Alþýðublaðið - 23.11.1963, Qupperneq 2

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Qupperneq 2
Aitstjórar: Gylfi Gröndai iaö.> og Benediki Gröndai Fréttastjórl JLmi Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. Síniar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsétur: Alþýðuliusið -við Fverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðuöiaðsms. - Aakrmaígjaia br. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. - Útgefandi: Alþýðuflokkurinn t JOHN F. KENNEDY HIN ÓVÆNTA og hörmulega fregn um and- (át John F. Kennedys, Bandaríkjaforseta, vakti hryggð og reiði um allan heim, er hún barst síð- degis í gær. Hryggð, af því að ungur og glæsilegur leiðtogi stórveldis var skyndilega fallinn í valinn á bezta aldri, rétt þegar hann var að fá reynslu og þekk- ingu á mönnum og málefnum, sem ein getur þokað Jheimsmálum í rétta átt. Reiði, af því að morðingjum hafði tekizt hinn íyrirlitlegi verknaður, að fella mann, sem þjóðin jhafði valið sér til forustu. Ef til vill hefur hver kynslóð tilhneigingu til að telja sér trú um, að slíkt komi ekki fyrir á henn- * ar dögum. Þrír aðrir Bandaríkjaforsetar hafa ver- íið myrtir, en sá síðasti rétt um aldamót. Ekki er vitað, þegar þetta er skrifað, hvort pólitískt ofstæki eða geðbilun hafa ráðið gerðum þess ógæfufólks, sem var að verki í Dallas. Kosning Kennedys og stjórn hans markaði að ýmsu leyti tímamót. Hann var írjálslyndur um- bótamaður, sem vildi láta gott af sér leiða, bæði innanlands og utan. Hann hafði af hugrekki og víðsýni tekið afstöðu með þeim, sem áttu fyrir rétti sínum að berjast í hans eigin landi. Hann hafði skilið eðli árásarafla og mætt þeim með styrk, sem lciddi mannkynið. burt frá barmi styrjaldar að sinni. Það er mikið tjón fyrir allt mannkynið, að John F. Kennedy auðnaðist ekki að Ijúka að minnsta kosti þeim fimm árum enn, sem hugsanlegt var að hann hefði setið á forsetastól. Hann byrjaði að mörgu leyti svo vel og hafði svo mörg járn í eld- inum. Bandaríska þjóðin syrgir hínn unga forseta og sérstök samúð er sýnd konu hans, bömum og öðrum skyldmennum, sem höfðu tekið svo rílc- an þáít í baráttu hans. Samúðaiikveðjur hafa bor- izt víðs vegar úr heiminum, og munu íslendingar taka undir þær. Lyndon B. Johnson hefur tekið við forseta- starfi Bandaríkjanna. íslendingar hafa nýlega kynnzt honum, eins og hann er í kosningaham. Hann er þrautreyndur stjórnmálamaður, einn hinn mesti sem setið hefur á þingi vestra um langan ald- ur. Hann þekkir land sitt og þjóð og hefur haft víðtæk kynni af alþjóðamálum á síðustu árum. Ástæða er til að ætla, að hann muni í stórum dráítum fylgja sömu stefnu og Kennedy. Áskriftarsíminn er 14901 Austin Gipsy Garðar Nýjungar: ir SEMI ELLIPTIG fjaðarútbúnaður Aðeins 10 smurkoppar Gíslason fl/f ★ Allt að 5000 fcm. milli þess er þarf að smyrja Bifreiðaverzlun Sími 11506. Heil hurð að aftan if Ýmsar a-ðrar endurbætur. 1 IÆ f \ ii r m ð| 1 : LJLI ÍT Ll iJLíi NY EYJA ER AÐ MYNDAST við suöurströnd landsins. Menn fii'úga í liópum tit' þess að horfa á gosið úr sjónum, flykkjast aust- ur á fjali og glápa héðan úr bæn- um í austurátt. Enginn veit hvernig þetta endar og allir spá. Sumir eru hræddir við flóðöldu, en vísindamennirnir segja, að ekki sé hætta á því — og sem hetur fer segi ég, því að miklar sveitir eru í liættu. ÞAÐ VAR ALVEG ÓÞARFI fyrir mig að sletta mér fram í umræðurnar um þessar náttúru- hamfarir, en ég ger; það þó af alveg sérstöku tilefni. Menn ríf- ast um það, hvað eyjan eigj að heita, vilja endilega fara að skíra hana skemmriskírn, og þá líknst til vegna þess, að þeir vita ekki hversu langlíf hún verður. Reynsl- an hefur kennt okkur, að svona eyjar verði stundum ekki langlíf ar. Sú síðasta, sem skaut upp koll inum hvarf aftur í djúpið um ieið og danskir ætluðu sér að stinga niður flaggi sínu á henni. ÉG HEF HEYRT marg'ar tillög- um um nafn á eyna — og jafnvel Ríkisútvarpið er farið að gefa henni nöfn, en þó hikandi því ;;ð þulirnir nefna hana ýmsum nöfn- um. Slgurður Þórarinsson, sá.al- kunn,i galgenvogel, stakk upp á því, að hún yrði látin heita Séstey, með ypsilone meðan hún væri, en Séstei, ef hún hyrfi aftur í haf ið — og- þá ekki með þessum skrýtna staf á endanum. AÐRIR HAFA LAGT TIL, að hún yrðí skírð; Ólafsey, Óley, Varey — og ein tillaga barst mér; + HvaS á nýja eyjan að lieita. + Menn vilja skíra hana skemmriskírn. Bíðum og sjáum hvað setur. -jé Athugasemd út af umræðum um útvarpsmessurnar. 1 riiiiiiiiiiiiiiiiiiiiluiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii(|fliliiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiirniiiitvfiiiB Hafmey. Ég held að fólk sé of fljótt á sér með nafngiftina. Væri ekkd rétt að bíða um stund, cg fela síðan góðum mönnum að finna gott og fallegt nafn á þenn- an nýja viðauka við landið sjálft. Hún gæti heitið Nýey. Það væri réttnefni. Annars ætla ég mér ekki þá dul, að gefa eynni gott nafn. AÐ GEFNU TILEFNI um mess- urnar í útvarpinu, skal ég taka þetta fram: Ríkisútvarpið eða út- ivarpsráð, hefur ekki skipulagt ! messuflutning í útvarpinu á und- anförnum árum. Það hefur kirkj- an gert sjálf. Nú sér biskupsskrif- stofan um þetta. Undanfarið hefur mikið verið flutt af guðsþjónust- um í útvarpið, en á annarri bylgju lengd en venjulega er útvarpað. Þarna hafa verið á ferðinni fram- bjóðendur víð kosningar í mörg- um prestaköllum liér í Reykjavík. MEÐAN ÞETTA FÓR FRAM mun biskupsskrifstofan hafa vilj- að breyta til og þess vegna var tek inn upp „helgistund í útvarpssal“ en allsendis mun óráðið hve lengí þessi þáttur verði, eða hvenær messurnar hefjast að nýju með sama sniðj og áður var. Albýðublaðic vantar unglinga til að bera blaðið til kaup- enda í þessum hverfum: Lindargötu Laugarási Hverfisgötu Skjólunum n Afgreiðsla Alþýðublaðsins Sími 14-900 2 23. nóv. 1963' — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.