Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Side 49
49
mjög skammt frá Hólsbúð, þar sem Olafur prúfastur bjó, og hefir
hann viljað hafa Grisla sem næst sér. Húsið var þiljað snndur
uppi, og niðri og hafði Gdsli ytri endann; var þranngt hjá honum
nppi, þar sem hann bjó. Sjálfur sat hann við lítið borð fyrir inn-
an rúmgafl sinn og ritaði þar, en hlaðar af bókum vóru allt í kring,
svo að eins varð setið á einu kofforti, þegar menn komu til hans.
Eftir það hann misti seinni konu sína, var hjá honum Sigríður
Þórólfsdóttir, ekkja gömul, enn vorið 1865 fór hún frá hon-
um, og kom þá til hans önnur ekkja roskin, Hallfriður Hákonar-
dóttir, var hún síðan hjá honum meðan hann lifði, og stundaði
hann mjög nákvæmlega. Gaf hann henni húsið eftir sinn dag.
Allan þann tima sem hann var í Flatey, mátti kalia, að hann
ritaði nætur sem laga. A seinni árum sinum orkti hann minna,
nema ljóðabréf mörg og ýmislegt smávegis. Hinn siðasta rimna-
flokk af Loðvík og Zúlmi, 5 rímur að tölu, orti hann á Jólaföst-
unni 1860 á 13 kveldstundum, eftir það hann var háttaður, því
jafnan var hann vanur að lesa í bók eða rita eitthvað í uppköst
sin, eftir það hann var komin í rúm sitt. Tiðavisur orti hann
1866 og mun hafa haldið þeim áfram meðan hann lifði. Arlega
fékk hann fjölda fréttabréfa úr ýmsum áttum, og ritaði úr þeim
allt er fréttnæmt var, og öllum blöðum og tímaritum, með þeirri
óþreytandi iðni, að eins dæmi munu vera um svo gamlan mann,
enda var sjón hans óviðjafnanleg. Hann hafði að visu gleraugu,
enn hafði þau að eins til þess að hvíla augun. Allt til 1872 brúk-
aði hann fjaðrapenna, enn þá tók hann gleraugun af sér, er hann
skar pennann, svo var sjónin skörp, enn jafnan þvoði hann augun
með brennivini og sagðist hafa gjört það um langan tima aldurs
sins, enn sjónina hafði hann jafnskíra áttræður sem á fertugs aldri,
eftir þvi sem hann sagði sjálfur frá, enn siðast sá hann ekki neitt
með öðru auganu. Allt fram yfir 1860 ritaði hann bæði snarhönd
og fljótaskrift, hvorttveggja aðdáanlega fagurt, en sett letur og
uppdrætti með afbrigðum, enn á seinni árum hans var höndin far-
in að stirðna, enn brá þó oft til hins einkennilega handarlags,
einkum á settletri. Því miður er ómögulegt að segja, bvert ár
hann hafi ritað hvert fyrir sig af ritverkum sinum, því öll hin
stærri rit sin varð hann að hafa í smíðum mörg ár; sumum hélt
hann áfram til dauðadags, enn sum urðu aldrei hreinrituð. Flest-
ir af þáttum hans eða sögum einstakra manna, munu vera ritaðir
í Flatey, sömuleiðis Yestfirðingasaga, framhald Arbókanna og
Skarðstrendinga saga, en Húnvetninga saga er rituð fyrir norðan,
Natans saga og jafnvel fleiri. Útleggingar hans voru flestar bún-
4