Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 10

Alþýðublaðið - 22.12.1963, Blaðsíða 10
( AUGLÝ um takmörkun á umferð í Reykja- vík fiann 23. og 24. desemher 1963 Ákveðið hefir vérið að gcra eftirfarandi ráðstafanir vegna mikillar umferðar mánudaginn 23. og þriðjudaginn 24. des- ember n.k.: 1. Einstefnuakstur: a í Pósthússtræti frá Hafnarstræti til suður^. b. Á Vatnsstíg frá Laugavegi til norðurs. c. Á Frakkastíg frá Hverfisgötu að Lindargötu til norðurs. 2. Bifreiðastöður takmarkaðar: Bifreiðastöður verði takmarkaðar við Vz klst. á Hverfisgötu frá Vatnsstíg að Snorrabraut, á eyjunum í Snorrabraut frá Hverfisgötu að Njálsgötu, á Barónsstíg milli Skúlagötu og Bergþórugötu, Frakkastíg, Vitastíg, Klapparstíg og Garða- stræti norðan Túngötu. Þessi takmörkun gildi mánudaginn 23. desember og til há- degis þriðjudaginn 24. desember nk. Ennfremur verða frekari takmarkanir en nú gilda settar um bifreiðastöður á Laugavegi, í Bankastræti, Aðalstræti og Austurstræti, ef þörf krefur. 3. Takmörkun á umferð vörubifreiða: Umferð vörubifreiða, sem eru yfir 1 smálest að burðar- magni, og fólksbifreiða, 10 farþega og þar yfir, annarra en strætisvagna, er bönnuð á eftirtöldum götum: Laugavegi frá Höfðatúni í vestur, Bankastræti, Austur- stræti, Aðalstræti og Skólavörðustíg fyrir neðan Týsgötu. Ennfremur er ökukennsla bönnuð á sömu götum. Bannið gildir frá kl. 13 mánudaginn 23. desember og ,til hádegis þriðjudaginn 24. desember. Ferming og afferming er bönnuð við sömu götur á sama tíma, nema sérstaklega standi á, og þarf þá leyfi lögregl- unnar til slíkrar undanþágu. 4. Bifreiðaumferð er' bönnuð um Austurstræti, Aðalstræti og Hafnarstræti 23. desember, kl. 20—24. Þeim tilmælum er beint til ökumanna, að þeir forðist ó- þarfa akstur þar sem þrengsli eru og að þeir leggi bifreið um sínum vel og gæti í hvívetna aö trufla ekki eða tefja umferð. Þeim tilmælum er beint til gangandi vegfaranda, að þeir gæti varúðar í umferðinni, fylgi settum reglum og stuðli með því að öruggri og skipulegri umferð. Lögreglustjórinn í Reykjavík, 21. desember 1963. Innilega þökkum við ölltxm, er veittu stuðning í veikindum ísaks Jónssonar, skólastjóra og sýndu samúð við andlát lians og útför. Sérstaklega þökkum við læknum og hjúkrunarliði á lyflækningadeild Landsspítalans, fræðslu málastjóra, kennurum og starfsfólki við Skóla ísaks Jónssonar og skólanefnd, sem bauð að skólinn kostaði útförina í virðingarskyni við hinn látna. Einnig færum við Kennaraskólanum og Bamavinafélaginu Sum argjöf alúðarþakkir. Sigrún Sigurjónsdóttir og böm. Þökkum af alhug virðingu og vinarþel við andlát og útför Jóhannesar Þorsteinssonar Ásum, Hveragerði Eiginkona og dætur, tengdasynir og barnabörn. SAGNSR UM SLYSFARIR Ludv. _R. Kemp. Sagnir um slysfarir í Skefils- staðahrepp á sjó og landi, frá 1800—1950. Prentsmiðjan Leiftur h.f. 1963. ÍSLENZK menningarsaga líð- andi aldar einkennist mjög af rit un þjóðlegra fræða. Þessi ein- kenni verða lengi til mikilla fræða, því af þeim brunni verður lengi ausið miklu efni í söguritun kom andi tíma. íslenzkt þjóðfélag er í sköpun nýrrar aldar, og einkenni fyrri skeiða í lífsbaráttu og lífs skoðunum, greinast ekki algjör- lega að, þó atvinnuhættimir taki mikil stökk fram á leið. Það verða komandi kynslóðir, sem vega og meta gildi hinna ýmsu heimilda, greina þær til hlítar í fróðleik og frásögnum. Þjóðlegur fróðleikur 6kráður er því mikil verðmæti, verðmæti, er ber að meta. Bókin, Sagnir um slysfarir í Skefilsstaða hrepp inniheldur mikinn efnivið til kynslóða í landinu, allsleysi þeirra ályktana um lífsbaráttu genginna lifsbaráttu og þraUtseigju geng- inna kynslóða. Það var fyrir mörgum áram, að ég heyrði fyrst stökur eftir Ludv. R. Kemp. Stökumar vöktu óskipta athygli mína, sakir hinnar þýðu kveðandi, lipurðar og hnittni. Sannur alþýðukveðskapur nýtur sín ekki, nema hann sé gerður af högum huga stökuskálds. En list alþýðuskáldsins er sú ljóðlist, er ég veit fegursta í formi og dýpt. Þegar ég frétti, að komin væri út bók um þjóðleg efni eftir Kemp, var ég ekki í rónni, fyrr en ég hafði náð í hana og lesið. Ég varð ekki fyrir vonbrigðum. Bókin er hvortveggja í senn skemmtilega rituð og segir mikla sögu úr einni afskekktustu byggð landsins, er oft ast hefur verið af vegi sögu og sagna liðinna alda. Á Skaga norður hafa ekki marg BÓKUM -V Reykjavík, 9. des. - GG BÓKAÚTGÁFAN FRÓÐI sendir