Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 13

Lögrétta - 01.01.1933, Qupperneq 13
25 LÖGRJETTA 26 Hans var minst í síðasta hefti Lögr. f. á. og einnig í öllum íslenskum blöðum í lok síðastl. árs, en þá, 8. desember, var hundrað ára afrnaeli hans haldið hátíðlegt í Noregi með mikilli viðhöfn. Skáldin Gunnar Gunn- arsson og Kristmann Guðmundsson komu fram fvrir íslands hönd á minningarhátíð- inni í Ósló og sendi G. G. ritstj. þessa blaðs ræðu og drápu, sem hann flutti þá, og birt- ast þær hjer í íslenskri þýðingu. Einnig fyig- ir hjer káfli úr brjefi frá ungum íslendingi, sem heima á í Ósló og segir nokkuð frá minningarhátíðinni. 1, ‘Kveðja ^slands tíl 'Noregs, iRasða GUnnars ©unnarssonar á ÍOO ára aímaslí öjórnstjerhe Sjörnsons flutt á mínníngarhátíðínní i samfeomuSal hásfeólans í Osló 8. desember 1052. Það sem smáþjóð á einangraðri og varnar- lausri ey, eins og Island er, þarfnast öllu öðru fremur frá heiminum í kring er þrent; það er i jettlæti, rjettlæti og aftur rjettlæti. Og hvernig má þá annað vera, en að við Is- lendingar elskum mann, sem leit á sannleik og rjettlæti ekki aðeins sem fagurt orða- .gjálfur, heldur eins og virkileika, ekki að- eins sem fögur skáldyrði, ekki aðeins sem nothæf vígorð í stjórnmálaerjum, heldur eins cg hið fyrsta og helsta boðorð — sannleika, rjettlæti og góðsemi. Og á eynni vestur í sænum var Bjömstjerne Björnson elskaður meira en nokkur annar Norðmaður. Við hölluðum honum að hjarta okkar, eins og hann væri einn af okkar mönnum. Skáld okkar keptust um að þýða ljóð hans, og með þeim drukkum við í okkur þor og krafta, og fyrstu, inndælu og saklausu sög- urnar lians fjellu eins og dögg í dali Islands, færðu okkur trú á lífið, hið heilbrigða líf, juku löngun okkar eftir lífinu, hinu fagra lífi í friði og eindrægni. Það er ekki Nor- egur einn, sem hann hefur „skáldað stærri“, þessi ljómandi bróðir okkar, sem við höfum nú í aag fært á gröfina sveiga úr fáskrúð- ugum fjallablómum, ávöxtum hinna hrjóstr- ugu heiðalanda. Hann skáldaði líka Island stærra. Hann komst yfir það, jafnframt öllu öðru, að styrkja einnig okkur í sjálfstæðis- Björnstjcrne Björnson. baráttu okkar, en hinn beini stuðningur er tæploga það, sem mest er um vert; jeg held að við eigum honum mikið meira að þaklca en við vitum af enn þann dag í dag. Var það ekki hann, sem var bakjarl trúar okkar og kjarks? Hans hefur gætt óumræðilega xT.ikið hjá okkur íslendingum, svo mikið sem manns getur gætt meðal manna. Við íslend- ingar eigum Björnstjerne Björnson óendan- lega mikið upp að ynna. Minni hans er okk- ur heilagt, og veri það blessað. Það mun varla þykja í frásögur færandi, hjer í hinu ríkara og stærra landi, að þar, heima hjá okkur, konla út þrjár bækur vegna þessa afmælisdags; Safn af kvæðum

x

Lögrétta

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.