Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 4
Sexfugur s dag: SEXTÍU ÁRA er í dag þekktasti íþróttafrömuður þjóðarinnar, Jens Guðbjörnsson, formaður Glímufé- Jagsins Ármanns í Reykjavík. — Harin er fæddur hér í borg hinn 30. ágúst árið 1903. Foreldrar hans voru Guðbjörn Cuðbrandsson, bókbindari og kona bans, Jensína Jensdóttir. Bæði eru þau látin fyrir mörgum árum. Þar sem ég undirritaður hefi étt því láni að fagna, að starfa Jéns Guðbjörnsson nieð honum að íþróttamálum í Ár- manni um rúmlega 30 ára skeið, -t'inn ég hvöt hjá mér að minnast þessa sérstæða manns við þetta tækifæri. Ungur að árum lærði Jens Guð- Ibjörnsson bókbandsiðn hjá Þor- -leifi Gunnarssyni í Félagsbók- toandinu, þar sem faðir hans starf- ;aði sem verkstjóri, og árið 1927 ■tók Jens við verkstjórninni að iföður sínum látnum og gegndi því starfi til 1951. Sagði hann þá starfinu lausu. Svo sem öll önnur störf, lék bókbandsiðnin í höndun um á Jens, og mun ekki of sagt, að hann liafi verið færasti bók- bindari landsins á sinni tíð. Snemma árs 1951 fór hann utan til Noregs á vegum Menntamála- ráðuneytisins til að kynna sér getraunastarfsemi í þágu íþrótt- anna. Er hann kom heim úr þeirri för var honum falin forstaða ís- lenzkra getrauna. Vann hann að þeim málum með frábærum dugn- aði til ársins 1956, en áhugi og skilningur íþróttamaima og al- mennings fyrir þessari stórmerku nýjung reyndist ekki það mikill, að hægt væri að halda þeirri starf- semi áfram. Vann Jens þarna mjög merkilegt brautryðjandastarf og mun varla verða hjá því komizt, að þetta forystumerki verði tekið aftur upp og borið fram til fulln- aðar sigurs enda hefur það reynzt frændþjóðum okkar á Norðurlönd- um heilladrjúgt til eflingar í- þróttunum og raunar víðast hvar úti um heim, þar sem starfsemi þessi hefur verið tekin upp. 'Kunnastur er Jens fyrir í- íþróttaforystu sína. Hann hefur nú þegar verið formaður Glimufél. Ármanns um 36 ára skeið, en í stjórn félagsins alls 38 ár, og þar áður sem virkur þátttakandi í í- þróttum. í Olympiunefnd íslands hefur hann starfað um langan tíma og haft það hlutverk, sem flestir vilja hliðra sér hjá, það er að vera gjaldkeri og fjáröflunarmað- ur nefndarinnar, sem hann hefur rækt með ágætum. Fararstjóri hef- ur hann verið á Olympíuleika og l Framli. á 2. síðu 75 ára í dag: Ingibjörg Gissurardóttir frá Gljúfurárholti Hér birtast þær teikningar, sem cklti komust fyrir í miðvikudagsbla'ðina. Ilér er um mjög skemmtilegt lnis að ræða. Flatarmál íbúðanna, er sem fyrr segir 130 ferme'rar. Þetta er verk númer 124. Næstu tcikningar sem við birtum frá Húsnæð-ismálastjórninni verða af einbýlishúsum. INGIBJÖRG GISSURARDÓTT- I er ein af Gljúfurárholtssystkinun- IR, Þorfinnsgötu 8, ekkja Símon- uri í Ölfusi, elzta barn hjónanna ar Símonarsonar bifreiðastjóra er sjötíu og fimm ára í dag. Hún Ingibjörg Gissurardóttir Margrétar Jónínu Hinriksdóttur og) Gissurar Guðmundssonar af Reykjakotsætt. Þau hjónin bjuggu í Gljúfurárholti allan sinn búskap og komu upp börnum sínum þar en hættu að því loknu búskap og fluttu til Hafnarfjarðar, en .þá voru flest börnin farin að- heim- an. Ingibjörg var elzt, eins og áð- ur segir, og vann hún hörðum hóndum allt frá barnæsku hjá for eldrum sínum og þóttist ekki geta yíirgefið þau og ung systkini sín fyrr en það færi að léttast undir fæti. Hún beið því í festum um mörg ár og giftist ekki unnusta sinum, Símoni Símonarsyni frá Bjai nastöðum í Ölfusi, fyrr en hún var um þrítugt. Þetta var svo sem ckki einsdæmi fyrrum, en nú alveg úr sögunni. Gljúfurárholt stóð og stendur í þjóðbraut. Nú þjóta farartækin fram hjá Gljúfurárholti, en þannig Framhald á 12. síðu I 4 30. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐlÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.