Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 15

Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 15
væri alltaf hreinskilinn við mig. Hann hafði verið svo þægur, þeg ar hann var lítill . . . var það mín sök. að hann var að verða að þrjózkum, illa vöndum strák? Ég veit ekki, hvar við eigum að taka tíu pund, elsku Harry minn, sagði ég hægt. Flora þarf að fá nýja skó og þykka kápu og þú þarft að fá skyrtu og sokka, er það ekki? Tíu pund er mikið fé. Bara, þegar mig vantar þau, sagði Harry heiftarlega og gekk yfir að arninum, Ég er sá eini, sem aldrei fæ neitt 1 þessari fjöl skyldu. Ef ég fer ekki í þessa ferð vita allir, hvemig á því stendur, — og ég sem er efstur í teikningu. Herra Grieg bjóst við mér . . . Hann þagnaði skyndilega og ég sá mér til skelfingar, að drengur inn var kominn með tárin í aug- un. Doris hélt áfram að lesa bók ina, sem hún var alltaf að laum ast með undir borðum þvert of- an í boð mín og Flora ýtti frá sér disknum, stóð upp og fór út. Flora þoldi ekki rifrildi og kaus auðveldustu leiðina til að koma sér hjá erfiðleikum, — það var að yfirgefa staðinn. Satt að segja flaug mér í hug, að það væri freistandi að feta í fótspor hennar. Það var skringi legt, en aldrei fyrr hafði mér fundizt fjölskyldan erfiðari en einmitt nú. Hvernig í ósköpun- um, hugsaði ég með mér, á ég að geta séð fyrir þeim öllum, þeg ar þau gera svo háar kröfur? Harry gæti farið að vinna eftir eitt eða tvö ár, en ef þessi lista áhugi lians var á einhvern liátt alvarlegur, hafði ég þá rétt til að neyða hann til vinnu sem hann hafði andstyggð á allt sitt líf? Ég hafði þegar rætt málið við herra Grieg og ég vissi, að hann áleit efnivið í stráknum. — Harry er dálítið ragur, sagði liann við mig, síðast, þegar ég kom á skólasýningu, en ég held að það sé fremur vegna þess að hann skorti hvatningu en hæfi leika. Þér vitið það frk. Martin, að foreldrum hættir til að sýna lítið umburðarlyndi, þegar börn in sýna fyrst áhuga á listum. Hann hefur áreiðanlega hæfi- leika, — en hann skortir að- hlyhningu og ' hvatningu. Hann er líka of tilfinningaríkur fyrir minn smekk, — of gjarn á að móðgast, ef fundið er að við hann eða ef verk hans eru gagn- rýnd á einhvem hátt. Ef liann leggur út á þessa braut, — en þáð þýðir áralangt nám — þá er ég viss um, að hann verður fær um að endurgjalda allan kostnaðinn. Én, hvað gat ég gert? Hve oft hafði ég ekki farið í gegnum alla okkar búreikninga og leitað að einhverri smugu? Eftirlaunin sem mamma fékk voru ekki mikil og þótt Gran hefði dálítinn styrk nægði það ekki fyrir þörfum f jöl skyldunnar. Við áttum húsið, — það var reyndar bót í máli, — en allt um það, — það var erfitt að halda þessu gangandi og laun mín var naumast unnt að minn ast á. Þau sögðu lítið. Auk þessa var ég alltaf að reyna að leggja eitthvað fyrir til giftingarinnar, — eri samt sem áður virtist þenn an dag lengra í giftingu okkar Peters en nokkru sinni fyrr. Ég fór að taka saman diskana og sagði Doris að sækja sér svuntu og rétta mér hjálparhönd. Hún brosti til mín á þann hátt, sem engin er fær um nema hún og strauk höfðinu blíðlega við handlegg minn. — — Ég vildi, að ég mætti vera að því, Shirley, sagði hún áköf, en ég lofaði upp á æru og tru, að ég skyldi mæta snemma í skól anum í þessari viku, af því að ég er umsjónarkona og ég á að sjá um að taflan sé hrein, tekið til á kennaraborðinu og nóg blek í blekbyttunum og . . . Flora var komin út í garð til að ná í blóm handa kennslukon- unni sinni og Harry var rokinn burt í fússi. Ég greip uppþvotta stykki og flýtti mér eins og ég gat við uppþvottinn..