Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 08.09.1963, Blaðsíða 8
f REYKJAVÍK eru mörg söfn og merkileg. k sumrin eru þau fjölsótt af erlendum ferðamönnum, enda eru þau þá flest opin á hverjum degi. íslendingarnir gera sér ekki eins tíðförult í söfnin og ætla mætti. Einu skiptin, sem margir koma þar, er þegar þeir þurfa að sýna erlead- um gestum borgina. Þetta er vissulega miður, því söfnin hér i borg- inni geyma marga og eðla gripi, og eru hin girnilegustu til fróðleiks. Alþýðublaðið hefur snúið sér til forustumanna ýmissa safna hér í borginni og beðið þá að segja nokkur orð um þann grip eða gripi, sem þeir teldu merkasta í söfnum sínum. Flestir tóku málaleitan okkar mjög . vel, en enginn vildi taka á sig þá ábyrgð að segja skýrt og skorinort hver væri merkasti gripurinn í fórum þeirra, en hvað um það hér er árangur- inn af fyrirspurnum okkar. Að sjálfsögðu er hér um persónulegt mat að ræða, en það gerir dómana ekki ómerkari. Þjéðsk jafasafn ið Hér fer á eftir svar Stefáns Pjeturssonar, þjóðskjalavarðar: — Það er ekki eins auðvelt og margur kynni máske að ætla, að svara þeirri spurningu, hvaða skjal eða embættisbók ■ beri að skoða sem mestan dýrgrip Þjóð- skjalasafns. Þar eru margir dýr- gripir geymdir, og það er ákaf- lega erfitt að gera upp á milli þeirra. Hver getur t. d. kveðið upp dóm um það, hvort sé meiri dvrgripur, Reykholtsmáldagi, skráður á eitt skinnblað á 12. og 13. öld, eða frumritin af .Tarðabók Árna Magnússonar og Páls Vída- líns frá byrjun 18. aldar, sem að vísu eru skráð á pappír, en ekki á skinn. en fylla ellefu þykk foliobindi? Eða hver getur sagt, hver meiri dýrgripir séu, gömlu skinnbréfin frá 14. og 15. öld, flest um jarðabrask og landa- merki, eða embættisbréf Skúla Magnússonar og Magnúsar Stenhensens frá síðari hluta 18. og fyrstu áratugum 19. aldar? Öll eru þessi skjöl, hvort heldur þau eru skráð á skihn eða pappír, hinar mestu gersemar Þjóðskjala- safns, en þó svo ólík að efni, gerð og innihaldi, enda frá svo ólíkum öldum, að mjög erfitt er, ef ekki öldungis ómögulegt, að bera þau saman. Væri ég hins vegar spurður, hvert væri frægasta skjal Þjóð- skialasafns, myndi ég hiklaust svara: Reykholtsmáldagi. Hann hefur aldurinn til þess. enda ekki aðeins elztur allra skjaia Þjóð okinlasafns og eldri en nokkurt hinna frægu söguhandrita okkar í Árnasafni og Konungsbókhlöðu i - Kaupmannahöfn, heldur og eitt allra elzta handrit, sem til er á norræna tungu. Þetta eldgamla. gulnaða og slitna kálfskinnsblað, sem fyrir öldum var farið að láta sterklega á siá. enda þá þegar orðið ill- 'æsiiegt. sums staðar, hefur ekki annað inni að haida en stuttá eienaskrá Reykholtskirkiu á síð- ari hiuta 12. og fyrri hluta 13. aldar. Á skránni má aðgreina sjö allólíkar rithandir, og sýna þær, að máldaginn hefur ekki verið skráður allur á einum og sama t<ma. Jón Sigurðsson, sem gaf Revkholtsmáldaga út með ítar- iegum skýringum í fyrsta bindi ísienzks fornbréfasafns árið 1857, ta'di þriá aðalkafia hans hafa verið skráða á árunum 1185, 1206 og 1224; og síðari rann- sóknir á máldaganum hafa ekki hnekkt þeirri niðurstöðu. Má bví segia, að meginið af Reykholts- máldaga hafi verið skráð á dög- um Snorra Sturlusonar og að minnsta kosti tveir kaflar hans eftir að Snorri settist að í Reyk- holti, enda er hans getið í beim báðum. Segir svo í kaflanum frá 1206. sem bersýnilega hefur verið skráður. þegar Snorri var að taka við staðnum: „Þesse kirkio fe es eru i bok- om oc imesso fotom oe i kirkio skruþe virðo til sextogo hvnd- raba vaþmala ihendr Snorra þeir Gizor og Þorþr oc ketill her- mundar son oc hogne prestr.“ — meþ helgom domom gefa þeir Magnus og Snorre at helfninge huarr þeirra.” í heimildum þjóðarsögunnar er Reykholtsmáldaga hvergi getið, svo að kunnugt hafi orðið, fyrr en árið 1562. Það ár kemur hann fram sem málsskjal í tylft- ardómi á alþingi. en er þar úr- skurðaður „olesanlegur", svo að ekki verði eftir dæmt. Brynjólf- ur biskup Sveinsson, sem rakst á máldagann í Reykholti við vísitasíu órið 1647, gat þó lesið allan elzta hluta hans. En ekki virðist neinum hafa tekizt að lesa hann allan, fvrr en Árni Magn- ússon kom í .iarðabókarerindum sínum og handritasöfnunar til ís- lands í byriun 18. aldar og fékk máldagann lánaðan suður í Skál- holt, þar sem Árni hafði þá vet- ursetu árum saman. Voru þá gerð af máldaganum tvö stafrétt afrit, árin 1703 og 1711, og staðfesti Árni siáifur hið síðara með þeim orðum. að bað væri ,,riett ritad enter ærid gamalli skrift á fornu kálfskinnsbiaðe kirkiunnar j Stefán Pjetursson, þjóðskjalavörður með Reykholtsmáldaga. En í kaflanum frá 1224 segir: „Skrin þat es stendr a altara Dr. W!nnur Sigmundsson með : ■■■■■u■■■B■■■■■»r-““1 ■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■•■■■■■■■■■ipaBBi«Bd■■■■•■■■■••■■■■■■■■■■■•■■■■■■< >(■>■■■■■» ■■■■■■■■■■■■■■■«■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■■ ■ >•■■>■............................ •■■■■■•I•■■■■■■■■■■■»■■■•»•■•■■■•■■■■?■■■•■■B! ■■■■•■■■■■■■■ sSI ■ ■•' I. n ■■■■■1 !■■■■■■■■■ ■■■■ ■■■■■!_. !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■! !■■■■■■■■■■■■■■■■■■■' ■■■■■■■■•■■■■■■■•■r ií■■■•»•■••■■■•■BVal ■ ■■■ í‘:H IB■■■■■■■■■■■■■■■»■■■•■■•■■■■■■ ■■■■■•■•■«■*■■■■■•■■■■■•■ !■■■■■■■■■■■■■■ ■•■■»■»■■•«■■•■■ [■■>■■■■»•■■■■■•••■•■■■•• >■«■■■■■■«■■■■ »»«0 »■■»•>■■ •■■•■• ■■■■■•■■■>•%■■>»•»■■■» »5SBS5!*MS55W?5"^,m”»55”r ---------------------——œ i»a»nu>Nuai 8 8. sept. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.