverur verða til og er skift í kafla, sem
heita: þjóðfjelagsmál, alheimsmál, heim-
speki og menning og verður síðar sagt
nokkuru meira frá henni. Whitehead er af
mörgum talinn einn af merkustu heimspek-
ingum nútímans, en oft torlesinn. Fróðlegt
yfirlit um ýmsar nýjar stefnur heimspek-
innar er nýkomið, eftir C. E. M. Joad (Guide
to modern thought). Ágætt og stórlega lært
yfirlit um stjórnarfar nútímans er til í ný-
legu tveggja binda riti eftir Herman Finer
(The Theory and Practice of Modern
Government). Þar er lýst þingum og þing-
ræði, flokkum, kosningum, störfum ríkis-
stjórna, embættismanna o. s. frv., vel og
fróðlega. Franski hagfræðingurinn André
Siegfried hefur samið dálitla skemtilega, en
fróðlega bók um Suður-Ameríku, og segir frá
landi og lýð þar, stjórnmálum og fjármál-
um, en þar er sjálfsagt eitthvert mesta fram-
tíðarland heimsins.
Að lokum skal nefna tvö norræn sögurit,
þótt ástæða væri til þess að nefna fleiri.
Annað er saga Julians trúníðings (Julian der
frafaldne) eftir dr. Ræder, lipur og fróðleg