Öðru hvoru gaut ég hornáuga til klukkunn- ar, því að ég mátti ekki verða of sein. Þegar ég var búin að ljúka af uppþvottinum og gæta að eld inum, búa um Grannie og svo framvegis leit ég inn til mömmu Hún lá á bakinu og starði upp í loftið. Það var ekki búið að draga frá glugganum og það fór illa í rúminu eins og hún hefði ekki átt svefnsama nótt. í fyrsta sinn eftir lát föður mfns fann ég til óþolinmæði gagnvart þessari von lausu sorg, þessari viðurkenn- ingu á glötuninni. Ef hún hefði aðeins reynt að herða sig upp og taka á sig ok lífsins að nýju. — Ég minntist óljóst þeirra orða, sem nýi læknirinn hafði notað daginn áður. Hvað sagði hann? Þér verðið *að kenna þeim að taka aftur á sig ok lifsins . . . nei rneir en það . . . að njóta þess . . En hvernig var unnt að hafa nokkur áhrif á hjarta, sem sýnd- ist jafn dáið og sá, sem það syrgði? Ég dró frá glugganum og hún sneri sér að mér, brosti dálítið og að nýju. Ég er með höfuðverk, sagði hún lágt, — ég held, að ég verið hérna svolítið lengur. Ég skildi eftir pott á vélinni, sagði ég. Þú lítur kannski eftir því, sem í honum er. Það ætti að nægja handa þér og Grannie. Ég kem eins snemma og ég get í kvöld. Er þá allt í lagi? Auðvitað, Shirley. Mér finnst, að þú ættir ekki að vinna svona baki brotnu, elskan. Hún sneri sér aftur að mér og kvíði lýsti sér í svip hennar. Janice var að segja mér, að ýfirhjúkrunarkon- an væri vinnuhörð og mér finnst þú hafa meira en nóg að gera hérna heima, svo að þú ættir ekki að þurfa að slíta þér út þarna á sjúkrahúsinu. Það er ekki éins og þú fáir svo miklð kaup . . . Það er meira en við mundum hafa, ef ég hætti -að vinna, mamma, sagði ég óþolinmóð og sá,, að andlit hennar lokaðist eins og blóm í frosti. Ég kyssti hana að skilnaði og þótt ég hefði andstyggð á sjálfri mér á þeirri stundu, er ég lokaði dyrunum var einhvern veginn léttara yfir mér, þegar ég lagði af stað upp hæðina. Janice var að koma út úr hliðinu, þegar ég kom þangað og ég kallaði til hennar, svo að við gætum orðið samferða. Mér þykir leitt, að ég gat ekki komlð í gærkvöldi, sagði hún eft ir drykklanga stund. Ég var með svolítinri höfuðverk, svo að ég fór snemma að hátta. Ég vona, að þér hafi verið sama. Já, ég hafði nóg að gera, sagði ég. Peter kom ekki heldur, svo að ég gat lokið ýmsu af. Þú gerir alltof mikið fyrir þau öll sömul, sagði hún og léit á mig. Ég sá, að roði breiddist yfir laglegt andlit hennar. Ég veit ekki, hvernig stendur á þessu, Shirley. Ég sagði við Peter um daginn . . . — Peter er sjálfur búinn að segja nóg í þessu máli, sagði ég ískalt. Mér finnst þið öll vera með nefið niðri f því, sem ég geri bæði lieima og í sjúkrahús inu, — en enginn virðist samt sjá neina leið til úrbóta. Ég vissi, að ég hafði sært hana, — auðvitað. Eftir nokkra þögn hélt ég áfram. — Fyrirgefðu, — ég vaknaði í vondu skapi í morgun, _____ ég veit ekki hvers vegna. En satt að segja kemur það dálitið illa við mig, þegar fólk er að fárast yfir því, að ég geri það, sem ekki er unnt að komast hjá að gera. Hvað mundir þú segja Jan . . ., að ég ætti að yfirgefa fjöldskyld