Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 2
lUtstjðrar: Gylfl Grondai taD. j og tteueaim Gronaai. í'rettastjðrl Arnl Gunnarsson. - Bitstjórnarfulltrúi: Eiður GuSnasou. - Simar. 14900-14903. — Auglýsingasiml: 14900. - ASsetur: AiJ)ýðuhúsið vlð Everfisgötu, Reykjavík. — PrentsmiOja Alþýðublaðsms. — Áskriítargjald kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið Útgetondi: AlM’Suflokkurinn Samstarf á Alþingi J í FYRRADAG afgreiddi Alþrngi einróma ný Vegalög og braut þar með blað í sögu vega- og gatnagerðar á íslandi. Verður þegar á næsta ári !hægt að verja um 100 milljónum króna hærri upp !haeð til þeirm mála en áður, og greiðir umferðin sjálf það fé. Auk þess verða gerðar veigamiklar skipulagsbreytilngar á framkivæmd vegamálanna. Afgreiðsla þessa máls varð hin sögulegasta. I stað þess að knýja frumvarpið fram með afli at- kvæða, bauðst ríkisstjórnin til að ræða tillögur íim brcyíingar, favort sem þær væru frá stjómar- andstæðingum eða fylgismönnum. Komst þannig á víðtækt samstarf, og tóku formenn stjórnarand- istöðuflokkanna fullan þátt í því og fengu ýmsar fereytingar fram. Segja elztu þingmenn, að þeir muni ekki eftir slíkri meðferð stórmáls, sem rík- isstjórn flytur, og þótti afgreiðsla þess hin ánægju íegasta fyrir vikið. Bifreiðæigendur munu fyrst verða varir við þá breytingu um nýár, að benzín hækkar úr kr. 4.20 í ikr. 5.50 lrtrinn, gúmmígjald hækkar og þungaSkattur diselbíla. Hins vegar munu þeir nú vita, að allt þetta fé renni til vega- og gatnagerðar og komi þannág bifreiðum landsmanna að beinu gagni. Helztu nýjungar frumvarpsins eru annars j 'þessar: 1) Vegaframkvæmdir verða unnar eftir fjögurra i ára áætlunum, sem taka hver við af annarri í framtíðinnii. Ætti þetta að tryggja hagkvæm } • vinnubrögð. . 2) Þjóðvegir verða flokkaðir á nútímavísu, allt frá hraðbraut I (ivegir eins og Miklabraut) nið- • ur í landsbrautir. Vegagerð verður eftir þörf- um umferðarlnnar á hverjum stað. 3) Ríkiö leggur í fyrsta sinn stórfé, um 32 milljón ir, til gatnagerðar í kaupstöðum og kauptún- | um, og verður lögð megináherzla á umferða- brautir gegnum þéttbýlið. 4) Sýsluvegir fá stórauknar tekjur, þannig að héruðin geti ákveðið heimavegi og haft fé til að leggja þá. Fjölmargar aðrar nýjungar er að finna í hinum hundrað greinum laganna, en að baki þeirra li'gg- ur mikið starf sérstakrar nefndar, sem sett var til að semja frumvarp að nýjum vegalögum. Vonandi er hin óvenjulega samstaða. sem tókst á Alþingi um þetta mál, tákn þess, að hér sé um að ræða stórfellt framfaraspor fyrir alla þjóðina. Bifreiðabyltingin er að ná tökum á landi okkar. Lífskjör þjóðarinnar og nauðsyn atvinnuveganna Hkrefjast nýs og hetra vegakerfis. Hornsteinn þess hefur verið lagður. Við byg'gj * um það á næstu árum og áratugum. neðsta hæð Fjölbreytt húsgagna- úrval á 700 ferm. gólf- fleti. Borðstofuhúsgögn 8 gerðir Sófasett mjög glæsilegt úrval 80 gerðir af áklæðum