Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 3
ATVINNULEIKARINN Liverpool Njörður P. Njarðvík: Sá svarti senuþjófur. Har- aldur Björnsson í eigin hlut- verki- Bókaútgáfan Skálholt h.f. , 1963 264 bls. ’ „Andstætt flestum öðrum er ég maður aldursins. Mér hefur aldrei liðið betur en síðan ég komst á efri ár og aldrei notið lífsins meira en nú. Hvert andartak iífs- ins er mér nautn. Þroski minn hef ur vaxið og augun orðið skyggn- ari á dásemdir lífsins. Og unaður tilverunnar er fólginn í einföld- um hlutum. Að horfa upp í him- inblámann- Finna andvarann leika um sig og anda að sér tæru loft- inu. Horfa á blátt, sílifandi vatnið. Finna ilm gróðurs og moldar. Sjá sólina rísa yfir döggvaða jörð. Gleðjast með góðum vinum. Heyra rödd barna sinna. Finna frið heim 1 ilisins umlykja sig. Skynja lífs- þróttinn streyma um líkama sinn Allt þetta rennur fyrir mér saman í dýrlega hljómkviðu sem í einu orði nefnist mannlíf-11 Þetta er niðurstaða Haralds Björnssonar leikara í lok minn- inga sinna, og leynir sér ekki að þarna talar hamingjusamur maður. Haraldur getur litið yfir sigursælan lífs- og listferil; hann hefur sannreynt það í lífi sínu að hann valdi' rétt þegar liann á sín- um tíma ákvað að kosta öllu til að gerast leikari og leggja á það aila stund að nema list sína til fullnustu, helga sig henni allan og óskiptan. Haraldur reyndist maðúr til að standa við ákvörðun sína og standast hana, og þróun mála á íslandi var slík að ákvörðun hans reyndist framkvæmanleg. Að vísu hlaut hann um sinn að sæta sama hlutskipti og flestallir starfsbræð ur hans, og vann um 16 ára skeið fyrir sér með kennslu unz Þjóð- leikhúsið tók loks til starfa; en mundi samt ekki kennslan alla tíð hafa verið lijáverk hans með leiklistinni? Virðingin fyrir list- inni virðist einhver sterkasti þátt urinn í skapferli Haralds; listin er honum helgur dómur frá önd- verðu, óhjákvæmileg köllun; og honum er alla tíð ljóst að hvers konar hálfkák eða hálfmennska í starfi tjáir listamanni sízt af öllu. Ef til vill skiptir það sköpum þeirra sem leggja sund á listir hvort þeir gera sér nokkurn tíma fullljóst að hlutverk listar sé ann- að og meira en „koma heimsku fólki til að hlæja"; skilgreiningar á list eru margvíslegar og misjafn ar en virðing fyrir listinni, ósigr- andi ást á listinni bregðast ekki listamanni. Og samkvæmt þessu er Haraidur Björnsson stoltur af stétt sinni og stöðu og þeim hlut sem hann liefur sjálfur átt að þró- un íslenzkrar leiklistar og ís- lenzkrar leikarastéttar úr sundur- leitum áhugamannahóp í samval- inn flokk menntaðara listamanna. Haraldur er stoltur af því að vera fyrsti íslenzki „atvinnuleikarinn", og getur nú hæðzt að þeim sem not uðu þetta lieiti sem skammar- yrði gegn lionum í öndverðu og skammsýnum forustumönnum Leikfélags Reykjavíkur sem sundr uðu leikkröftum bæjarins um ára- bil, en telji hann leikarastéttinni hafa verið óvirðingu sýnda á hann enn langt í land til fyrirgefningar. Og vegna stéttvísi Haralds og ó- brigðullar listrækni hlýtur á- deila hans á þessa aðila aukinn þunga og þrótt og ekki síður á skipulag og starfsliætti Þjóðleik- hússins nú á dögum, þar virðist undarleg skammsýni hafa ráðið mestu uppbl^sin af landlægum pólitískum glópshætti. Mætti bók Haralds vel verða tilefni endur- vakinnar umræðu um stöðu og stjórn Þjóðleikhússins- Ekki er því að léyna að ég gæti kosið mér ævisögu Haralds Björnssonar með öðru móti en hún er skráð hér. Auðvelt er að óska sér þess að miklu ítarlegar væri fjallað um einstakar leik- sýningar og hlutverk hans, ein- staka leikara aðra, um starf leik húsanna, þróun leiklistarinnar, □ þótt það kæmi niður að einhverju leyti á beinni frásögn af eigin ferli Haralds. Gaman hefði líka i ævinlega rétt fyrir sér sjálfur; mannahöfn, þriðji frá heimkom- unni, misjöfnum viðtökum og erf- iðleikum heima fyrir þótt margt takist vel, fjórði frá batnandi hag og frama á leiksviði sem hefst með frægum Shylock Haralds í Iðnó, fimmti loks frá árunum eftir tilkomu Þjóðleikhússins, en þá tíð hefur Haraldur lifað við