Lögrétta - 01.01.1933, Blaðsíða 41
81
LÖGRJETTA
82
Loksins fæðist leiðtoginn
og landið eignast mann,
sem böndin leysti, brautina ruddi’
og bjargráðin fann.
Öfl,sem voru’ í ánauð fyr,
áfram knýr tími nýr.
Sjómenn fá í seglin byr,
af sundum þokan flýr.
Vekjandi’ yfir vog og dal
fer vorblærinn hlýr.
III.
Þótt vjer sjeum fáir, en verkefnin mörg,
ef viljinn er eindreginn, hefjum vjer björg,
því tröllaukinn mátt eiga tímarnir ungu.
Vjer fögnum þjer, nýrisna framfara öld.
Þótt falli hið eldra og nýtt fái völd,
vor sæmd er, að varðveita sögu og tungu.
En alt um kring
er umbylting
með aldahvörfum og nýmenning,
og ólgandi tíð.
En yfir þau stríð
er útsjón af tindunum stór og víð,
því framundan blasa við fegurri svið
með frjálsari lýð.
Hver siðspiltur tími fær synda gjöld,
en sannleik þann aldirnar jafnframt boða:
Ef einni menningu að fer kvöld,
er önnur að klæðast í morgunsins roða.
Þótt lögmálum bæði lífs og hels
sje leynt, er vjer störum í náttþrunginn
geiminn,
vjer fögnum æ upprás þess fagrahvels,
sem færir oss morgunsins ljós yfir heiminn.
Þú eldur, sem brennur við alvalds stól
og eyðir myrkrinu svarta,
þú geymist í jörð, þar sem guð þið fól,
átt glóðir í hverju hjarta,
þú vísdómsins logi, þú volduga sól,
ger vegi mannlífsins bjarta!
Sfllr
Ólaf Ólafss on
Laufið hefur bókstaflega hrunið af trján-
um' eftir fyrstu tvær frostnæturnar. Þau eru
nú nakin og litlaus. Gamli skrúðinn fallegi
liggur við fætur þeirra, velktur mjög og ó-
sjelegur, sem ekki er tiltökumál úr því kom-
ið er fram á miðja jólaföstu.
En um líkt leyti og grös tóku að sölna og
trjen hristu af sjer slitrurnar, hafa hveiti-
akrarnir ífært sig nýjum möttli, iðjagræn-
um. Vetrarhveitið breytir algerlega í bága við
þá algildu reglu náttúrunnar, að hætta öll-
um lífshreyfingum með haustinu, en býður
skammdeginu og kuldanum byrginn og er
livítt til uppskeru um það leyti að vorinu,
sem íslenskir bændur hafa lokið við að bera
á tún.
Venjulegast eru hjer mikil staðviðri á
haustin, en því erum við feg-nir, sem erura
sífelt á ferðalögum um þetta leyti árs. Þó
þykir jafnvel okkur nóg komið, þegar ekki
hefur sjest ský á lofti í þrjá mánuði fulla.
Það er að nokkru leyti bliðviðrinu að
þakka undanfarna þrjá mánuði, að jeg man
engan tíma ánægjulegri í mínu starfi í Kína
Og svo hefur verið friður og spekt í hjerað-
inu, þótt geysað hafi styrjaldir á tveim stöð-
um í landinu allan þennan tíma. Þess má
geta til dæmis um hve stórt þetta land er
og auðug’t, að hjer hefur alls ekki gætt neinna
áhrifa frá þessum styrjöldum og almenning-
ur ekki heyrt þeirra getið nema óljóst, og
hafa þó fallið yfir 20 þúsund í bardögunum
í Szichwan s.l. mánuð, og’ efnalegt tjón er
metið í tugum miljóna króna.
Óvenjulegt hefur það verið fyrir mig að
geta verið tímunum saman að heiman, án
þess að þurfa að óttast um fjölskylduna.
'Tvisvar varð jeg þó að fara heim í haust og
haft hraðan á: í fyrra skiftið fór kommún-
istaher mikill hjer framhjá, aðeins 6 km. frá
bænum. En í síðara skiftið barst mjer frjett
um að ræningjar hefðu helt sjer yfir Teng-
cliow og drepið fjölda fólks. Fyrst varð jeg
að hlaupa eftir reiðhjólinu 10 km., og hjói-
aði svo heim, 30 km., á rúmum klukkutíma,
en kom að virkishliðunum lokuðum. Ekki var