Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 23.11.1963, Blaðsíða 6
liáiiö Eldhús fram- tíðarinnar Amerískt tímarit hefur gert sér til gamans að spá hvernig eldhús framtíðatinnar muni verða. Hér eru nokkur atrið; úr spádijminum'- ★ Séivtakur fataskápur, þar sem fötín eru hreinsuð með ultra- geisium yfir nóttina. ★ Þvottavél, sem rullar, þurrk- ar, strauar og brýtur saman þvottinn. ★ ísskápur, sem er hvort tveggja í senn: ísskápur og eldavél. Ein- ungis þarf að setja matinn í skápinn og út úr honum kemur hann tilbúinn á borðið. ★ Vél sem skúrar og bónar gólf- in. ★ Sjónvarp, þar sem húsfreyjan getur fengið sjálfan kjötkaup- manninn á skerminn og gert öll innkaup við hann íyrir heim ilið, þannig að hún þurfi ekki að fara svo mikið sem eitt fet út úr hú_inu. Marilyn Monroe og móðir hennar ENN er rætt og ritað' um Marilyn Monroe og myndirnar hér að oían rákumst við nýlega á í franska stórblaðinu Paris Match. Tii vinstri er Marilyn sjálf, en til hægri móðir hennar, sem enn er á lífi og sextíu ára að aldri. MMtMUMMMHMMUMMHMtMMMlMIUMHi tMWUWmiMMWUMW.MmVHMUHHW Íréflís og tiginn gestur S 23. nóv. 1963 — ALÞÝDUBLAÐIÐ MOHAMED ZAHIR SHAH, kóngur í Afganistan var nýlega í heimsókn í Hvita húsinu. Þegar hann hafði lokið henni og var búinn að kveðja og var að ganga niður tröppumar datt yfir skýfall. Þjónn kom hiaupandi og með regnhlíf og ætlaði að skýla honum á leiðinni til bifreiðar hans. En kóngurinn benti honum að fara og kvaðst ekki vilja sjá regnhlíf. Síðan gekk hann á- fram til bifreiðar sinnar og var orðinn renn- votur þegar hann kom þangað. Kennedy frétti af þessu og varð svo for- vitinn, að hann lét hringja upp í sendiráð Afganistan og spyrja hvað þetta háttalag hafi átt að þýða. Þar sögðu þeir að þetta væri af trúarlegum ástæðum, þegar konungur þeirra væri úti undir beru lofti, mætti ekkert vera á milli hans og himinsins. —O— KVIKMYNDALEIKKONAN Jean Beberg rf . , ætlar að fara að gifta sig aftur. Sá lukkulegi er pólsk-franski skáldsagnahöfundurinn, B Romain Gaiy. Hún er undir erfiðleika búin l|j« S Ég veit, segir hún, að þetta verður ekki ’’ -JI auðvelt hjónaband. Það er útilokað, að brúð sflpj^ kaupið geti farið fram í kyrrþey, en Romain ' í '/ «||ÍI er óskaplega hræddur við blaðaljósmyndara. fTTv:' jl : 1 Þess vegna hef ég lofað honum því, að bíða með giftinguna þar til hann hefur lokið við bókina, sem hann er nú að vinna að, þá þolir hann vonandi betur þá taugaáreynslu, sem henni verður samfara Þelta er líklega nútímafólk. Vonandi verður þetta farsælt hjóna- band __0___ HINN hrausti og baráttuglaði vinur okkar Eddie Constantine, hefur nú slegizt í för með hinum mörgu Frökkum, sem flytja búferlum til Sviss. Eddie hefur ekki enn þá hitt þann mann tjaldinu, sem hann hefur ekki getað sleg- i5 niður, en í raunveruleikanum hefur hann beðið lægra hluta. Sigurvegarinn er hin at- harnasama franska skattheimta. Það er hún, sem hefur neytt hann til að flýja land og setjast að þar sem Ijótir franskir skattheimtuseðlar eru einskis megnugir. —O— EINS og kunnugt er, hefur Marlon Brando lagt kvikmyndaleik á hilluna í bili. Nú hefur hann gefið upolýsingar um hvern ÍÍkffÍí'v™ - ig hann ætlar að verja tima sínum. Hann ætl ar sð skrifa heimspekilegt rit um sálna. «B|p Hann hefur mikla trú á sálnaflakki og ÍMSÍm hefur lýst því yfir tið vini sína, að hann ",L '%£ hafi það á tilfinningunni, að hann hafi verið hestur í fyrra lífi. Dag nokkurn kom vel klæddur, virðulega og glæsilega útlítandi maður