Lögrétta - 01.07.1934, Page 8

Lögrétta - 01.07.1934, Page 8
111 LÖGRJETTA 112 hinum einkennilegu skinnfötum sínum. Og Grænlendingarnir ljetu sjerekkert bregðavið flugheimsóknina, einn þeirra var meira að segja svo snar, að koma brjefi á Lindberg og harmaði þið mikið seinna, að hann hefði ekki líka sent með honum gæs, sem hann ætlaði að gefa vini sínum. Frú Lindberg þyk- ir Julianehaab skemtilegastur af grænlensku bæjunum. Flugið yfir Grænlandsjökul var tignarlegt og fagurt og landið all tígulegt að sjá þegar skilið var við það og haldið út á hafið — „aftur til menningarinnar — á íslandi“. Svo heitir kaflinn um dvölina hjer og er stuttur. „Klukkan 15,27 eftir Greenwichtíma þann 15. ágúst fórum við frá Grænlandi áleiðis til íslands .... eftir svo sem þriggja stunda ílug hofðum við landsýn af Islandi og lent- um í Reykjavík kl. 20,44. Munurinn á Grænlandi og íslandi var miklu meiri en ætla mætti eftir tæplega fimm stunda flug. Þetta háa og fjöllótta land var á að sjá eins og allir fjallatindar hefðu verið jafnaðir með sög. Stór hamrabelti steyptust þverhnýpt niður að brimströnd- inni, sem var iðgræn og í henni stöku díl- ai', það voru lítil bændabýli. Reykjavík var furðulega stói- á að sjá, þar sem hún breiddi úr sjer fyrir neðan okkur. Raðir af ný- tísku húsum, góðar götur, steinsteypu- og bárujámshús, bílar, hafnarkvíjar fullar af skipum — allt bar þess vott, að við vorum aftur komin í menninguna. Jeg fór frá Grænlandi með þeirri tilfinn- ingu, að það væri landið, tröllaukið og ótam- ið — sem rjeði lífinu, og að maðurinn væri aðeins minnaháttar atriði, sem hefði sam- ið sig að þessu erfiða lífi. Jeg fór frá ts- landi með þeirri tilfinningu, að fólkið þar væri hið tröllaukna fólk, sem hefði sigrað landið. Það hafði ræktað hið moldarþunna, grýtta land, það fæst við búpeningsrækt í hraunhlíðunum, og hafði jafnvel sumstað- ar þvingað hinar heitu uppsprettur til )>ess að hita íbúðarhús sín og gróðurhús. Þeir háðu þing; á Þingvöllum frá árinu 930. Vissulega höfðu þeir komið á athygl- isverðri menningu í fögru en fremur hrjóstrugu landi. Við fengum færi á því að sjá meira af landinu er við flugum yfir það þegar við fórum: tindahvít eldfjöllin með storknuð- um hraunstraumum, sem gerðu hlíðarnar dökkar ofan í dalina, vogskorna ströndina, þverhnýpta firðina, sem skárust langt inn í hjarta landsins. t einum af þessum fjörð- um á austurströndinni lentum við og vorum nætursakir í fiskiþorpinu Eskifirði. En 23. ágúst fórum við frá íslandi til Færeyja. Þessar fögru klettaeyjar eru alræmdar fyrir ill veður“. Þannig er löndum og borgum lýst hverju á fætur öðru. T. d. er sagt allmikið frá Kússlandsdvölinni, en þau hjónin voru í Rússlandi í viku og var forkunnarvel telc- ið. Leningrad virðist fyrst í stað vera mesta glæsiborg, með trjágöngum, turn- vm, höllum og görðum. En þegar að er gáð, ber borgin þess glöggan svip, að feg- urðin er að fölna. Málningin er að falla af húsunum, steinarnir fara úr lagi, strætin óhrein eða óhirt, rjett eins og stórflóð hefði íarið yfir borgina og' enginn hirt um að hreinsa hana á eftir. Á götunum var krökt af. fólki, alt var það illa til fara, alt svip- að, alt á sömu leið. En listadýrgripir frá zartímunum og hallirnar dýrlegri en í æf- intýrum ... En Moskva er undursamleg úr loftinu, furðulegt sambland gamals og nýs, og breiðist yfir ógnarstórt svæði. Jafnvel fljótt á litið sjest í Moskva framtak og fjör, sem ekki verður vart við í Leningrad, Þrátt fyrir nývirkin í Leningrad er borgin þessháttar borg, að hún lifir á fornri frægð, er í hröi’nandi elli. En Moskva hef- ur, þrátt fyrir skuggahliðar sínar, yfir sjer ótvíræðan anda æskunnar. — Fólkið var að vísu ekki glaðlegt eða hamingju- samt á svipinn, en áhugasamt, hugsaði sýnilega um verk sitt. Leikhúsin og söfnin voru altaf troðfull. Áhuginn á listaverkurn var fremur þjóðfjelagslegur en fagur- fræðilegur. En áhuginn var raunverulegur. Svona er lýst landi af landi og altaf ber eitthvað nýtt fyrir augun, en mest er þó lýst flugferðinni og flugstjórninni sjálfri. Þau hjónin komu aftur heim 19. desembev. „Þegar við beygðum inn yfir landið, segír frúin að lokum, reyndi jeg að rifja upp og halda föstum myndum ferðalagsins, velti

x

Lögrétta

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lögrétta
https://timarit.is/publication/196

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.