Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 8
Gerið svo vel og lítið inn á Baðstofu' loftið í Bókaverzlun ísafoldar. Þar fáið þér úrval af erlendum bókum: Enskum — þýzkum — norskum — dönskum og sænskum. M. a. Alfræðiorðabókina Sesam í 10 fallegum bindum fyrir aðeins kr. 640,00 Eieinig Kultur Historssk Leksi- kon í 4 hindum og Music Leksikon í 2 bindum. Kliíisiir h^oliir „ÞAÐ FER MILLJÚN I VASKINN'' Reylcjavík, 18. des. - HP HÉR á landi er bókaútgáfa og bók- sala að jafnaði langmest síðustu mánuði ársins, einkum í nóvem- ber og desember. Þessu fylgja miklar annir í prentsmiðjum, bókabúðum og á öðrum þeim stöð- um, þar sem bókin kemur við á leið sinni til kaupandans. í verk- fallinu að undanförnu hafa verzl- unarmenn, prentarar og bókbind- arar tekið þátt, og má því gera ráð fyrir, að marga fýsi að frétta. hvaða áhrif þessi víðtæku verk- föll hafa haft á bókaútgáfu og bók- sölu að þessu sinni. Alþýðublaðið hefur snúið sér til þriggja bóka- útgefenda og þriggja bóksala og beðið þá að segja sitt álit, og fara svör þeirra hér á eftir: Fyrst áttum við tal við Guð- mund Jakobsson, framkvæmda- stjóra og eiganda Ægisútgáfunnar. — Það fer ein milljón í vask- irín, sagði hann strax. Mér sýnist, að það hafi lokazt inni hjá mér upp undir 5000 eintök, sem aðeins var eftir að binda og ég náði ekki út, áður en bókbindarar hófu verk- fallið. Og ég held, að óhætt sé að telja nettóverð þessara bóka um eina milljón, eins og ég sagði áð- an. Það var búið að binda tals- vert, og ég hefði sloppið alveg með mínar bækur, ef ekkert hefði orðið úr fyrra verkfallinu. — Hvaða bækur eru það, sem þú situr inni með? — Það er fyrst og fremst bók Sigurðar Hreiðars, „Alltaf má fá annað skip”. Það er ekki búið að binda nema hálft upplagið af henni. Og svo munu það vera um 30% af upplagi bókanna „Þér að segja” eftir Stefán Jónsson, frótta mann og „Undir fönn” eftir Jónas Árnason, sem ekki er búið að binda. Sem sagt: þriðjungurinn af þeim hvorri fyrir sig er eftir. Auk þess er helmingurinn enn óbund- inn af „Undir Garðskagavita’ eftir Gunnar M. Magnúss og „Ást og örlög” eftir Jón Vagn Jónsson. — Þetta er mikið tap fyrir þig? — Já, það má segja það, en þó er enn of snemmt að dæma um, hvort þetta er hreint tjón. Það fer eftir því, hve verkföllin Ieys- ast fljótt og hve salan verður mikil síðustu dagana. Næst spurðum við Pétur Ólafs- son í ísafold um ástandið þar. — Við förum þannig út úr þessu, að það verður ekki ein einasta bók af útgáfubókum ísafoldar í ár eft- ir hjá forlaginu, þegar verkfallinu lýkur, því að við höfum engar pantanir getað afgreitt síðustu daga. — Hvaða bók verður harðast úti hjá ykkur? — Ætli það sé ekki Kennedy- bókin. Af væntanlegum bókum frá okkur hefur held ég ekki verið spurt jafnmikið um neina. Auðvit- að var það ákaflega mi jaí'nt hve vel bækurnar voru á veg komnar og hve mikið var búið að binda af, þeim, þegar verkfallið hófst. En af Kennedy-bókinni hefur ekki komið út eitt einasta eintak enn. Málin stóðu þannig, þegar verkfall iö byrjaði, að eftir var 2-3 tíma vinna við bókina. Framan af var reiknað með, að bókbindaraverk- fallið hæfist ekki, fyrr en á mið- nætti, en kl. 5 um daginn hættu þeir. Annars hefði bókin náðst út að verulegu leyti. — Hvað um aðrar bækur? Ambjörn í Setbergi — Á fyrsta degi eftir að verk- falli verzlunarfólks lauk gekk „Dularfulli Kanadamaðurinn” upp, en búið var að binda mest af honum, svo að segja má, að upp- lagið sé