19. júní - 01.05.1919, Qupperneq 3

19. júní - 01.05.1919, Qupperneq 3
Formáli, Þessu litla riti er ætlað að bæta úr skorti síð- ari ára á erlendu litarefni, með því að veita til- sögn í að nota innlendar jurtir til litunar. Enn- í'remur er það ósk mín, að þvi megi auðnast að stuðla til þess að upþ verði teknir hér á landi, hinir fögrj, haldgóðu jurtalitir, svo sem á sér stað i Noregi og Svíþjóð. En þar er kensla veitt í að lita úr jurtum, og í alla vandaða vinnu, svo sem útvefnað o. þ. h. eru jurtalitir notaðir ein- göngu. Heimilisiðnaðarfélag íslands lét semja leiðar- vísi þennan á sinn kostnað, en er til þess kom að gefa hann út, kaus það heidur að koma hon- um að í einhverju blaði eða tímariti, en að gefa hann út sjálft sem sérstakan bækling. Hugði hann með því fá meiri útbreiðslu. Pví var það að ég keypti útgáfuréttinn og læt nú ritið koma fyrir almenningssjónir sem fylgirit II. árgangs »19 júní«. Höfundi leiðarvísis þessa, frú Þórdísi Stefáns- dóttur, Akureyri, kann eg fyrir félagsins og mína hönd hinar bestu þakkir. Vona eg að kver þetta komi að góðum notum og er þá náð tilgangi allra þeirra, er þátt hafa átt í því að það er til orðið. Reykjavík í maí 1919. Inga L. Lárusdóttir.

x

19. júní

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: 19. júní
https://timarit.is/publication/199

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.