Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 4
 heildsölum og samvinnufyrir- tækjum, telja þetta nýja kerfi skynsamlegt og réttlátt. Sú er venja innkaupastofnana að bjóða út sem mest af þeim vörukaupum, sem þær annast. Þannig fá öll verzlunarfyrir- tæki sanngjarnt tækifæri til að ná viðskiptunum, ef þau geta boðið betri kjör en aðr- ir. Kemur þá ekki til, að ein- stakir aðilar njóti sérréttinda og fái að sitja að miklum við- skiptum við opinbera aðila, — hvort sem þau viðskipti eru hagstæð fyrir þjóðina eða ekki. Einstök dæmi sýna bezt, — hvernig innkaupastofnanir spara skattgreiðendum fé. Áð ur fyrr keyptu ríkið, Reykja- vík og aðrir kaupstaðir asfalt hver fyrir sig. Þegar Innkaupa stofnun ríkisins gerði inn- kaupin á einu bretti, var magn- ið svo mikið, að söluaðilar er- Iendis kepptust um það, og verð fékkst þegar lækkað um 15%. Annað dæmi eru röntgen- tæki fyrir Landspítalann. Með þvi að bjoða ut kaup gat Innkaupastofnunin fengið 15% afslátt af fob-verði og sparaði þarmeð sjúkrahúsinu 285.0Ö9 krónur. Þannig mætti lengi tclja. Innkaupastofnanir hafa skapað nýtt og fast samband milli opinberra aðila og þeirra fyr- irtækja, sem við þau verzla. Meira og meira af viðskiptum er ráðið á hreinum samkeppn- isgrundvelli, þannig, að keypt er af þeim, sem gerir hag- stæðast boð. Jafnframt spara opinber fyrirtæki fé og fyrir- höfn, og peningar skattgreið- enda nýtast betur en áður. Pétur Pétursson tók við stjórn Innkaupastofnunar rík- isins 1959, og hefur stjórnað henni af miklum dugnaði, — þannig, að umsetning henuar hefur rúmlega tífaldast síðan. Skipulögð' innkaupastarf- senii er ein þeirra umbóta á opinbernm rekstri, sem hafa verið gerðar á síðari árum, og skattgreiðendur geta verið mjög- ánægöir meðs Langt er síðan hafizt var handa um undirbúning heims- sýningarinnar, sem lial'din verð ur á næsta ári. Hnattlíkanið, sem við sjáum hér á myndinni hefur vakið mjög mikla at- hygli. Það er kallað „Unisp- here“, og er byggt úr ryðfríu stáli, jafn hátt 32 hæða húsi. Sýningin Riun> hefjast 22. apríl 1964 í New York. ingadeilð í Höfn Hætta er á að danski Verkfræði háskólinn verði að draga saman seglin vegna hins óópinbera on þó áhrifamikla verkbanns sem hef ur orsakazt vegna samningsslita milli fjármálaráðuneytisins og danska verkfræðingasambandsins. Þegar nýstúdentar voru boðn ir velkomnir í ár, sagði skólastjór inn, Eggert Knuth Winterfeldt: Mér þykir leitt að þurfa að segja ykkur dálítið mjög alvarlegt, en vinnan hér getur orðið svo erflð að það er eins gott að þið fáíð að að vita eins og er strax. Rektor sagði að verkbannið mylndr smám saman koma illa niður á öllu þjóðfélaginu og valda miklum truflunum_ en fyrst kæml það niður á háskólanum. í dag eru 18% a£ aðstoðarkennarastöð unum lausar og eftir 2-3 mánuði verður fjórðahver staða laus. Það er einnig allt útlit fyrir það, sagði rektor, að sú stækk- un ,sem var áætluð .næsta ár, muni ekki koma til framkvæmda. Véla deildin í Gladsaxe mun verða lok uð fyrir nýjum nemendum, þar sem ljúka þarf við að kenna þeim sem þegar eru byrjaðir. Nemend ur í öðrum deildum verða að sætta sig við að hluti af kennslu áætluninni fellur niður og. þjón . ustan aí skólans hálfu breytist ífrá því sem áður var. Fyrsta sýning Jes Þorsteinssonar JES EINAR Þorsteinsson opnaði málverkasýningu í Ás mundarsal í gærkvöldi. Hún er opin kl. 14.00—22.00 dag til 15. sept. Á sýning- unni eru 27 olíumálverk, 10 vatnsl'itamyndir og fjöldi blek og blýantsteikninga. — Verkin eru öll gerð á árunum 1958—63. Þetta er fyrsta sýn ing Iistamannsins. Jes er fæddur og uppal inn í Vestmannaeyjum til 7 ára aldurs. Þá flutti hann með foreldrum sínum til Reykjavíkur og lauk þar stúdentsprófi árið 1954. Síð an hefur hann dvalið í Frakklandi og stundað þar nám í málaralist og húsagerð arlist. AUan tímann, sem Jes átti lieima I Reykjavík tók hann SVANAVATNIÐ STJÖRNUBÍÓ sýnir um þess ar mundir á sjö sýningum rúss nesku verðlaunamyndina „Svanavatnið". Þetta er balletmynd í litum og hlaut hún verðlaun á alþjóð legri kvikmyndahátíð í Kara- chi. Tónlistin í myndinni er eftir Tschaikovski. Leikflokkur og hljómsveit Bolsojleikhúss- ins í Moskvu aðstoða. Aðalhlutverkin í myndinni leika Maja Plisetskaja og Nlkolaj Fadejetsjev. þátt í námskeiðum í Hand- íða- og myndlistaskólanum í teikningu og málaralist. Á námsárunum erlendis hefur hann farið í skólaleyfunum í námsferðir til Madrid, Fen eyja, Florenz og Rómar. Eins og gefur að skilja þá liefur Jes haft góð tækifæri til aö fylgjast með þróun málaralistar í París. Mál- verk hans gefa það vel til kynna. Þroskaferill sjálfs listamannsins síðustu fimm árin eru frá naturalistískum myndum til tachisma, sem á góðri ísl. má kalla slettu stefnuna. Þó sézt gömlu stefnunni stundum bregða fyrir í nýju myndunum. Flest listaverkin á sýning- unni eru frá þessu ári og gerð erlendis. 10 þeirra gerði hann erlendis í vor og síðan hann kom heim hefur hann málað 4 olíumálverk. Á myndinni sjáum við Jes Einar fyrir framan olíumál- verk, sem hann gerði hér heima í sumár, og nefnir „Iðan”. Mayja Plisetskaja SÍÐASTLIÐINN föstudag birti Alþýðublaðið grein eftir Pétur Pétursson forstjóra, þar sem fjallað var um opinbera } innkaupastarfsemi. — Ræddi hanu mál, sem í fyrstu kann að virðast fjarskylt öllum al- menningi, en snertir þó hvern skattgreiöanda. Sérstök inn- kaupastarfsemi ríkis og bæjar er viðleitni til að fara vel með almannafé og fá sem mest fyrír þaö. Hugmyndin um opinberar innkaupastofnanir er gamalt baráttumáí Alþýðuflokksins, eitt þeirra atriða úr raunhæfri jaínaðarstefnu, sem hefur ver- ið framkvæmt þegjandi og hljóðalaust og hefur unnið stuðning allra aðila. Ráöamenn Reykjavíkurbæjar hafa skilið þetta mal og komið upp slíkri starfsemi, og ríkið setti á fót • Innkaupaslofnun sina fyrir allmörgum árum. Tók Finnur ; hcitinn Jónsson að sér að býggja hana upp. Athyglisvert er, að verzlun- armenn, bæði þeir, sem stjórna 4 8. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.