Alþýðublaðið - 28.09.1963, Side 3
DONESAR BUAST Albanir hðllmælð
R STYRJÖLD Moskvusamningnutri
Djakarta, 27. september.
(NTB-Reuter).
Indónesíustjórn hefur sent
svéitir sérþjálfaðra hermanna til
indónesísku Borneó. Hermennirnir
eiga að gera við flugvelli og byggja
fleiri flugvelli nálægt landamær-
um Saravak, sem nú er hluti af
Malaysíu-sambandinu.
Frá þessu var skýrt í Djakarta í
dag. Indónesíska fréttastofan Ant-
ara sagði, að þegar flugvellirnir
væru komnir í gott lag, væri hægt
að taka á móti meiri umferð her-
flugvéla og annarra flugvéla.
Indónesíski hershöfðinginn
Mustid, sagði, að indónesískir her-
menn hefðu aldrei farið yfir landa
mæri Indónesíu á Borneó og engir
árekstrar hefðu átt sér stað.
Hershöfðinginn sagði, að her-
sveitir Indónesa, sem starfa á veg-
um SÞ í Kongó, yrðu kvaddar heim
þegar starfi þeirra í þágu SÞ lyki
hinn 1. nóvember.
Forsætisráðherra Japans, Haya-
to Ikeda, mun vera fús til þess
að miðla málum í deilu Malaysíu
og Indónesíu. Hann hefur rætt við
Sukarno forseta, að því er tilkynnt
var.
Seinna átti hann viðræður við
sehdiherra Bretlands og Banda-
ríkjanna. Sagt er, að samræður er
við Sukarno hafi snúizt um efna-
hagsmál en ekki Malaysíu. Við
leikana á fundi æðstu manna í
Malaysíu, Filippseyja og Indónesíu
í því skyni að draga úr spennunni
í sambúð ríkjanna, að því er á-
reiðanlegar heimildir herma.
Tunku Abdul Rahman, forsætis-
ráðherra Malaysíu, sagði á blaða-
mannafundi í Singapore í dag, að
hann væri fús til að taka þátt í
sendiherrana ræddi hann um mögu
wmmmmmwmmmwmmwd
8íræ//ð rán
í bankabil
London, 27. sept.
NTB-AFP.
Átta bófar gerðu í dag
bíræfið rán í bankabifreið á
veginum nálægt Swanley í
Kent og komust undan með
gullstengur að verðmæti um
90 þúsund pund ((tæpar 11
millj. ísl. kr.).
Ránið var greinilega mjög
vel skipulagt og tók aðeins
nokkrar sekúndur. Bófarnir
lokuðu veginum með vöru-
bifreið og Landroverbifreið.
Þeir yfirbuguðu bílstjórann
og samstarfsmennina í banka
bílnum og hurfu af staðnum
í vörubifreið, sem hafði ver-
ið lagt skammt frá.
Einn mannanna í banka-
bílnum var sleginn niður og
hefur verið fluttur á sjúkra-
Iiús. Hinum tókst að skrifa
upp númerið á vörubílnum,
sem ræningjarnir hurfu í.
Hafin er umfangsmikil leit
i Swanley-héraði. Allir vegir
í nágrenninu hafa verið lok-
aðir síðan stuttu eftir að rán-
ið var gert.
slíkum fundi, ef hann gæti treyst
því, að Indónesar og Filippseying-
ar væru fúsir til að virða alla fyrri
samninga um Malaysíu-samband-
ið.
— En til hvers er að ræða um
frið, þegar Indónesar búa sig undir
styrjöld, það er tilgangslaust að
koma á fundi æðstu manna á sama
tíma og Indónesar senda her til
landamæra Saravak, sagði hann.
Hann sagði enn fremur, að að-
gerðir Indónesa gegn Malaysíu, m.
a. rof á öllum viðskiptasambönd-
um, skaðaði Malaysíu, en Indónes-
i íu ennþá meira.
! Efnahagsþvinganir nægja ekki
til þess að knésetja Malaysíu eða
fá okkur til þess að biðja Indó-
nesíu griða, sagði hann.
New York, 27. september.
(NTB-Reuter).
Utanríkisráðherra Albaníu, Be- j
har Shtylla, líkti í dag samningn-1
um um takraarkað tilraunabann
við Múnchen-samninginn 1938.
Hann lýsti því yfir, að samning-
urinn væri gryfja, sem gæti haft
alvarlegar afleiðingar fyrir mann-
kynið.
