Alþýðublaðið - 23.11.1963, Side 5

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Side 5
Ræðan, sem aldrei var flutt WWMMMIWMMMWWWWWMiMWWWWiWWMilMIIWMiWMiMMWWMMWWWWmiW) DALLAS, Texas 23. nóv. ntb-rt. t ræðunni ætlaði ICennedy að Kennedy forseti féll fyrir hendi launmorðingja, áður en hann hafði komið á framfæri síðustu aðvör- un sinni tjl bandarísku þjóðarinn- ar, — að nú á tímum gæti frelsið glatast án þess að skoti sé hleypt af. í ræðunni, sem forsetinn átti að halda um hádegið í gær í Dallas, sagði, að nú á dögum væri allt eins hægt að glata frelsinu fyrir tilstilli atkvæðaseðla eins og byssukúlna. verja aðstoð Bandaríkjanna við önnur lönd, og var því haldið fram 1 í ræðunni, að sú aðstoð gegndi úr- slitahlutverki í baráttunni fyrir því, að það fólk, sem býr í skugga- kommúnismans geti varðveitt sjálf stæðd sitt. Ræðu sinni ætlaði forsetinn að ljúka með svohljóðandi tilvitnun í Biblíuna úr 127. sálmi: „Ef Drott- in verndar eigi borgina, vakir vörðurinn til ónýtis.“ STUTT EN GLÆSILEG ÆVI Framhaid af 3. síðu. anna sem forusturíkis í alþjóða málum og athafnir hans á því sviði voru bæði margbrotnar og báru vott um gerhygli. — Hann vann einlæglega að því að bæta sambúð austurs og vesturs, en það var járnhnefi í silkihanzkanum, cins og sást í Kúbumálinu. Hann vildi draga úr spennunni í Berlín, hann vildi, að Laos yrði hlutlaust og óháð ríki, og hann barðist fyr- ir raunhæfu banni gegn kjarn- IMMMMMMWMMMMMMMMM FORELDRARNIR FENGU FRÉTTINA ÚR ÚTVARPI Haynis Port, Mass. 22. nóv. NTB-AFP. Foreldrar Kenn- edys forseta heyrðu fréttina um andlát sonarins frá manni, sem vann í garði Jieirra. Maðurinn hafði Iieyrt fréttina í transitorút- varpstæki. Kennedy hafði ætlað að dveljast hjá foreldrum sínum á fimmtudag í næstu viku — Thanksgiving Day. Frú Rose Kennedy held- ur sennilega til Dallas, þar sem sonurinn var myrtur. Joseph Kennedy er sjúkur. HMMWMMM%MMMMMMMM orkuvopnatilraunum. Kennedy barðist fyrir því, að Bandarík- in sendu sveitir vel þjálfaðra manna til vanþróuðu rikjanna til að veita þeim stuðning við uppbyggipgu atvinnulífs og menningar og studdi nýfrjálsu ríkin í Asíu og Afríku af heil- um hug og lagði fram framfara- áætlun. sem miðar að auknum félacslegum og efnahagslegum framförum í Suður-Ameríku. T innanrík’smálum var ekki síður við erfiðleika að et.ia fvr- ir Kennedy, en eins og í utan- ríkismálunum einkenndist stefna hans í þeim af festu og öryggi. í forsetatíð sinni lagði liann fram fiöldamörg frum- vörp, sem miðuðu að umbótum í innanríkismálum. Hann hafði mik'nn áhuga á að Ieysa úr vandamálum verkalýðshreyfing arinnar og uppræta ýmis spill- ingaröfl innan hennar. Kenn- edy barðist fvrir lækkun skatta — {•'úiVabvggingum og sjúkra- hjálp fyrir gamalmenni. Og nú upn á síðkastið lét hann ekkcrt tækifæri ónotað til að koma á bæítri löggíöf um borgararétt- indi með hliðsjón af kynbátta- vandamálunum í Bandaríkjun- um. Kennedy skrifaði þrjár bæk- ur. Fyrir eina beirra, „Profil- es in Courage” hlaut hann Pu- litzer-verðlaunin 1956. Hinar 2 eru „M'hy England slept” og „Then Strategy of Peace.