Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 2
I aitstjórar: Gísli J. Ástþórsson (ao) og Benedikt Gröndal,—ABstoBarritstjóri Bjðrgvin Guðmundsson. — Fréttastjóri: Sigvaldi Hjálmarsson. — Símar 14 900 — 14 902 — 14 903. Auglýsingasími: 14:906 — ASsetur: AlþýSuhúsið. — Prentsmiðja AlþýðublaSsins, Hverfisgötu 8-10. — Áskriftargjald kl. 65.00 4 mánuði. í lausasölu kl. 4 00 eint. Útgefandi: Alþýöuflokkurinn. TÍMINN Á MÓTI VERÐBÓLGU EN MEÐ VERÐHÆKKUNUM! AFSTAÐA TÍMANS til hækkandi framfærslu íkostnaðar er dálítið skrítin. Það kemur raunar eng um á óvart, en samt er rétt að minna á þessa aug- ljósu staðreynd. Tíminn er auðvitað harðvítugur andstæðing- ur verðbólgu og telur hana illri ríkisstjórn að kenna. NEMA hvað snertir álagningu á vöru í verzl unum. Tíminn vill afnema verðlagseftirlit til að íhún geti hækkað. EÐA verðlag á iðnaðarvörum. Tíminn tekur undir skrif iðnrekenda þess efnis, að verðlagning á vörum þeirra sé óréttlát. OG SVO eru landbúnaðarvörumar. Tíminn tekur undir ítrustu kröfur um hækkanir á verði þeirra, hvað sem líður sjónarmiði neytenda, sem 'eíga að borga brúsann. Við þurfum ekki að telja fleira upp. Tíminn er á móti verðbólgu, en með þeim verðhækkunum, sem til mála hafa komið! Neytendur taka eftir þessari afstöðu. Tíminn hefur ekki þeirra sjónarmið heldur framleiðenda. Hann hefur verið og er andstæðingur neytenda. FUNDUR BÆNDANNA STÉTTASAMBAND BÆNDA hefur lokið sögulegum aðalfundi, sem þjóðin hefur fylgzt með af athygli. Landsmenn hljóta að vera sammála um, að þjóðin verði um alla framtíð að eiga heilbrigða bændastétt og hagkvæman landbúnað, bæði af efnahagslegum og menningarlegum ástæðum. Hins vegar snertir verðlag búvöru hvert heimili og má því búast við ólíkurn skoðunum um það mál. Fundurinn gerði tillögur um skipulagsbreyt- ingar varðandi ákvörðun verðgrundvallar. Deila má um atriði eins og það, hvort einn gerðardómur eða tveir hvor upp af öðrum eigi að fjalla um mál- ið, ef sexmannanefnd getur ekki samið. Hitt er á' nægjulegt, að meirihluti fundarins vildi semja á- fram við neytendur, en ekki við ríkisvaldið. Þetta er raunhæf skoðun og mundu þessi mál sízt verða auðveldari, ef neytendum væri holað frá afskipt- um af þeim. Þetta var byltingafundur, sem kaus nýja menn í stjóm samtakanna og vakti upp mál, sem án efa MatreiSslan er auðveld og bragðið ljúfíengt R0YAL SKYNDIBÚÐINGUR MœliS '/2 líter al kaldri mjólk og hellið ( skól. Blandið mmhaldi pakk- ans saman við og þeyt- / ið i eina mínútu — Bragðtegundir- — Súkkulaði Karamellu VaniUu larðarberja Nýlega hefur blaðinu borizt fyrsta hefti 44. árgangs tímarits Sálarrannsóknarfélags íslands, Morguns. Meðal efnis þessa heftis má geta: Spfjritisminn í dag, ejftir séra Jón Auðuns, Mark Twain seg’iir frá fjaithrifareynslu, Það sem enginn jarðneskur maður vissri, Listmálaj'i verður miðill, Andinn frá Worms, eftir séra Benjamín Kristjánsson, Hverfur Afríka aftur til heiðni?, Frá trú- arheimi Japana, Frá starfsemi Sálarrannsóknarfélags íslands og úr ýmsum áttum eftir ritstjóra Morguns, séra Jón Auðuns. Vöruúrval Nýtt hefti af Frjálsri Verzlun Blaðinu hefur nýlega borizt júlí-ágúst hefti Frjálsrar verzl- unar, 1963. í blaðinu er m.a. þetta efni: Verðlagshöftin verða að hverfa, V.ilhjáimur Þv Gíslason skrifar um upphaf íslenzkrar heildverzl- unar, Heimsókn í Ásgrímssafn, rætt við safnvörðinn, Bjarnveigu Bjarnadóttur, Berlínarbréf, Af- staða kommúnistaflokkanna til deilu Rússa og Kínverja, o.fl. Ritstjórar Frjálsrar Verzlunar eru Gunnar Bergmann og Styrm ir Gunnarsson. IÐNAÐARMANNA Blaðinu hefur nýlega borizt Tímarit Iðnaðarmanna annað hefti 36. árgangs. Af efni blaðsins má meðal annars geta: Frá skóia sútum Iðnskólans í Reykjavík, eftir Þór Sandholt skólastjóra. Fé lag Pípulagningameistara í Reykja vík 35 ára. Múrarameistarafélag Reykjavíkur 30 ára. Gunnar Bjarnason, skólastjóri, ritar grein um tæknimenntun. Félag Bifreiða smiða 25 ára. Stálskipasmíðastöð rís við Arnarvog. Frá aðalfundi Iðnaðarbankans. Yfirlitsgrein um sögu Málarameistarafélags Reykja víkur eftir Jökul Pétursson, Vísna dálkur og þáttur um nytsamar nýjungar. Ritstjóri Tírr4| 'its Iðnaðax- manna er Otto Schopka. FiygvaSlarleigan Keflvíkingar Suðurnesjamenn Höfum opnað bílaleigu á Gónhól, Ytri-Njarðvílc. • Höfum á boðstólum hina vin- sælu Fiat 600. Ferðist í hinum nýju Fiaf 600. — Flugvallarleigan veitir góða þjónustu. — Reynið viðskiptin. FlugvaHarleigan s.f. - Sími 1950 Gónhóll h.f. — Ytri-Njarðvík. Bílaleiga úrvalsvörsir TÍMARIT verða mikið rædd á Alþingi og utan þess í næstu framtíð. ryðvöm. Auglýsið í Alhýðublaðinu 2 8. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.