Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 9
ið er ætla að verða alveg sam- bærileg við það, sem var í fyrra. Vanalega hafa útgefendur getað matað okkur á bókunum eftir því, hvað seldist, og hafa þá hagað bókbandinu í samræmi við það, en nú er því ekki til að dreifa, af því að þeir eiga margir hálfunnar bækur lokaðar inni í bókbands- vinnustofunum. Nú þegar eru þrotnar 6—8 bækur hjá útgefend- um af þessum sökum. — Hafa þá ekki aðrar bækur selzt í staðinn, sem kannski hefði ekki orðið eins mikil sala í að öðr- um kosti? — Tvímælalaust. Það er einmitt það, sem hefur gerzt í allmörgum tilfellum. Þorvarður MagnúSson verzl- unarstjóri í Bókabúð KRON 1 Bankastræti varð síðastur fyrir svörum og sagði, að bóksalan væri áÚt öðruvísi í ár en undanfarið. Það væri naumast hægt að benda á nokkra eina bók, sem metsala væri í, þó að vitanlega seldust þær misvel. Sala bókanna væri miklu jafnari riú en áður. Hann sagði, að KRON væri ekki enn búið að vinna alveg upp það, sem tapaðist verkfallsdagana, en það tæki ekki marga daga. Hjá KRON voru nokkrar bækur þrotnar vegna þess, að ekki var hægt að fá þær hjá forlögunum, en Þorvarður vildi ekkert fullyrða um, hvort það hefði haft nokkur veruleg áhrif á sölu þinna. Framh. á 10 síðu -----—---------------------------♦ OLLENHAUER LÁTINN ERICH OL.LENHAUER, foringi vestur-þýzkra jafnaðarmanna, lézt 14. desember sl. Ollenhauer naut mikils álits, jafnt meðal jafnaðarmanna og pólitískra andstæðinga. Þetta áiit kom í Ijós nokkru áður en hann Iézt, þegar hann var kjörinn aðal- ritari Alþjóðasambands jafnaðar- manna. Þetta var í annað sinn í sögu Alþjóðasambandsins að for- ystan var falin Þjóðverja- Og ævi þessa frábæra jafnaðarmanns sýndi, að vart var völ á betri manni í embættið. Ungi gáfaði starfsmaðurinn við „Magdeburger Volksstimme" var alltaf . kallaður „Herr Geheim- rat“ af vinum sínum. Þeir báru virðingu fyrir hinum 18 ára gamla múrarasyni. Kvöld eftir kvöld ræddu þeir vandamál verkamanna, lýðræði og einræði. Á árunum Iaust eftir 1920, þeg- ar ungum áróðursmönnum tókst að lokka unga hugsjónamenn til þess að fylkja sér um málstað kommúni'sta, hafði Erich Ollen- hauer þegar komizt að þeirri nið- urstöðu, að hugsjónum jafnaðar- stefnunnar væri aðeins hægt að ná með lýðræðislegum leiðum. Ræða Ollenhauers á fundi sam taka ungra jafnaðarmann úr verka mannastétt (SAJ) í Weimar 1920 vakti mikla athygli. Ollenhauer, sem þá var 19 ára að aldri, var kjörinn ritari SAJ. Seinna varð hann formaður hinna nýstofnuðu alþjóðasamtaka ungra jafnaðar- manna. Festa hans, rólyndi og hlutlægni gerði honum kleift að sameina æsku Evrópu. Erich Ollenhauer lagði grundvöll að nýjum skilningi milli jafnað- armanna sigruðu þjóðanna og jafnaðarmanna í löndum sigurveg- aranna á árunum eftir heimsstyrj- öldina síðari. í 12 ára útlegð sem hófst í Prag og lauk í London, tókst honum að efla kynni sín við jafnaðarmannaforingja af ýmsu þjóðerni og vinna að hinni „nýju öldu“ jafnaðarmanna. Ollenhauer var einn af eftirlæt isþingmönnum Kurt Schumachers foringja vestur-þýzkra jafnaðar- manna eftir styrjöldina og þolin móður fyrirennari Willy Brandts, núverandi kanzlaraefnis jafnað- armanna í Vestur-Þýzkalandi. Oll enhauer naut mikillar virðingar sem foringi vestur-þýzkra jafnað- armanna (SPD) og kom oft fram fyrir hönd hins lýðræðislega Þýzkalands í mörgum löndum. Erich Ollenhauer sóttist aldrei eftir ,,völdum“ en samkvæmt hefð flokksins vildi hann heldur framkvæma vilja meirihlutans. Þetta er hæfileiki, sem talið var að mundi koma honum að gagni Loftskeytamöður- inn bilaðist vegna svefnleysis Reykjavík, 20. des_ÁG. í GÆR kom togarinn Victrix H-428 til Seyðisfjarð'ar, og setti þar á land mann, sem hafði feng- ið alvarlegt taugaáfall. Var þetta loftskeytamaður, sem um hádegið í gær hafði sent út neyðarkail, tilkynnt að hann væri veikur og skipstjórinn vildi ekki flytja sig i land. í nýja embættinu hjá Aíþjoðasam bandi jafnaðarmanna en því miður entist honum' ekki aldur til að gegna því. Ollenhauer var heiðarlegur st.jórnmál am aður og kreddulaus Marxisti; óþekktur verkamanns- sonur, sem að lokum varð foringi Alþjóðasambands jafnaðarmanna- Hann átti sér enga persónulega ó- vini þótt hann hlífði öðrum ekki við gagnrýni, þegar honum þótti hún nauðsynleg. Erich Ollenhauer var vingjarn- legur og góðviljaður maður öll þau fjörutíu ár sem hann starfaði fyrir flokkinn, þótt oft væri bros- Jtð að alvörugefni hans, sem þótti bera vott um skort á kímnigáfu. Og þrátt. fyrir það var hann sæmd ur orðu fyrir orðheppni og kímni gáfu: á hinu árlega kjötkveðjuhá- tíðarþingi í Köln. Þetta skeyti mannsins heyrðist um borð í öðrum togurum, sem, þarna voru nálægt, þ.ó ekki betur en svo, að flestir héldu, að Vic- trix væri að farast. Herinn á Kefla víkurflugvelli fékk þessa tilkynn- ingu, og voru hafnar ráðstafanir til að koma skipinu til hjálpar. Herinn hafði og samband við land helgisgæzluna. En skömmu síðar kom annað skeyti frá togaranum, þar sem skipstjórinn skýrði frá því, að loftskeytamaðurinn hefði geggjazt, hann væri nú á leið með hann til lands, en ekkert væri að um borð. Loftskeytamaðurinn hafði lengi þjáðst af svefnleysi, og bilað af þeim sökum, Hann var þegar flutt ur á sjúkrahús. Kjötbúbin Sími 19750. Pekingendur í jólamatinn BÚRFELL Gjafakassar í miklu úrvali frá HELENA RUBINSTEIN o. fl. FRÖNSK ILMVÖTN, STEINKVÖTN í fjölbreyttu úrvali. Gjafasett fyrir herra. Austurstræti 16 (Reykjavíkurapótek). Sírni 19866. Odýrar bækur Seljum á niðursettu verði unglingabækur og skáldsögur, þýddar og íslenzkar, gefnar út ár- in 1959, 1960 og 1961. Allar eru bækur þessar í vönduðu bandi og utan um þær eru fallegar litprentaðar kápur. Höfum opið um helgina. HAGPRENT Bergþórugötu 3, sími 21650. Efnagerð Reykjavíkur hf. ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 22. des. 1963 Q

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.