Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 5
i Nýtt sérlega skemmtilegt bréfasafn FINNUR SIGMUNDSSON HEFUR TEKIÐ SAMAN Úrvalsbók, sem vafalaust mun verða jafn vinsæl og bréfasafnið „Konur skrifa bréf“ Hafnarstúdentar skrifa heim Gamlir Ilafnarstúdentar minnast að sjálfsögðu margra ánasgjulegra stunda úr ævintýraheimi stúdentsáranna. Bréfum Jx'im, sem liér eru birt, er ætlað að bregða upp mynd-im af Hafnarlífinu eins og það var, viðfangsefnum íslenzkra stúdenta ag viðhorfi þeirra til samtíðarinnar á þeim tíma, sem bréfin eru skrifuð. Vera má, að einhverjum siðameistara vorra tíma þyki óþarft að draga fram í dagsljósið ógætilegt orðbragð surnra þessara ungu manna. Ég ætla þó, að allir, sem hér eiga hlut að máli, haldi virðingu sinni óskertri, þrátt fyrir biríingu þessara bréfa. Hvað er eðlilegra en að hnútur fljúgi um borð í hópi ungra og fram- gjarnra manna? Snöggsoðnir dægurdómar um menn og málefni líðandi stundar eru ekkert sérstakt fyrirbæri í Iífi þeirra ungu stúdenta, sem hér lialda á penna. Hins vegar koma hér fram raunsannar lýsingar á lífi Hafnarstúdenta, sem ekki eru síður fallnar til fróðleiks og íhugunar en ævintýralegar frásagnir um glæsibrag síúdentalífsins í Kaupmannahöfn, meðan íslendingar leituðu þar gæf u sinnar og frama. BÓK FELLSÚTGÁFAN. Flóttinn úr sveitunum TÍMINN flutti þau stórtíðindi sunnudaginn fyrir verkfall, að átján býli í næstu sveitum austan Hellisheiðar hefðu farið í eyði nú að veturnóttum og eyðijarðirnar í Árnessýslu væru þá orðnar 27 tals- ins á hálfum áratug. Svo kom at- hyglisverð og raunar átakanleg upptalning: Meðal býlanna, sem hurfu úr ábúð i haust, eru Mosfell í Grímsnesi, óðal Mosfellinganna fomu, prestsetur um aldir og lands fræg vildisjörð, tvíbýlið Lofts- staðir í Gaulverjabæjarhreppi, en þar voru löngum mestu bú sveitarinnar til lands og sjávar, Rútsstaðir, einnig í Gaulverja- bæjarhreppi, „sem er afbragðs- jörð”, Súluholt í Villingaholts- hreppi, en „þar var rafmagn og sími og óþrjótandi ræktunarskil- yrði”, og Tóftir í Stokkseyrar- hreppi, „sem hefur verið mikið höfuðból”. Fréttarmaður lætur nægja að sinni að telja upp jarðirnar og lýsa kostum þeirra, jafnframt því sóm hann ber Árnessýslu réttlát- lega söguna, en hún mun bezta búnaðarhérað landsins — með slát urhús og mjólkurbú á krossgötum umferðarinnar austur og vestur, upp og út, ótal verzlanir og iðn- fyrirtæki, ágætar samgöngur á ís- lenzkan mælikvarða, frábæran skólakost, mörg og fjölsótt félags- heimili og blómlegt menningarlíf. | Væntanlega leggur Tíminn síðar | út af þessum ótíðindum í orðmörg- I um greinum, og málið kemst ef I til vill alla leið á dagskrá alþingis. Áður langar mig sem gamlan Ár- nesing að bera fram þessa spurn- ingu: Hver er skýringin á því, að árangurinn af landbúnaðarstefnu Framsóknarflokksins í bráðum hálfa öld skuli ekki skárri en þetta? Eyðijarðirnar í Árnesþingi og flóttinn úr íslenzku sveitunum er víst raunverulega eitt og sama magn viðast hvar, og fólk á þess auðveldan kost að njóta skemmt- ana og mannfagnaðar, ef það kemst að heiman. Reyndar hefur stundum báglega tekizt um fram- kvæmdir í Árnesþingi. Rafmagnið komst til dæmis fyrr austur í Skaftafellssýslu en á suma næstu bæi við Sogið. Og Tíminn þarf naumast lengi að velta vöngum yf- ir því, hvers vegna Snæfoksstað- ir í Grímsnesi eru á eyðingarlist- anum, „ágæt veiði- og fjárjörð”. Um þann bólstað gegnir sama máli og Ásólfsstaði og Skriðufell i HEYRANDA HLJÓÐI eftir Helga Sæmundsson umræðuefni. Hins vegar sýnast ýmis atriði öllu gleggri þegar at- huguð er þessi óheillaþróun aust- an Hellisheiðar en ef sambærileg- ir atburðir víða annars staðar eru lagðir til grundvallar. Árnesing- ar hætta varla búskap af því að landgæði skorti og búnytjarnar séu þess vegna of litlar. Þeir koma afurðunum prýðilega frá sér, og aðdrættir munu þeim flestinn leikur að kalla. Þar er simi og raf- j I Gnúpverjahreppi, víðkunnar 1 fjárjarðir, þar sem nú má engin ' kind lifi halda. Mennirnir, sem vilja ,,klæða landið”, framkvæma sem sé iðulega þá hugsjón sína með því móti að leggja nokkrar beztu jarðirnar í eyði. Fyrrver- andi oddviti Framsóknarflokksins fer sæmilega óþreyttur í fylkingar brjósti þeirrar hreyfingar. En I þetta var útúrdúr, þótt nokkru I skipti. Meginorsök flóttans úr sveitunum hlýtur hins vegar að teljast önnur. Flóttinn úr sveitmium er ekki séríslenzkt fyrirbæri. Kjeld Philip efnahagsmálaráðherra Dana segir f Tímagrein einmitt sama sunnu- dag, að nú vinni aðeins sjötti hver af þcgnum Danmerkur við land- bunaðarstörf og sá hluti Iands- manna fari stöðugt minnkandi. Þannig er þetta víðs vegar um vesturlönd minnsta kosti. At- vinnuþróunin í fjölbýlinu hefur nær hvarvetna reynzt hraðari og eftirsóknatverðari en úti á lands- byggðinni. Og svo hafa bændur týnt stolti sínu, sem var þeim nauðsynlegt til sjálfsvirðingar, á- lits og forustu. Það hefur sér í lagi gerzt á íslandi síðustu áratugi. Ungur að árum kynntist ég mörgum sunnlenzkum vcrmönn- um úti í Vestmannaeyjum. Þeir dvöldust þar á vetrarvertíðum og umiu fyrir stopulum aflahlut. Þá var kreppa í íandi til sjávar og sveita, en samt stórhugur í þjóð- inni alveg eins og nú. Og sunn- lenzku vermennirnir í Vestmanna- eyjum voru allir og alltaf á heim- leið. Þeir ætluðu að reisa bú og verða hver og einn konungur i ríki sínu. Auðvitað fór þetta á annan veg um þá marga, en þessi var hugsunarháttur þeirra samt. Mér dettur ekki í hug, að þá hafi Hann valdi rétt,.,j hann valdi.....j NILFISK — heimshis beztu ryksugie. .... og allir eru áitægðir? ^ Góðir Brciðsluskilaiálar. Sendum um alll JanÆw f ;í Végleg jólagjöf, - uijtsöm oo raraitleflf O. KORNERUP■HANSEN Sími 12606. - Suðurgölu 10. Framh. á 7. síðu ALÞÝÐUBLAÐÍÐ — 22. des. 1963 %

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.