þrotið. Sama er að segja um „Eril og feril blaðamanns” eftir Árna Óla. Sú bók er búin hjá okkur, svo að við höfum engar pantanir á þessum bókum getað af greitt síðustu daga. — Hefurðu á hraðbergi nokkrar tölur um hugsanlegt tjón forlags- ins vegna verkfallanna? — Nei, það leggur enginn í að reikna út tapið, sem af þessu hlýzt, en það er óskaplegt. Það hafa allir tapað á þessu, en eng- inn grætt. Þorvarður í KRON Þriðji útgefandinn, sem við leit- uðum frétta hjá, var Ambjörn Kristinsson, sem rekur bókaútgáf- una Setberg sf. — Framleiðslan á bókum hjá mér byrjar í janúar, þannig að ég ér búinn með röska þrjá fjórðu hluta útgáfubóka ársins, þegar kemur fram á haustið. Af bókun- Lárus Blöndal um, sem seinastar urðu hjá Set- bergi, voru það aðeins tvær, sem að fá fullunnar úr bandi, þegar bókbindarar hófu verkfallið. Ég hef getað afgreitt allar pantanir fram að þessu, en það væri orðið erfitt núna, ef verk fallinu hefði ekki verið aflétt. Hins vegar ná endarnir saman, úr því að svona fór. dýrar hérlendis. Ég vil leggja herzlu á það. — Hvað eru útgáfubækur Set- bergs margar í ár? — Þær eru 20. Tvær barnabæk- ur eru hreinlega uppseldar, og þjóðsagnasafn Einars Guðmunds- sonar, „Dulheimar”, er víst eina bókin, sem ekki var búið að binda alveg nóg af, þegar verkfallið skall á. Hún er víst þrotin, en hún er jafnframt sú eina, sem þannig er ástatt um. Á eftir áttum við svo tal við verzlunarstjórana í þremur bóka- verzlunum og litum fyrst inn í Bókaverzlun Sigfúsar Eymunds- sonar í Austurstræti. Steinar Þórð arson sagðist hafa búizt víð, áð salan yrði minni en raim hefði orðið á, þegar við spurðum, hvort hún hefði verið með eðlilegum hætti, þrátt fyrir verkfallið. — En það má segja, að hún sé minni nú en í desember í fyrra. Þá verður líka að taka tillit til þess, að flest- um bókabúðunum og þ.á m. öU- um þeim stærstu varð að loka í fjóra daga vegna verkfalls verzl- unarmanna. Útgefendur náðu heldur ekki öllum sínum bókum — Svo að þú hefur ekki orðið fyrir neinu tjóni? — Ég get ekki sagt það. Auðvit- að gildir alveg það sama um bæk- urnar og aðra vöru, að það eV' minna keypt af þeim, þegar fólkið á ekki von á kaupinu sínu í eina eða tvær vikur í jólamánuðinum. enda getur það ekki talizt nema eðlilegt, en ég geri ráð fyrir, að þegar launþegar hafa náð samn- ingum og bjartsýnin gerir vart við sig aftur, snúi þeir sér að bókun- um, eins og áður, því að þær eru vinsælar og handhægar til gjafa, og við bókaútgefendur viljum líka halda því fram, að þær séu nauðsynlegar. Og þær eru ekki Steinar hjá Eymundsson út úr bókbandsvinnustofunum, og það gerir strik í reikninginn hjá öllum aðilum. Okkur hefur vantað þó nokkrar bækur, sem eru til hálfunnár í bókbandsvinnustof- unnm. — Hafa þá ekki aðrar bækur, sem ella hefðu selzt minna, verið keyptar í staðinn? — Maður getur ekki sagt um það með neinni vissu, en vafalaust má finna þess dæmi. Og þess má að lokum geta, að verzlunin hefur verið óvenju mikil hjá okkur eft- ir að opnað var aftur. Guðmundur hjá Ægisútgáfunni. Lárus Blöndal: — Það er ekki gott um það að segja, hvort salan verður eðlileg, þegar öll kurl koma til grafar, en hún hefur ver- ið það fram að þessu. Það verður lokaspretturinn — síðustu þrjá dagana, — sfem segir til um það. Allt bendir til þess, að þrátt fyrir verkfallið, verði áhrif þess ekki ýkja mikil, hvað bóksölutta snertir. Hún virðist enn sem kcm- 3 22. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.