Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 10
Keiluspil er íþrótt, sem lítt er þekkt hér á landi, en víða iðkuð af miklu kappi erlendis. Þessi mynd er tek- in á móti í Searborough, Englandi, og sýnir unga stúlku, Paddy Halliwell, 22 ára gamla. Sumir vilja halda því fram, að keiluspil sé að eins íþrótt fyrir miðaldra menn, en ungfrú Halliwell sannar, að slíkt er ' algjör misskilningur. £0 30. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Ritstjóri: ÖRN E1ÐSS0N Jens Guðbjörnsson sextugur í dag ‘i JENS GUÐBJÖRNSSON bók- 1 bandsmeistari er sextugur í dag. Hann er í hópi þekktustu borgara Reykjavíkur, enda fæddur hér og . uppalinn, auk þess er hann lands kunnur maður fyrir afskipti sín af íþróttamálum, bæði sem þátt- takandi fyrr méir, og síðar sem einn í hópi þeirra forystumanna, sem hafa átt sinn mikla þátt í vexti og viðgangi íþróttahreyf- ingarinnar hér á landi. / Á yngri árum var Jens Guð- björnsson í hópi þeirra, sem börð ust til sigurs á íþróttaleikvangi, m. a. sem þátttakandi í hlaupum og kringlukasti og í fimmtarþraut. En þó hart væri barizt og hvergi af dregið, voru honum þó fyrst og fremst í brjóst lagin dreng- skaparskylda íþróttamannsins og virðing hans fyrir lögum og leik- reglum. Þannig barðist Jens til sigurs á leikvanginum og þannig hefur hann og starfað, í anda drengskapar og bræðralags, í fé- lagsmálum iíþróttahreyfingarinn-: ar frá því hann tók þar þátt í, fyrst sem stjórnarmeðlimur í Ár- manni árið 1925 og síðan 1927 sem formaður, eða samfleytt í 36 ár. Glímufélagið Ármann er eitt merkasta og mikilhæfasta í- þróttafélag hérlendis. Upphaf- lega var það stofnað, eins og að nafnið bendir til, sem glímufélag, til varðveizlu og eflingar hinni sérkennilegu þjóðaríþrótt okkar, glímunni. En er stundir liðu — tók það alhliða iþróttaiðkanir á stefnuskrá sína, og hefur verið um áratugi eitt af mikilvirkustu iþróttafélögum landsins. Jens Guðbjörnsson hefur átt sinn mikla Framh. á 14. síðu. að sigra? í GÆR völdu íþróttafréttamenn pressuliðið, sem mætir tilrauna- Iandsliðinu á Laugrardalsvellinum nk. sunnudag. í fyrradag var ein- hver vafi á því hvórt leikmenn frá Akureyri og Keflavxk gætu mætt, en úr því hefur ræst, nema Kári Árnason, Akureyri er meiddur og getur ekki leikið. Pressuliðið er skipað sem hér segir: Heimir Guðj. KR markv. Hreiðar Ársælss. KR h. bakv. Jón Lcósson, Akr. v. bakv. Hrannar Har. Fram, h. framv. Högni Gunnl. Keflav. miðfr.v. Skúli Ágústss Ak. v. framv. Örn Steinsson, KR h. úth. Gunnar Guðmanns., KR h. innh. Herm. Gunnarss., Val, miðh. Skúli Hákonarson, Akr. h. innh. Steingr. Björnss. Ak. v. úth. Varamenn fyrir bæði liðin verða Geir Kristjánsson, Fram, Þorst. Friðþjófsson, Val Magnús Torfa- son, Keflavík, Baldur Scheving, Fram og Steingr. Dagbj. Val. Eins og skýrt hefur verið frá, er Ellert Schram, KR, sem valinn var landsliðsmaður, meiddur, en í hans stað mun leika Ríkharður Jónsson, Akranesi. Reykvíkingar! Norrænu sundkeppninni lýkur 15. september. Sunddeild KR skorar á alla þá Reykvíkinga, sem enn hafa ekki synt 200 mtr. að ljúka því nú þegar. Gerum hluí Reykjavíkur sem stærstan í heildarsigri landsins. Sunddeild KR. ER BILLIE NÆSTI STÓR- HLAUPARI N. SJÁLANDS? UM síðustu helgi setti lítt þekkt hljóp 20190 m. á 1 klst. Gömlu ur hlaupari, Bill Baillie frá Nýja metin átti hinn frægi Tékki, Emil Sjálandi tvö heimsmet, í 20 km. Zatopek, en þau voru sett 29. hlaupi á 59,28,6 mín. og hann Framh. á 14. síðu Ekki er gott að segja, hvernig leikurinn á sunnudaginn fer, en eitt er víst, hann ætti að gcta boðið upp á góða knattspyrnu. í báðum liðum eru snjallir ieik- menn, okkar beztu og ef þeir geta ekki sýnt góða knattspyrnu, þá hverjir? Þess vegna ættu knatt- spyrnuunnendur að fjölmenna á Laugardalsvöllinn á sunnudag og fylgjast með síðasta stórleiknum fyrir landsleikinn gegn Bretum. Gunnar Felixson, KR, miðherji landsliðsins. j JÁFNTEFLI í gærkvöldi fór fram úrslita- leikur í landsmóti 4. flokks á Melavellinum. Víkingur og Akur- nesingar léku og leiknum lauk með jafntefli 2 mörk gegn 2. Vík ingar skoruðu sín mörk í fyrri hálfleik, en Akurnesingar jöfn- uðu. Nýr leikur hefur enn ekki verið ákveðinn. Keilu- ,114 m* í m - ■ fiif&aiiíiKiA

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.