Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 12

Alþýðublaðið - 30.08.1963, Blaðsíða 12
75 ára í dag Framhuld af 4. síðu. var það ekki í. gamla daga. Gljúf urholtsá var oft ill yfirferðar og roargir ferðamenn komu því í bæ inn. Þar var alltaf húsrúm og hjartahlýja, en þó þröngt inni og lítið að bíta og brenna, en öllum var veitt aðhlynning — og ,hafa margir gamlir menn minnzt Komu sinnar þangað. Ingibjörg stund- aði gegningar og alla algenga bú- skaparvinnu þegar faðir hennar var í veri, en liann réri áratug- tun saman á Suðumesjum og úr Þorlákshöfn. Hann var mikill vík ingur við öll störf og annálaður áhuga og ákafamaður. Enda fann hann til ábyrgðar sinnar. Þau hjón in eignuðust seytján börn, en þrjú þeirra dóu ung. Ingibjörg mun hafa erft dugnað föður síns. því að hún var talin karlmannsígildi til allra verka og því eftirsótt til starfa utan heimiiis. Má og segja, að þegar faðir hennar var að heiman þá hvíldi mestur hluti heimilisstarfanna utan húss á hennar herðum. Hún stundaði hey skap og hún vann að gegningum. Hún sló og rakaði, sætti og setti upp á og hún braut vakir á Gljúf urholtsá og bar vatnið á öxlum sér í heimUið og gripahúsin. Þau Ingibjörg og Símon voru gefin saman í Reykjavík 1919, en ekki gátu þau fengið húsnæði hér og fluttu því til Eyrarbakka og byrj- uðu búskap þar. Símon stundaði þá útróðra úr Herdísarvík og átti skip og varð hann síðasti útgerðar maðurinn þaðan, stendur sjóbúð hans þar enn. Loks tókst þeim að fá húsnæði í Reykjavík og fluttu þangað. Símon var framkvæmda- maður mikill og brauzt í ýmsu Loks keypti hann sér bifreið, fyrst vörubifreið og síðan fólksbifreið og stundaði akstur til dauðadags, en hann lézt 1960. Þá voru þau orðin fjárhagslega jorugg og áttu fallegt íbúðarhús við Þorfinnsgötu. Um slceið var kgímon veikur og þá vann Ingi- íbjörg við fiskvinnu og lagði næst- tim nótt við dag. Þau Símon áttu fimm böm og barnabörnin eru orðin átján að tölu. Ingibjörg er nú ein í íbúðinni en tvær dætur hennar búa í hús- inu og þar er ys og þys allan dag inn í bamabörnum. Ég birti frá- sagnir Ingibjargar í bók minni Fimm konur. Þar er sagt frá kyen hetju. Alla tíð hefur hún starfað fyrir verkcilýðshreyfinguna ög Al- þýðuflokkinn. Við þökkum henni samstarfið og óskum henni allra heilla. Vsv. Dýr bílferð Framh. af 7. síðu vegna áverka þeirra, sem þorpar- arnir veittu henni. Lögreglumennirnir fundu lík hennar gegnumstungið 30 hnífs- stungum og mikla áverka hér og þar um líkamann. Meðan Joan MeNulty skreið með veikum burð um tíl næsta húss og lét vita um þá hryllilegu atburði, er átt höfðu sér stað gaf Barbara upp andann á kvalafullan hátt þarna úti á víðavangi. Þrír menn tóku mannslíf og guldu sitt eigið fyrir. Líf þeirra vtrður aldrei samt og áður: Auk þess sem þung refsing bíður þeirra eru þeir fyrirlitnir og aumkaðir og munu seint sjá glaðan dag. TRÉHESTURINN sleit nokkrar ferskjur af tré einu og borðaði þær. Nú var hann ekki lengur svangur né þyrstur. Hann lagðist því í forsæluna undir einu trénu og stofnaði brátt. Þegar hann vaknaði, fór hann höndum um andlit sitt og fann þá sér til mikillar undrunar, að hann var kominn með þykkt skegg, bæði á höku og efri vör. Hann gat ekki ímyndað sér hvernig á þessu stæði, sem von var. Hann hugsaði málið góða stund, eða þair til hann fór að svengja á ný. Nú þorði hann ekki að snerta ferskjurnar, því hann grunaði, að ef til vill ættu þær einhvern þátt í þessum snögga skeggvexti. Nú gekk hann að perutré og náði sér þar í nokkrar perur. Þær voru stórar og bragðgóðar. Því fleiri sem hann borðaði, þeim mun betri fannst honum þær á bragðið. Þegar hann loksins var orðinn saddur lagðist hann til, svefns á nýjan leik. Þegar hann vaknaði aftur var orðið næstum því dimmt. Þegar hann teygði úr sér rak hann höfuðið í tréð sem hann hafði sofið undir, honum fannst hann vera eitthvað þyngri á sér en venju- lega einkum fannst honum höfuð sitt vera þungt. Þegar hann þreifaði á höfðinu fann hann að út úr því höíðu vaxið tvö hom. Þau voru bæði löng og gild. Þegar hann strauk skeggið, fann hann að það hafði þykknað og lengst. Hamn þorði varla að ímynda sér hvemig hann væri útlits. — Þegar prinsessan kemur til baka, þá þekkir hún mig áreiðanlega ekki, hugsaði hann nú með sér. Hún hættir áreiðanlega að elska mig. Hvað á ég eig- inlega að gera? Því meir sem hann hugsaði um ástand sitt, þeim mun þyngra varð skap hans. Að lokum gat hann ekki varizt gráti og grét sig i svefn. Meðan hann svaf dreymdi hann að til sín' kæmi gamall maður, sem snerti höfuð hans og spurði: — Hvers vegna ert þú svona dapur ungi maður? Þá sagði prinsinn honum alla sólarsög- una. — Hafðu engar áhyggjur, sagði gamli maður inn. — Þegar þú vaknar skaltu fara og tína upp þurrkaðar perur og ferskjur, sem liggja undir tjánum, sem þú last ávexti af áðan. Þegar þú hef- ur borðað þurrkuðu ávextina mun skeggið, svo og hornin, detta af þér. Síðain skalt þú fara á brott héðan, sonur minn. Dveldu hér ekki lengur, því þetta er heimkynni púka. Þeir hafa sofið síðan þú komst, en hefðu þeir verið vakandi, þá værir þú ekki lengur í lifenda tölu. Ungi prinsinn hlustaði furðu lostinn á þetta allt saman. Þegar hann svo vaknaði, var orðið kalt. Það var bjart af tungli og vindurinn gnauð- aði í trjánum. Sandurinn var nú ekki lengur heit- ur. Prinsinn fór nú að ráðum gamla mannsirís og náði sér í nokkrar þurrkaðar perur og ferskjur. — Sjáðu þarna kemur enska telpan. — — Eg kann þetta ekki. — Togaðu bara í — Finnst þér vélin ekki láta ilia að Já ekki ber á öðru. — Viitu ekki reyna strenginn og miðaðu. Hún skaut með lokuö stjórn Orville? þig í bogfimi? augun! 12 30. ágúst 1963 — ALÞÝÐUBLAÐI0

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.