inn á veitingastofu í Bost- on. Hann settist við borð og pant aði kaffi, egg og rúnstykki. Þeg- ar þjónninn var farinn og maður- inn búinn að bíta einn bita af rún- stykkinu hljóðaði hann upp yfir sig af skelfingu. Þjónninn kom aftur og spurði hvað hefði kom- ið fyrir. Gesturinn hélt á stórri tréflís í hendinni og sagði, að hún hefði verið í rúnstykkinu. Hann var eldrauður í framan og titraði af bræði og heimtaði skaða bætur á stundinni. Hann kvaðst hafa brotið .tönn í sér, þegar hann beit í flísina og sömuleiðis væri blóð í munni sér. Þeir fóru til veitingamannsins og sögðu honum söguna. Hvemig sem á því stóð, grunaði veitinga- manninn þennan gest um græsku ! og neitaði að greiða þær liimin- háu skaðabætur, sem hann kiafð st — Mér er sama þótt þetta mál kunni að skaða álit veitingahúss- ins. Ég mun skjóta því til stéttar íélags okkar. Stéttarfélag veitingamanna fékk málið í hendur lögfræðingi, sem rannsakaði það rækilega. Hann byrjaði á því að =o.vrja gestinn sjálfan um tönnina, sem brotnaði í átökunum miklu og vildi láta tannlækni gefa skýrslu um málið. Gesturinn fór undan í flæmingi, en sagði að lokum, að hann hefði verið hjá tann'ækni daginn áður og látið gera við tönnina. Hann tilgreindi ákveðinn tannlækni og lögfræðingurinn fór beinustu leið þangað. Þar kom í ljós, að þessi maður hafði að vísu verið þarna — en það var bara meir en ár síðan. Þar með var grunurinn stað- festur og á næsta íundi veitinga manna kom í ljós, að sex veitinga- hús höfðu borgað þessum sama manni himinháar skaðabætur og öll fyrii- hið sama: flís í rúnstykki Svik af því tagi, sem hér hefur verið lýst, kosta ameríska veit- ingamenn álitlega peningasummu ár hvert. í flestum tilfellum íinna menn eitthvað í matnum, sem ekki þykir geðslegt: tréflís, s'ein, glerbrot, snæris.potta o.s.frv. iif um mjög leiðinlegt atvik er að ræða þá bjóða 'ngahúsin gest- íurinn þes. a líka fyrirtaks tekjulind inum strax ska vr.' .:ítur, sem hann og fer að leika sama leikinn á öðr þiggur að sjálí i ;'u. um veitingahúsum og krefjast Á samri stunv1 uppgötvar gest 1 himinhórra skaðabóta. [hérog Hér eru mikil fagnaðartíðindi fyrir börn með viðkvæmar taugar. Hið stóra bókaforlag Cerlsen í Hamborg hefur gofið út mildari útgáfu af Rauðhettuævintýrinu. Vondi úlfurinn gleypir ekki Rauðhettu, heldur er henni bjarg að af liraustum tkógarhöggsmönn m á síðustu stundu. Hertogafrúin af Windsor hefur gefið nútímalistasafninu í New York hinn fræga kjól sinn, Blue I Wallis, sem hún bar við giftingu ína og hertogans árið 1937, en hún hefur gætt hans eins og sjá- aldurs auga síns síðan þann dag Kjólnum hefur verið komið fyrir í sal fyrir fræg föt og þar er hanu við hlið brúðarkjóls Grace Kelly. Þessi salur ber annars nafnið Salur trúmennskunnar og er þess að vænta að hertogafrúnni þyki j sér nokkur sómi sýndur með því að fá inni fyrir tauið sitt þar. T1 Tveir enskir villidýraveiðimenn hittust í frumikóginum og tóku ! tal saman — þrátt fyrir það að þeitr hefðu e(kki vierið kynnttr hvor fyrir öðrum. — Hve lengi hafið þér dvalizt hér? — Tvö ár. — Það var langur tími. Og hvað eruð þér að veiða ef mér leyfist að spyrja? — Tja, upphaflega kom ég hing að til þess að safna fiðrildum, en síðan ég tapaði gleraugunum mínum hef ég orðið að fást við fíla. HANN er ekki frýnilegur á svipinn snákurinn á inyndinni hér að ofan, þar sem hann gleypir mús í heilu Iagi. Myndin er tekin ný- lega í dýragarði i London. ~ ,

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.