“ John F. Kennedy var kvænt- ur Jacoueline Bouvier, dóttur bankastjóra í New York. Börn þeirra eru tvö. Hinn nýi Bandaríkjaforseti LYNDON BAINES JOHNSON, 36. forseti Bandarikjanna, fæddist nálægt Johnson City í Texas árið 1907. Faðir hans var um 24 ára skeið þingmað- ur á fylkisþingi Texas. John- son kennarapróf árið 1930 og stundaði kennslustörf í tvö ár í Houston. Áhugi hans á stjórnmálum gerði þó fljót- lega vart við sig, og hann gerðist ritari Richard Kleberg, þingmanns i fulltrúadeildinni, jafnframt því sem hann stund- aði lagaám við Georgetown University í Washington D.C. Johnson var kjörinn þing- maður í fulltrúadeild Banda- rikjaþings í aukakosningum 1937, en beið hins vegar ósig- ur í kosningum til öldunga- deildarinnar 1941. Árið 1948 var hann kiörinn öldungadeild- arþingmaður með 87 atkvæða meirihluta. Er Japanir gerðu árás sína á Pearl Harbor 1941, varð Johnson yfirmaður í flot- anum og starfaði á Kyrrahafi, þar til Roosevelt forseti bann- aði þingmönnum að vera í hernum. Johnson er sagður hafa Iært mest af pólitískri færni sinni af hinum aldna og nýlátna deinókrataforingja, Sam Ray- burn frá Texas, en þeir voru ár"m saman alls ráðandi í flokki demókrata þar í ríki. Það var talið eðlilegt, að Johnson kæmi til greina sem frambióðandi demókrata viff forsetakosningarnar 1960, en hins vegar var talið mjög ólík-j legt, aff hann mundi láta sér næg.ia annað sæti. Þaff var því talið mikið afrek af hinum ný- látna forseta. John F. Kenn- edy, að geta fengið hinn vold- uga Texasbúa til aff taka að 'sér , að vera í framboði sem vara- í forseti. Lvndon B. Johnson cr ís- lendingum að góðu kunnur frá því aff liann kom hingað í heim sókn á sl. sumri ásamt konu sinni Ladv Bird og dóttur sinni Lynda Bird. Þau hjón eiga aðra dóttur, Lnev Baines, sem er 16 ára aff aldri. MMMM»%%MMWWMWWMWMMMMMWMMMW sem er 16 ara aff aldri. ; »%%%%%%%%MM%M%%M%%%%%%%%%%%%%%%%%%M%%%%%%WO ! J l ' > í ! í- ► :i S UMMÆLI ÍSLENZKRA STJÓRN MÁL ALEIÐTOG A Alþýðublaðið ræddi i gærkveldi við Emil Jónsson, félagsmálaráð- herra, en hann gegnir nú einnig störfum utanríkisráðlierra í fjar- veru Guðmundar í. Guðmundsson- ar. Um lát Kennedys sagði Emil'- „Ég tel þetta vera einn hryggi- legasta atburð, sem átt hefur sér stað á undanförnum árum, eða Washington, 22. nóv. NTB-AFP. Utanríkisráðherra Bandaríkj- anna, Dean Rusk, var á leið til Tokyo í flugvél, þegar honum barst fréttin um lát Kennedys. Hann hætti strax við ferðina og hraðaði sér til Bandaríkianna. Rusk var á leið frá Honolulu, þar sem hann sat heTmálaráffstefnu, en þar var meffal annars rætt um ástandið í Suður-Víetnam. í Tok- yo átti Rusk að ræða við háttsetta bandaríska stjórnmálamenn. Harmur um heim alBan Framh. af 3 .siðu Einar Gerhardsen forsætisráð- Iierra Noregs gaf eftirfarandi yfir- lýsingu í viðtali við fréttamann NTB-fréttastofimnar: „Þetta cru slæmar fréttir og mikið áfall fyrir þá sem skilja hve miklu við sjáum á bak við dauða Kennedys forseta. Við vorum ör- ugg um hann í þeirri háu stöðu sem hann gegndi. Við tókum tillit tól hans og trúðum á hann. Við trúðum á vilja hans til réttlætis og friðar og hæfileika hans til að jafna mótsetningarnar í heimin- um. Norska þjóðin vill á þessari stundu láta í ljósi sína innilegustu samúð með forsetafrúnni og börn- um hennar, sem og allri banda- rísku þjóðinni." , De Gaulle forseti FrakklandSi sagði að Kennedy hafi dáið eins og hermaður í eldlínunni, meðan hann var að skyldustörfum fyrir þjóð sína. Fyrir hönd írönsku þjóðar- innar, sem alltaf hefur staðið í vináttusambandi við Bandaríkja- menn heiðra ég fordæmi hans og minningu. Leiðtogi brezka Verkamanna- flokksins, Harold Wilson, sagði að Kennedy hafi verið góður vinur Stóra-Bretlands, mikill stjórnmála maður og baráttumaður fyrir friði og jafnrétti kynþáttanna í Banda- ríkjunum. Churchill, fyrrverandi forsætis- ráðherra Bretlands, sagði að Banda ríkjamenn hefðu misst mikinn leið toga og gáfaðan og styrkan mann. Tjónið fyrir Bandaríkin og allan heiminn verður ekki metið. Þeir Attlee og Eden