frá sér glæsilega bók um tónskáld- ið Beethoven eftir Erich Valentin í þýðingu Jóns Þórarinssonar, tón- skálds, og nefaist hún „Beethoven, ævisaga f máli og myndum”. Þetta er hin glæsilegasta bók, þýdd og gefin út með leyfi aðalútgefanda, Kindler Verlag í Mönchen. Fjöldi mynda, bæði mannamynda og mynda af handritum o. fl. prýða bókina, prentaðar í Þýzkalandi af Kindler und Schiermeyer Druck í Miinchen. Bókaútgáfan Fróði hefur samn- ing vlð Kindler Verlag um útgáfu á fleiri tónlistarbókum forlagsins, en um framhald fer að sjálfsögðu eftir undirtektum þeim, sem. þessi forlátabók um Beethoven hlýtur. Þetta er óvenjulega glæsileg bók og girnileg til fróðleiks ekki sízt fyrir tónlistarunnendur. Frágang- urinn er allur hinn glæsilegasti. , Ennfremur sendir Fróði frá sér að þessu sinni skáldsöguna Hornaj- sinfónía eftir Friðjón Stefánsson. Bókin er 110 blaðsíður að lengd, prentuð í Hólum. ir atburðir Islandssögu gerzt, er máli skipta. En þrátt fyrir það, er verðandi sögunnar -í atburðarás og örlögum fólksins rik í minnum og heimildum. Starf .bænda og búa- liðs í Skefilsstað^hreppi á sina sögu, litríka þeim.jer tengdir eru byggðinni og vilja%ynnast lífsbar áttu íbúanna. Eftir að einokun komst á í landinu,! reyndu verðir laga og réttar, settir í embætti af einvaldskonungum,’. að gæta þar betur ferða erlendrá skipa á víkum og við nes en annars staðar, sakir einangmnar byggðarinnar. Þar áttu bændur betri tækifæri til verzlunar og viðskipta við „Þjóð- ir“ en. við breiða firði og víða flóa. Skagamenn voru kænir í við skiptum við erlenda duggara, og útlenda fiskimenn, urðu þeir betur búnir til útgerðar {og skipa, fær- ari að stunda sjó o'g halda húsum sínuml við. En þegar fór að líða á seinjii helming 18. aldar, hvarf að mestu launverzlun' fyrir norð- an land. Það hafði ill áhrif á af- komu fólks, sérstaklega þar, sem lífsbjörgin var verulega háð fiski veiðum. Ég ætla mér ekki í þessari stuttu grein, að rekja efni bók- arinnar. Það yrði alltof langt mál, og auk þess,lítill greiði við verð- andi lesendur. Frásagnir Kemps eru skemmtilegar í framsetningu og stíl, og njóta sín vel, þrátt fyr- ir það, að efnið er einhæft. Hon- um tekst sérstaklega vel, að gera lýsingar sínar lifandi og á stund- um í orðatiltækjum og hagyrtum setningum svo leikandi, að til mik ið barn. Þetta er í raun réttri ný- yrði. Einnig vekur það athygli, hvernig hann minnist aðalsögu- manns síns í frásögninni. Þar kcmur greinilega fram hin hag- lega hnittni, óbrenglaður smekkur á máli og stíl. Þessi einkenni era skýr í bókinni allri, og hvergi vik- ið af leið hins látlausa og alþýð- lega. Þetta allt eru meginkostir í alþýðlegum frásögnum. Lífsbarátta alþýðunnar á íslandi er oft slungin mörgum þráðum, óræðum í biturð sinni, blandiu beizkju og sárindum. Á sjó og vötnum, fjallvegum og beiðum, urðu oft háð grimm örlög. Urður hin illa spann garn sitt, og skóp ill örlög komnum og ókomnum. Slys á sjó og landi eru ótalin á íslandL í þessari bók er saga slysa rituð í einni sveit um langt skeið. Tildrög þeirra og atvik rakin eft- ir beztu heimildum, jafnt skjaUeg- um sem munnlegum. Landið sjálft vísar og stundum til atvika í ör- nefnum og kennileitum. Vegfar- andi á öld bifreiða og flugvéla, ber framhjá þeim, án stöðvunar. En ef til vill nema sumir staðar og minnast, hversvegna ber þessi stað ur svo ógnþrungið nafn. Hver var sá atburður er olli nafninu? Fræðaþulurinn gefur skýringuna í frásögnum af löngu liðnum at- burðum, lífsbaráttu og örlögum frá liðnum dögum. Bókin Sagnir um slysfarir í Skefilsstaðahrepp er að mínu viti, merk bók, bók, sem vert er að veita athygli, lesa og læra af. Að baki ritunar hennar er mikil vinna, unnin í tómstundum af eljumanni, er ann sögu þjóðarinnar, tungu og. örlögum. Jón Gíslason. M.s. „Gullfoss" Af óviðráðanlegum ástæðum breytist brottfarartími m. s. „GULLFOSS" frá Reykjavík, sem áætlaður var 26. þ. m. þannig að brottför skipsins verður laugardaginn 28. þ. m. kl. 9 síðdegis til Hamborgar og Kaupmannahafnar. Farþegar era beðnir að koma til skips kl. 8. II. F. EIMSKIFAFÉLAG ÍSLANDS. Alþýðublaðið vantar unglinga til áð bera blaðið til áskrif- enda í þessum hverfum: Bergþórugötu Hverfisgötu Lindargötu Rauðarárholti Lönguhlíð Laugatcig Álftamýri Skjólunum Melunttm Tjarnargötu Ásgarði. Afgreiðsla Alþýðublaðsins Siml 14 900 10 22. des. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.