una einn góðan veðurdag og láta þau sjá um sig sjálf. — Ef þú elskaðir Peter byirj aði hún, — en þagnaði og snar stanzaði. Ég stanzaði einnig og sneri mér öskureið að herini. — Sjáðu nú til, sagði ég hægt. Þú ert meðal minna elztu og beztu vina, Janice, það veiztu sjálf. Ég minnist þess ekki, að ég hafi nokkurn tíma blandað mér í einkamál þín, — og ég væri fegin, ef þú sýndir mér þá nærgætni að leyfa mér að lifa mínu lífi eins og mér hentar. Ég elska Peter, og hann elskar mig, og hvorugt okkar efast um þá staðreynd. Peter skilur ástand ið til fullnustu — það væri líka annað hvort — eftir öll þessi ár. Ég lofaði pabba að sjá um mömmu og börnin, og ég geri það eftir beztu getu. Ef Peter elskaði mig eklci, heldurðu þá, að hann hefði sýnt þá þolinmæði að bíða mfn svona lengi? — En lætur hann sér vel líka að bíða von úr viti? — Já, sagði ég stuttaralega. Þú veizt það eins vel og ég, Jan. Peter hefur verið ástfanginn af mér, síðan hann var sjö ára, — það ættir þú að vita, þú varst alltaf með okkur? Við skulum nú láta þetta útrætt. Hvemig líður frú Chrips? — Þú þarft ekki að skipta um umtalsefni, sagði hún mildi lega, en með óvenjulegan þrá- keldknissvip á laglegu andlitinu. Ég veit, að mér kemur þetta ekki við, — eins og þú varst einmitt að segia, — en ég hirði ekki um það. Ég hef fylgzt með þér lengi, og mér þykir vænt um þig, Shirlev. — hún roðn- aði svolítið — Ég held að eng- inn í þessum heimi hafi verið mér eins mikiis virði og þú — þú og fjölskylda þín. En upp á síð- kastið hef ég verið að velta því fyrir mér, Shirley, að þetta er ekki eins og það á að vera. Það er hvorki ákjósanlegt né eðli- Terylene glyggatfaldaefni / Breidd 110 — 150 — 210 r Spun-Rayon efni í buxur og pils Ódýr sæng-urvenaléreft Sængurveradamask. Borðdúkadamask. Servíettudamask. Léreft, vaðmálsvend Sloppanælon hvítt-blátt Handklæði T gott úrval Blúndur og alls konar smávara Póstsendum. Verzlunin Anna Gunnlaugsson, Laugavegi 37. legt, hvernig fjölskyldan treyst ir á þig. Mér þykir vænt um mömmu þína. Það kom svolítið gráthljóð í röddina, — þegar öllu er á botninn hvolft er hún sú eina raunverulega móðir, sem ég hef haft af að segja um æv- ina, — en hreinskilnislega sagt, Shirley, — er hegðan hennar ekki eigingirnileg? Hún er ekki raunverulega veik. — Allir í þorpinu eru mér sammála, sagði ég kuldalega. Hún er ekki með kransæðastíflu eða krabbamein eða eitthvað --- v>úíkrunarkonurn- tuf gætuð gkllgrelnt og skrifað niður a skýrslur. En hún þjáist af sjúkdómi, sem læknisfræðin þín veit enn tiltölulega lítið um — hjártasorg. — Ef allir þjást af hjarta sorg, hættu að lifa, yrði skrítið að vera í veröldinni, sagði Jan- ice. Ég ásaka þig, Shirley, að nokkru um veikindi mömmu þlnri ar. Ef þú værir ofurlítið hlédræg ■ari, létir allt róa, þá jmði -ein- hver að taka til hendinni, gkjl- t,- urðu það ekki? £ Þótt kona missi manninn sinn, hefur hún engan rétt til að fórna r fjölskyldu sinni á altari sorgar- i innar. . . . Ég þoli þetta ekki. Ég hafði heyrt þetta allt áður, næstum i sömu orðin af vörum Pener. Qg j GRANNARNIR — Getið þið ekki látið einhver annan mann bera út póst- inn heim til mín. Hundlnum mínum líkar nefnilega alls ekki við þann sem gerir það núna. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 8. sept. 1963 1$ I

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.