fyrrum forsætis- ráðherrar létu orð falla á sömu lund. í fréttum frá Moskvu segir að hópur soveskra stúdenta hafi stað ið fyrtir samúðarhópgöngu utan við bandaríska sendiráðið þar í borg. „Hann var annar Lincoln, sagði einn stúdentinn skjálfandi röddu. Um 100 manns söfuðust saman fyrir utan sendiráðið, eum- ir höfðu heyrt fréttina um Moskvu útvarpið en aðrir höfðu hlustað á útsendingu Voice of America. Pravda, málgagn sovétstjórnar- innar, fór klukkustund seinna i pressuna en venjulega í kvöld, 'til að fá sem nákvæmastar fréttir af morðinu. áratugum. Kennedy var einn helzti forsvarsmaður lýðræðis og mann- réttinda í heiminum. Honum var vel ágengt í baráttp sinni fyrir jafnrétti manna af öllum kynstofn- um. Hann sýndi hug sinn í verki með því að hjálpa og styðja þær þjóðir, sem skemmra eru á veg komnar. Allra sorglegast finnst mér þó að hugsa til þess, að það skuli ef til Viill hafa verið þessi jafnréttis og frelsishugsjón hans, sem varð honum að aldurtila." Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, minntist Kennedys, Bandaríkjaforseta í síðari frétta- tíma Ríkisútvarpsins í gærkveldi og sagði: Mér varð vissulega orða vant, þegar ég heyrði hina hryllilegu og hörmulegu fregn um morð Kenne- dys Bandaríkjaforseta, glæsimenn is í blóma lífsins, æðsta manns mesta stórveldis lieims og leiðtoga allra frjálsra þjóða. Ég tek mér því í munn orð Matthíasar Joc- humssonar, sem mælti óviðbúinn þegar honum barst andlátsfrcgn merkismanns: Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni að eigi geti syrt eins snöggiega og nú, og aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að eig,i geti birt fyrir eilífa trú. Allir vita, að trú Kennedys hafði næstum því kostað hann forseta- dæmið. Til þess var hann samt kjörinn og hefur gegnt því með þeim ágætum, sem lengi munu í minni höfð. Morð hans sýry:r, að öllum líkaði ekki jafnvel við hann. En þó mun hann hljóta mesta frægð af því, sem sennilega hefur kostað hann lífið, baráttunni fyrir jafnrétti svartra manna og hvítra. í alþjóðamálum reyndist Kennedy trúr þeim orðum, sem hann mælti, er hann tók við embætti, að menn ættu aldrei að semja af hræðslu | en heldur ekki að vera liræddir viG að semja. Kennedy var í senn mikill baráttumaður og mikill. mannasættir. Þess vegna er hans nú saknað um alla heimsbyggðin&. á íslandi ekki síður en annars • staðar. íslendingar sameinast um að votta konu hans og fjölskyldu, hinum nýja forseta og allri Bandn- ríkja-bjóð,:nni innilega samuð. Eysteinn Jónsson, formaður Framsóknarflokksins, sagði, er blaðið ræddi Við hann í gærkveldí: „Þetta er sviplegra áfall, en hægf; er að lýsa með orðum. í mínun.i augum var Kennedy forseti rétt- ur niaður á réttum stað, og engm tilviljun að málefni heimsins virt- ust snúast til betri vegar nú um sinn. Við verðum að vona að svo giftusamlega takizt til að, unniP verði áfram í lians anda. Minnjg hans mun geymast og verða mörg- um leiðarljós." M%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%»»%« ÞRÍR FORSETAR ÁÐUR MYRTIR Washington, 22. nóv. NTB-K. Auk Kennedys hafa þrír Bandaríkjaforsetar látið lífið í tilræðum. Abraham Lincoln vwr skoé- inn hinn 14. apríl 1865 í Washington og lézt degi síff- ar. James A. Garfield var skotinn hinn 2. júlí 1881 í Washington og lézt 19. sept. saina ár, William McKinley var skotinn í Buffalo, New York ríki hinn 6. september 1901 og lézt hinn 14. september. IMHHHH%%t%W(WM%UMMtl ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 23. nóv. 1963 §

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.