Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 2
Kltstjórar: Gísll J. Ástþórsson (áD) og Benedilct Gröndal,— AðstoSarritstjóri Björgvin Guðmundsson. - Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — Aðsetur: Alþýðuhúsið. — Prentsmiðja Alþýðublaðíáns. Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjaid kl. 65.00 6 mánuði. I lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýöuflokkúrinn. Ftalsisgangan FRELSISGANGAN í Washington í fyrradag var óvenjulegur stórviðbutíður. Það hefur ekki gerzt síðan á kreppuárunum, að hundruð þúsunda ;af borgurum Bandaríkjanna flykktust til höfuð- borgarinnar til að sýna vilja sinn í deilumáli, sem varðar alla þjóðina. Kreppugöngurnar mættu vopn aðri mótspyrnu yfirvalda, enda var afstaða lands- stjómar til þeirra mála önnur en afstaða Kennedys forseta til frelsismála blökkumanna. Nú er talað opinskátt um „byltingu blökku- :manna“ í Bandaríkjunum. Þeir eru — með aðstoð imikils hluta hinna hvítu landsmanna — að gera lokasókn til jafnréttis. Hafa blökkumenn á síðustu áratugum, nánar tiltekið síðan á valdaárum Frank lin Delano Roosevelts forseta, bætt stórkostlega lífskjör sín og menntun, og þeir krefjast nú þess, sem þeir eiga ófengið í mannréttindum. Rétt er að minnast þess, að Bandaríkjamenn 'háðu fyrir hundrað árum frelsisstríð negranna. Þá vann málstaður frelsis og jafnréttis kynþátta sinn mesta sigur undir forustu Abraham Lincolns for- seta. Síðan eru liðin 100 ár og hefur réttindamálun um miðað alltof hægt áfram, þótt margir áfangar hafi náðst. Suðurríkjamenn hafa verið og eru valdamiklir í landsmálum. Þeir hafa hvað eftir annað ráðið úrslitum um forsetakjör, og margir forsetar hafa hliðrað sér hjá því að fjandskapast við þá með því að taka upp málefni blökkumanna. Af þessum sökum sýna Kennedy-bræður pólitískt hugrekki með því að styðja af alefli málstað hinna hörundsdökku og gera sitt til að leysa endanlega þetta veigamikla vandamál. Því miður hefur stað- ið á þinginu, og er vonandi að svo verði ekki lengi. Þjóðviljinn i vanda ÞJÓÐVILJINN á erfitt með að verja þá stað- reynd, að hann er orðinn málgagn hátekjumanna. Þó reynir ritstjóri blaðsins að útskýra, hvers vegna blaðið berst fyrir enn hærri tekjum fyrir verk- fræðinga, en minnist varla á Dagsbrúnarmenn eða aðrar lágtekjustéttir dag eftir dag. Enda þótt verkalýðshreyfingin geti unað sér- menntuðu fólki launa, sem eru í samræmi við menntun og ábyrgð þess, hlýtur hækkun á tekjum þess að fara eftir aðstæðum íslenzks þjóðfélags og mótast af því, að hér er minna um stéttaskiptingu pg sérhagsmuni en annars staðar. Virðist flestum, sem kjaradómur sé allgóður áfangi, og sízt ástæða til þess fýrir verkalýðsblöð að berjast nú fyrir hærri launum verkfræðinga — en gleyma hinum láglaunuðu. Þetta hefur Þjóðviljinn þó gert. 4 — W.......................... ............. 2 30. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAðlÐ Framh. af 4. síáu farið með íþróttaflokkum Glímu- félagsins Ármanns í keppnis- og sýningarferðir viða um lönd. Hafa Ármenningar jafnan vakið á sér athygli fyrir glæsilega íþróttagetu og hefur þetta reynzt hin bezta landkynning. Hann hefur verið í íþróttavaliarnefnd í fjölda ára og í Laugardalsnefnd, sem hefur liaft á hendi forystu um byggingu hinna miklu íþróttamannvirkja í Laugar- dal. Þá hefur Jens staðið fyrir byggingu íþróttaheimilis og leik- vangs Ármanns við Sigtún hér í borg. Öll þessi störf hefur Jens rækt með sínum alþekkta dugn- aði og samvizkusemi og á íþrótta hreyfingir honum mikla þakkar- skuld að gjalda. Árið 1956 gerðist Jens starfs- maður Fræðsluskrifstofu Reykja- vikurborgar o l hcfur hann þar um- sjón með öllum leikvöngum ungl- inga og barna í borginni, og fjölda annarra mála, sem varða heill æsku lýðsins. Fyrir störf sín í þágu íþrótt- anna hefur Jens verið sæmdur ís- lenzkum og erlendum heiðurs- merkjum. Eg leyfi mér fyrir hönd hinna mörgu vina og íþróttaunnenda að færa Jens hinar hjartanlegustu hamingjuóskir á þessum heiðurs- degi hans og óska þess, að hann megi enn um langt skeið starfa að æskulýðs og íþróttamálum. Jens er giftur hinni ágætustu konu, frú Þórveigu Axfjörð, og eiga þau tvær mannvænlegar og uppkomnar dætur, sem báðar eru giftar. Þorsteinn Hjálmarsson. Bílasala Matthíasar. úrvfilsvdrur Höfðatúni 2 Sími 24-540. MIKIÐ ER RÆTT um lóðaút- hlutanir og hefur ruunar alltaf verið. Sumir menn virðast hafa greiðan aðgang að lóðum, ekki að eins undir eitt hús heldur heilar blokkir. Gömlu lóðimar eru mjög dýrar og hef ég skrifað um það, cn fólki hefur blöskrað. Hins veg ar hefur gleymst að geta þess, að flestar þessara lóða hafa eigend- urnir upphaflega fengið fyrir ekki neitt eða svo að segja ekki neitt. ÉG FÉKK BRÉF um þessi mál og þá rifjaðist upp fyrir mér mik- ill hitadagur í bæjarstjórn út af lóðasölu. Þá var verið að selja loðir nálægt höfninni og Alþýðu- fiokksfulltrúarnir börðust eindreg ið gegn því að selt væri einstakl- ingum bæjarlandið. Xhaldið var í m.eirihluta og það réði. en Alþýðu flokkurinn beið ósigur. Þá voru látnar fyrir ekkert eða sama sem ekkert lóðir, sem nú kosta tugi milljóna. Við erum því í dag, allir sem einn að borga fyrir mistök og skammsýni íhaldsins fyrrum. Bréf ið, sem ég fékk, fer hér á eftir: B. Br. SKRIFAR á þessa leið: „Þessar svokölluðu eignarlóðir, sem bærinn á“, sagði ICnútur Zim sen borgarstjóri 1916, er honum mislíkaði kröfuharka og yfirlæti eins lóðareiganda. Knútur vissi sem var, að allar byggingalóðir í Reykjavík höfðu verið iátnar end ui'gjaldslaust í vpphafi. Réttlætis kennd hans krafðist þess, að ímynd að'ur réttur einstaklings til lands ætti að víkja fyrir rétti og þörf bæjarfélags og þjóðfélags. MÉR HAFA OFT dottið þessi orð borgarstjórans í hug, þegar borgarstjórnin er að kaupa „eign- ailóðir" fyrir milljónir árlega. Og þegar þjónustutæki þjóðarinnar, Seðiabankinn, keypti húseignina Framh. á II. síðu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.