Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 10
Ágætur árangur á stú- dentamóti í Brasilíu Breiðablik - Þróttur til úrslita á mánudaginn Á MORGUN kl. 6,30 leika Þróttur og Breiðablik til úr- slita í II. deild íslandsmóts- ins og fer leiknrinn fram á Laugardalsvellinum. Ekki er gott að spá neinu um væntanleg úrslit, en von- andi fáum við að sjá góðan leik. Þróttur átti góða leiki á Reykjavíkurmótinu í vor, en síðan hefur liðið sýnt misjafna leiki. Breiðablik hefur verið í mjög mikilli framför í sumar og getur vissulega komið á óvart á morgun. Á FÖSTUDAG var háð frjáls íþróttamót í Porto Alegre í Brazi- líu, svokallaðir stúdentaleikar. j Ýmsir keppendur frá Evrópu tóku þátt I mótinu. | í 100 m. hlaupi sigraði Figuer- ola. Kúbu, á 10,4 sek. Annar I varð Ozolin, Sovét, 10,5 og þriðji Bcrutti, Ítalíu á sama tíma. — SJÖTTA ársþing HSÍ 1963 verður haldið í KR-húsinu 5. október næstk. og hefst kl. 2 eh. Metcalfs, Engl. varð fyrstur í 400 m. hlaupi á 46,6 sek., annar Re- ske, V-Þýzkalandi á 47,0 og þriðji Pennevaert, Belgíu, á sama tima. Michailov, Sovét, varð sigurveg ari í 110 m. grind á 14,0, aunar varð Mazza, Ítalíu, á 14,1 — og þriðji Hogan, Engl. á 14,2. Pria, Ítalíu, kastaði kringlunni lengst eða 61,63 m. annar varð Lindsay, Engi. 51,23 og þriðji Urbach, V-Þýzkalandi, 51,03 m. Rússneska stúlkan Tsjelkanova sigraði í langstökki með 6,48 m. Ritstjóri: ÖRN EIÐSSON KR 120 st, ÍR 101 og Ármann 58 Drengjamót Reykja- Ólafur Guðmundsson, KR Skafti Þorgrímsson, ÍR 800 m. hlaup: Halld. Guðbj. KR 2:18,7 1000 m. boðhlaup: Sveit KR 2:15,5 Sleggjukast: Skafti Þorgrímsson, ÍR 35,64 Erlendur Vald. ÍR 24,20 Arnar Guðm. KR 22,06 Guðm. Guðm., KR 21,40 Unglingsmót ís- lands í sundi Unglingameistaramót íslands í sundi 1963 verður háð í Sundhöll Selfoss sunnudaginn 15. sept. nk. og hefst kl. 4 e. h. Keppnisgreinar : Stúlkur 14-16 ára: 100 m. bringusund, 50 m. skrið- sund, 50 m. baksund, 50 m. flug- sund og 4x50 m. fjórsund. Drengir, 14-16 ára. 100 m. bringusund, 100 m. skrið sund, 50 m. baksund, 50 m. flug- sund og 4x50 m. fjórsund. Telpur, 14 ára og yngri. 50 m. bringusund, 50 m. skrið- sund og 50 m. baksund. Sveinar 14 ára og yngri. 50 m. bringusund, 50 m. skrið- sund og 50 m. baksund. Þátttaka er heimil öllum með- limum xþrótta- og ungmennafé- laga innan UMFÍ og ÍSÍ, sem eru á drengja- eða stúlknaaldri, þ. e. 16 ára á þessu ári eða yngri. —■ Sigurvegari í hverri grein hlýtur sæmdarheitið „Unglingameistari íslands 1963” í þeirri grein. Stig- hæsta félagið hlýtur bikar að laun um, en stigakeppni fer fram í sambandi við mótið. Þátttaka tilkypnist sem fyrst eða fyrir 12. sept. til Harðar S. Óskarssonar, Engjavegi 42, Sel- fossi, sími 227. Urslit í 4. fl. í DAG kl. 4 leika Akurnes- ingar og Víkingur til úrslita í 4. aldursflokki og fer leikurinn fram á Akranesi. Síðast skildu liðin jöfn á Melavellinum, 2 gegn 2. Meistaramót Reykjavíkur á morgun Á MÁNUDAG og þriðjudag hefst Meistaramót Reykjavíkur í frjálsum íþróttum á Melavellinum og verður keppt í tugþi-aut. Fyrri dag tugþrautarinnar verður ' keppt í 10 km. hlaupi og síðari j daginn verður 3000 m. hindrun- arhlaup. í sambandi við þessa keppni verður keppt í nokkrum aukagreinum karla og kvenna. Ekki er að efa, að mótið getur orðið skemmtilegt að vanda, i- þróttamennirnir eru í góðri þjálfun og aulc þess er mótið stigakeppni milli félaganna og þau leggja töluvert kapp á að sigra í þeirri keppni. KR og ÍR sjá um framkvæmd mótslns. VEÐUR var ekki eins gott síð- ari dag Drengjameistaramóts Reykjavíkur og þann fyrri. Suð- austan