sam- fellt lukkustand segir hann sjálf- ur- Frásögnin er ævinlega hröð, lipurleg og læsileg í bezta lagi, en þótt margir komi við sögu og margt frásagnarvert er manni samt lýsing Haralds sjálfs minnisstæð- ust að bókarlokum. Hann virðist fullkomlega einlægur í því sem hann kýs að greina frá; beztu eig- inleikar hans, hreinskiptinin, list- armetnaðurinn, lífsnautnin (sem hann lýsir í tilvitnunni hér í upp- hafi), eru slíkir að honum fyrir- gefst auðveldlega dálítill hégóma- skapur á stundum og það sýnist öldungis eðlilegt að hann hafi verið að hann segði berlegar af skoðunum sínum á lífi og list, á ást og erótík og samhengi kyn- hvatar og listgetu, en á öllu þessu jtæpir hann aðeins í bókinni- Haraldur er bersýnilega mikið HARALDUR BJORNSSON náttúrubarn og náttúruelskandi. En sumt það sem hann segir í minningum sínum um „hefnd nátt úrunnar“ er mér hálfóljóst; hann> vii’ðist veigra sér við að segja af létta allan hug sinn og fyrir vikið fá í minningunum ýmis yfirborðs- atvik ævi hans aukna áherzlu sem varla skipta öll miklu máli. En hvað um þetta: ævisaga Haralds er prýðilega snotur og skemmtileg bók aflestrar eins og frá henni er gengið og gefur les- andanum einkar ánægjulegt færi til viðkynningar við þennan hug- þekka og fjölgáfaða listamann. kynna sem fylla mynd hans eins og við eigum hana af sviðinu þótt þó auki hana ekki mörgu né skýri hana djúptækum skýringum. Bók in skiptist í fimm liluta, fjörutíu stutta kafla; og greinir fyrsti hlut inn frá æskuárum Haralds norðan lands og námsvist erlendis og fyrstu kynnum við leiklistina unz liann tekur sig upp úr kaupfélags- búðinni á Akureyri til að gerast leikari, annar írá námsárunum við Konunglega leikhúsið í Kaup- þetta eru blátt áfram ómissandi þættir í fari mannsins og fjar- stætt að ætlast il hann sé ó- vilhallur dómari þar sem hann kemur sjálfur við sögu. Og öll frásögn hans ber með sér að hér talar enginn kararmaður þótt hann sé kominn upp fyrir eitthvert ald- ursmark — sjálfum lionum óskilj- anlegt: Haraldur Björnsson er víst áreiðanlega enn vís til um- svifa í leikhúsi og leiklistarmál- um okkar. Og er þetta kannski bókinni bezti vitnisburðurinn. Njörður P. Njarðvík hefur fært frásögn Haralds í letur, og mun hann eiga góðan, og trúlega ó- mældan, þátt í því hversu.vel hef- ur tekizt. Hann tranar sér hvergi fram: í meðförum hans hefur frá- sögn Haralds frjálslegan og um leið einkar persónulegan blæ, henni er haldið fram útúrdúra- laust og hún er ævinlega læsileg þótt ekki sé allt jafnmerkilegt sem frá segir. Málfarið á bókinni I virðist eðlilegt hversdagsmál, laust i við öll stíltilþrif, en hæfir frá- sögninni vel-Hins vegar hefði Njörður gjarnan mátt beita sig og þá Harald, meiri stílaga með köflum og hefði það orðið bók þeirra til þrifnaðar. „Æskan er viðkvæmur hlutur sem tilheyrir sálinni," segir hér t.d. í fyrsta kafla: hér fer saman amböguleg hugsun og málfar, og er þvílíkt setningarlag því^ miður alltítt í bókinni. Margar myndir ei-u í bók inni og góða bókarprýði að þeim; ég get ekki stillt mig um að nefna tvær sem mér finnst báðar sér- legar kostulegar. Önnur er af tveimur leiklistarsinnuðum gagn- fræðingum á Akureyri árið 1911, þeim Haraldi Bjömssyni og Tryggva Sveinbjörnssyni; hin er af því háa Þjóðleikhúsráði. Frá- gangur bókarinnar er allgóður af hálfu forlagsins og prófarkalestur virðist vandaður. Tilgerð í staf- setningu nokkurra orða (vóru, kómu, einginn) er þó til leiðinda; betur má ef endurbæta á stafsetn ingu að einhverju gagni; og spak- vizkuklausa næst á eftir efnisyfir- liti held ég teljist líka til tilgerð- ar- Loks eru Það lýti á frágangi bókarinnar að hvorki er þar myndaskrá né nafnaskrá sem nauð synlega þarf að fylgja slíkum bók um. Þá er reyndar ótalið leiðin- legasta lýtið á bókinni sem er heiti hennar: það er óhæfilega hjákátlegt, en menn skyldu varast að láta það spilla hugmyndum sínum um bókina fyrirfram. Hún er miklu betri en svo. — Ó.J. AIÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1963 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.