í ræðu sem utanríkisráðherrann
hélt á Allsherjarþingi SÞ i New
York gerði hann harða hríð að
Bandaríkjamönnum og Rússum.
I Ræða hans vakti nokkra athygli
jvegna stuðnings Albaníu við kín-
i verska alþýðulýðveldið. Formenn
! sendinefnda austrænu ríkjanna
voru ekki viðstaddir þegar Shtyl-
la gekk upp í ræðustólinn.
I Tilraunabannssamningurinn
getur aðeins styrkt hættulegar
tálvonir og veikt baráttu hinna
ýmsu ríkja gegn heimsveldis-
stefnunni, sagði hann.
Tilraunasamningurinn gerir
hin friðelskandi ríki háð náð eða
ónáð heimsveldissinna. Annað
hvort verður að banna öll kjarn-
orkuvopn eða að öðrum kosti má
ekki fela forsjá friðarins nokkr-
um heimsveldum og allra sízt
Bandaríkjunum, sagði hann.
— Tilraunabannssamningurinn
hefur leyst úr læðingi allsherjar
rógsherferð, sem beint er gegn
kínverska alþýðulýðveldinu. En
þetta mun ekki hafa áhrif á frið-
arstefnu Peking-stjórnarinnar,
sagði hann.
Formaður bandarísku SÞ-sendi-
nefndarinnar, Adlai Stevenson,
sagði, að með því að hlusta á
Framh. á 14. síðu
Hvernig Valacbi var
kysstur „dauðakossi'
Eftirmenn Bosch
ff
ekki verkfæri“
SANTO DOMINGO, 27. sept.
(NTB-Reuter).
Formaður hinnar nýju stjórnar
þriggja manna I Dóminikanska-
lýðveldinu, de los Santos, sagði í
dag, að hin nýja stjórn væri ekki
verkfæri herafla landsins. Hann
kvað stjórnina afleiðing að vilja
þjóðarinnar vegna óstjórnar fyrri
rikisstjórnar.
Nýja stjórnin var mynduð i gær
eftir byltinguna á miðvikudag, er
varð til þess, að Juan Bosch for-
seti neyddist til þess að segja af
De los Santos lýsti því jafn-
framt yfir, að nýja stjórnin mundi
hraða uppbyggingu efnahagslifs
landsins og hún mundi standa við
allar alþjóðlegar skuldbindingar.
Stjórnmálaflokkamir sex, sem
hafa skipað þrímenningana til
þess að stjórna landinu til bráða-
birgða, hafa enn ekki náð sam-
komulagi um stjórn á breiðari
grundvelli. Þeir héldu langan
fund um málið í kvöld.
Nýja stjórnin hefur ekki tekið
ákvörðun um örlög Juan Bo6chs.
Hann er hafður í haldi í forseta-
höllinni í Santo Domingo ásamt
varaforsetanum og ráðherrum
fyrrverandi stjómar.
Útgöngubann, sem strax var
fyrirskipað, er enn í gildi og enn
er neyðarástand í Dóminikanska
lýðveldinu.
í Washington var skýrt frá þvi
að nýja stjórnin hefði ekki beðið
um opinbera viðurkenningu. —
Bandaríkin hafa slitið stjórnmála-
sambandi við lýðveldið til bráða-
birgða.
Gaf sig fram
Framh. af 16. síðu
Þess má geta að Sigurbjörn hef
ur að undanförnu verið all um-
svifamikill í veii'ngahúsamálum
höfuðstaðarins. Han ntók fy'rlr
skömmu við rekstri Glaumbæjar
og mun liafa keypt allt innbú
I staðarins af Ragnari Þórðarsyni.
| Þá keypti hann fyrjr 'skömmu
fuglabúið Álfsnes. Hann rak áð-
1 ur Vetrargarðinn.
Washington, 27. september.
(NTB-Reuter).
Joseph Valachi, morðinginn, sem
um eins árs skeið hefur veitt
bandarískum yfirvöldum nákvæm-
ar upplýslngar um hina ógnvekj-
andi glæpastarfsemi Mafia-glæpa-
félagsins, sagði í dag öldungadeild
arnefnd hvernig „yfirmaður yfir-
mannsins” í undirheimunum hefði
gefði gefið honum „dauðakoss-
inn” í fangelsinu. •
Valachi, sextugur Bandaríkja-
maður af ítölskum ættum, var und-
ir vernd lögreglu, þegar hann gaf
rannsóknarnefnd þeirri, sem rann-
sakar skipulag glæpa í Bandaríkj-
unum, skýringar sínar.