vintlstrekkingur, rigning og frekar kalt veður háði kepp endum mjög. Þrátt fyrir veðrið rar árangur góður í sumum grein- nm og m. a. setti Sig. Hjörleifs- son, HSH er keppti sem gestur nýtt sveinamet í þrístiikki, stökk 13,76 m. I hlaupunum var keppnin skemmtilegust í 200 m. en þar sigraði Skafti Þorgrímsson þó ör- ugglega, en veður var mjög ó- hagstætt til að hlaupa 200 m., :: Halldór Guðbjörnsson, KR vindur á móti meiri hluta leiðar- innar. Hreiðar Júlíusson hafði yfir- burði í stangarstökki og munaS: mjög litlu, að honum tækist að j setja nýtt drengjamet og stökkva 3,50 m. Metið er 3,45 m., en það á Páll Eiríksson, FH. Ólafur Guðmundsson sigraði ör- ugglega í 200 m. grind og það sama má segja um Stefán Guð- mundsson í þrístökki, en hann er nýliði. Aðeins KR-sveit tók þátt í 1000 m. boðhlaupi og Halldór Guðbjörnsson hljóp einn 800 m. Árangur var því frekar slakur í þeim greinum, þar sem keppni var engin. Árangur í sleggjukasti og spjót kasti var frekar slakur, enda ein- tómir nýliðar í greinunum. í stigakeppninni, en stig eru gefin fyrir sex beztu menn sigr- aði KR örugglega, en ÍR var skammt undan og dró á síðari dag inn. í heild má segja, að mótið hafi tekizt ágætlega og oft er ólíkt skemmtilegra að horfa á mótin I yngri flokkunum, en mót þeirra eldri, kcppnin er oft harðari og ýmsir koma á óvart. Þrír piltar hlutu þrjá drengja- meistaratitla einstaklinga, þeir Ólafur Guðm., KR, Halldór Guð- björnsson, Klt og Skafti Þorgríms son, ÍR. Tveir þeir fyrrnefndu hlutu 2 boðhlaupstitla að auki hvor. Hinn kornungi og fjölhæfi Erlendur Valdimarsson, ÍR, sigr- aði í tveim greinum og Sigurður Ingólfsson, Ármanni. Kári Guð- mundsson, Ármanni og Hreiðar Júlíusson, ÍR fengu einn meistara titil hvor. Ef þessir drengir — og margir fleiri halda áfram að æfa reglulega næstu árin, þurfa frj. íþróttir engu að kvíða um fram- tíðina. 10 8- sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ Spjótkast: 1 Kári Guðm. Á 46,49 Skafti Þorgrímsson ÍR 43,33 Erlendur Vald. ÍR 42,97 Arnar Guðm. KR 42,05 Jón Kjaidansson, Á 39,00 Sigurður Ingólfsson, Á 33,70 Þrístökk: Stefán Guðm. ÍR 12,80 Hreiðar Júlíusson, ÍR 12,41 Ólafur Guðm. KR 12,32 Ragnar Guðm. Á 12,24 Jón Kjartansson, Á 12,22 Sem gestur: Sigurður Hjörl. HSS 13,76 Reynir Unnsteinsson HSK 13,40 Stangarstökk: Hreiðar Júlíusson, ÍR 3,35 Kári Guðm. Á 3,12 Erlendur Vald. ÍR 2,75 Úrslit í stigakeppni: ÍR 101 stlg Ármann 58 stig KR hlaut 6 meistara ÍR hlaut 7 meistara Ármann hlaut 2 meistara Helztu úrslit: 200 m. grindahlaup: Ólafur Guðm. KR 27,6 Halidór Guðbj. KR 29,2 Stefán Guðm. ÍR 29,5 Sem gestur: Þorvaldur Ben, HSS 28,2 200 m. hlaup: Skafti Þorgrímsson, ÍR 23,7 Ólafur Guðm., KR 24,0 Einar Gíslason, KR 24,4; ) Halldór Guðbjörnsson, KR 26,5 í Reykjavík hafa nú um 11 þúsund manns synt 200 metrana en meðal þeirra eru margir utan- bæjarmenn, sérstaklega enx Kópa vogsbúar fjölmennir. enda er þar enn ekki kominn sundstaður. Framkvæmdanefndin hefur skipt Reykjavík í 3 svo til jöfn hverfi eftir íbúafjölda, og reyn- . ast Austurbæingar eða réttara ! sagt Austurhverfingar, dugleg- astir sundmenn og sundkonur. — Þátttaka í hverfunum er orðin: Austurhverfi Miðhverfi Vesturhverfi íbúar Þátttak. 26.563 3.338 24.842 2.453 23.080 2.105 Vesturhverfi nær að Klappar- stíg, Skólavörðustíg, Eirfksgötu og Barónsstíg. Miðhverfi nær austur að Grensásveg, Suður- landsbraut og Lækjarteig. Enn er eftir vika af keppnistím- anum, en keppninni lýkur 15. september. Erlendur Valdcmarsson, ÍR

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.