Svefnherbergishúsgögn 10 gerðir Svefnsófar 1. og tveggja manna Sófaborð og smáborð í mjög fjölbreyttu úrvali. Seljum frá flestum hús- gagnaframleiðendum landsins. I. hæð Karlmannaföt Drengjaföt Frakkar Skyrtur Bindi Nærfatnaður Peysur Sportfatnaður Vinnufatnaður Sportvörur Jólaskraut Leikföng Búsáhöld Glervörur Nýlenduvörur Kjötvörur Tóbak og sælgæti. ☆ II. hæð Kvenkápur Kvenhattar Kvenhanzkar Kventöskur Regnhlífar Kjólar Kjólasaumur Undirfatnaður Líf stykk j a vörur Sokkar Peysur Blússur Greiðslusloppar Snyrtivörur Hárgreiðslustofa. Gam & smávörur Ungbarnafatnaður Telpnafatnaður Tækif ær isk j ólar Vefnaðarvara Gluggatjöld Blóm & Gjafavörur. Gott lesefni á grimmdar tímum ÞAÐ HEFÐI VERIÐ ástæSa til að' fara nokkrum orðum um launa- deilurnar, aðdraganda þeirra, gang málanna, áhrif þeirra á fram tíðarmálefnin og úrslitin. En ég gct eklti gert það að þessu sinni, cn mun koma að því innan skamms. Verkföllin eru þau víð- tækustu, sem hér hafa átt scr stað og áhrif þeirra á efnahags- lífið, afkomu heimilanna og þjóð- félagsins í heild, þau örlagarík- ustu- Allt var lamað og aldrci munum við ná okkur aftur cftir þessi sjálfssköpuðu lömunarveiki. HEIMILIN SKULFU AF ÓTTA og aldrei hef ég orðið var við eins mikla og titrandi eftirvæntingu lijá almenningi. Það var, upp á síðkastið, að fólk hugsaði um það eitt hvort lausn fengist, en ekki um það hvernig lausnin yrði. Þetta einskorðaðist ekki við þá eina, sem ekki stóðu i sjálfum deilumálunum, heldur náði það til allra: verkfallsmanna sjálfra ' og þeirra, sem eiga eða stjórna j atvinnutækjunum. ÉG REYNDI að lesa mér til af- þreyingar og aldrei á ævi minni hef ég lesið eins margar blaðsíð- Ur á jafnskömmum tíma. Hins vegar vaTð ég fyrir miklum trufl- unum því að síminn hringdi án afláts og spurningum og spádóm- um rigndi yfir mig, að lokum varð ég að stilla símann minn niö ur svo að það heyrðist í lionum eins og mús væri að tísta. ÉG LAS TVÆR blaðamannabæk ur: Geysir á Bárðarbungu og í björtu báli. Báðar eru þessar bækur um stórmerk atburði lið- ins tíma: Eldsvoðann mikla í Reykjavík, þegar miðbærinn brann 1915, og hefur Guðmund- ur Karlsson tekið hana saman. Hún byggist á skrifuðum heimildum, skjölum slökkviliðsins og viðtöl- um.við fólk, sem man brunann vel og tók jafnvcl þátt f björgun- arstarfinu- Þetta er prýðilega vel gerð bók af þaulæfðum og fund- vísum blaðamanni og hana prýðir mikill fjöldi mynda, sem aldrei hafa verið birtar fyrr. 1 ! SLYSIÐ Á BÁRÐARBUNGU þegar flugvélin Geysir lenti þar í nauðum og án þess að áhöfnin hefði hugmynd um hvar hún væri stödd, er líka mjög vel gerð bók, en hana hafa skrifað Andrés Kristjánsson, Haukur heitinn Snorrason og Jón Helgason, en þeir munu allir hafa verið blaða- menn við Tímann þegar atburðir áttu sér stað. Þarna var allt til týnt og vel farið með efnið svo að spenningurinn helst frá upp- hafi til enda. Framh. á 13. síðu g 22. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.