Valachi lýsti m. a. Vito Geno-
vese, þekktum manni úr undir-
heimunum, sem er fremstur í
flokki Cosa Nostra-glæpafélagsins,
en það er ein grein Mafíunnar.
Hann lýsti vandlega, en á nokk-
uð torskilinn hátt, þar sem hann
notaði óspart slanguryrði, hvernig
hann var dæmdur til dauða, þegar
Genovese hafði frétt um nokkuð,
sem Valachi hafði gert, er hann
var að inna verk af höndum, sem
honum hafði verið falið.
Genovese situr nú í fangelsi, m.
a. ákærður fyrir eiturlyfjasölu. —
Valachi sat í fangelsi, þegar hann
drap einn meðfanga sinn og var
því næst dæmdur f ævilangt fang-
elsi. Áður hafði hann fengið 15 og
20 ára fangelsi, vegna þess, að
hann hafði verið viðriðinn eitur-
lyfjasólu.
Valachi sagði nefndinni, að
hann hefði orðið meðlimur Cosa
Nostra 1930. Nafn glæpafélagsins
þýðir „Hlutur okkar” eða „Fjöl-
skylda okkar”, sagði hann.
Samtökunum stjórnar hópur 10
til 12 manna, sem hver um sig
stjórnar ákveðinni „fjölskyldu”
eða deild. Þeir hafa sér við hlið
næstráðendur. síðan koma nokkrir
„lautinantar” og neðst í mann-
virðingarstiganum eru venjulegir
meðlimir eða „hermenn”. Valachi
var í hópi þeirra síðastnefndu.
Hinn lágt setti, rauðhærði
glæpamaður, sonur foreldra, sem
fluttust frá Napoli. Hann gekk um
hríð í skóla, en fékk menntun sína
eins og hann sjálfur segir í Sing
Sing.
Valachi, sem var klæddur grá-
um fötum og talaði ruddalega, —.
gerði öldungadeildarþingmennina
orðlausa og skemmti þeim og á-
; heyrendum með sérkennilegum
slanguryrðum og lýsingum á Cosa
Nostra.
Hann kvaðst vera sammála Jóhn
j McClellan öldungadeildarþing-
i manni um það, að hann hefði að-
I eins unnið eitt heiðarlegt starf um
! ævina.
EBE tekur þátt í
fiskiráðstefnunni
RÁÐHERRANEFND Efnahags-
bandalags Evrópu hefur þegið boð
WiMMMMMWMMMMMVMW
Metsala á Denn-
ingsskýrslunni
London, 27. sept.
(NTB-Reuter).
Til þessa hafa selzt 105
þús. eintök af skýrslu Denn-
ings lávarðar, að sögn bóka-
verzlunar stjórnarinnar í
dag. Eftirspurnin er enn mik-
il og ný upplög í prentun.
John Profumo, fyrrum
hermálaráðherra, og kona
hans hafa neitað að láta i
Ijós álit sitt á skýrslunni.
Astor lávarður, sem minnst
er á í skýrslunni, sagði í dag,
að engu væri við skýrsluna
að bæta. Hann kvaðst vilja
fara að ráðleggingu Denn-
ings lávarðar þess efnis, að
segja ekkert frekar um mál-
ið.
MMMMMMMMMMMMMMMV
Breta um að taka þátt f fiskimála«
ráðstefnu í London í desember. En
ekki rikir samkomulag meðal
ríkjanna sex í bandalaginu umt
dagskrá ráðstefnunnar. Frakkar
vilja m . a. ekki samningaviðræð-
ur um fiskiverzlun meðan ekkl
hefur náðst samkomulag um
stefnu EBE í fiskimálum.
Eftir viðræður ráðherranefndar-
innar var sagt, að EBE teldi að á
ráðstefnunni skyldi rætt á almenn-
um grundvelli um vandamálin án
þess að þátttökuþjóðirnar gæfu
bindandi loforð um verzlun með
fisk eða útfærzlu fiskveiðilög-
sögu. í
Að sögn varaformanns ráðherra-
nefndarinnar, Sicco Mansholt, mun
nefndin leggja fram fyrstu tillögu
sína um sameiginlega fiskimála-
stefnu á fyrsta fjórðungi næsta
árs.
Að sögn formælanda nokkurs er
ætlunin, að hin sameiginlega
stefna verði tilbúin fyrir árslok
1964, þannig, að þá verðl hægt
að efna til nýrra Lundúna-ráð-
stefnu. í
ALÞÝÐUBLAÐID — 28. sept. 1963 3
i