Tímarit Hins íslenzka bókmentafélags - 01.01.1897, Síða 50
50
ar, áðnr enn hann kom í Flatey, og eru margar þeirra að eins í
frumriti hans. Eftir það að Grísli settist þar að, frumritaði hann
geysimikið og mest af islenzkri sagnfræði. Fékk hann víða heim-
ildir til þeirra rita, þvi hann átti mjög marga hjálpsama vini í
þeim efnum, og flestir sem komn i Flatey heimsóttu hann, og spurði
hann þá hvern mann hlífðarlaust, enn allir sem kynntust honum
eitthvað, fengu á honum hinn bezta þokka. Hann ritaði fjölda
af ættartölum fyrir ýmsa, og mátti heita að hann gæfi þær allar;
þó hann i orði kveðnu setti tveggja dala verð á hverja, þá vita
þeir, sem ættir hafa rakið, hver borgun það getur heitið, en marg-
ir vórn þeir sem gáfu honum meira, og sumir þá litið eða ekkert.
Hin síðasta frumritaða saga hans mun vera þáttur Eyjólfs danne-
brogsmanns í Svefneyjum, sem hann ritaði um 1869; enn ritum sin-
um öðrum hélt hann áfram til dauðadags og jók á hverju ári við sögur
þær, er ná yfir einstök héruð, enn sumt mun hann þó eigi hafa
enzt til að innfæra, og er tvísýni á, að hið síðasta af ritum hans
komi nokkurntíma að notum, eftir því sem farið hefir um hin
mörgu merkilegu handrit hans, siðan hann dó, þegar enginn hefir
hönd yfir þeim, sem kann með að fara, og jafnvel fyrirmunað að
neitt þeirra komist fyrir auga þeirra sem geta notað. Oft var það, að
Gisli orti við ýms toekifæri, og hrá þá stundum fyrir glettni, eink-
um ef það snerti að einhverju gamla mótstöðumenn hans.
Hvort Gisli Konráðsson hafi haft sómasamlega forsorgun á
siðari árum sinum, eins og bæði er áskilið i testamentisbréfi hans
og sem hann fyrir hin miklu verk sin átti fyllstu heimtingu á, er
mikill vandi að segja svo rétt sé, en nægjusemi hans og dæma-
fái sparnaður lét sér lynda allt, hversu rýrt og vesælt sem var.
Enn eftir þvi sem lengra leið á æfi hans, fækkuðu styrktarmenn
hans, þeir sem nokkuð kvað að. Olafur prófastur Sivertsen, sem
var hans mesti bjargvættur, og frú hans Jóhanna Friðrikka, Þor-
valdur Sívertsen í Hrappsey, sem var góðvinur Gisla og styrktar-
maður og rétti honum tíðum örláta hönd, Kristján kammerráð
Magnússen á Skarði, Sturlaugur hinn auðgi Einarsson í Eauðseyj-
um, Sigurður kaupmaður Jónsson í Flatey, sem jafnan var Gísla
vel, eins og öllum sem til hans náðu, og loks hinn góðfrægi og
ágæti vinur Gisla, Brynjólfur stúdent Benediktssen í Flatey, allir
þessir dóu ú undan honum, og misti hann þar sína traustustu hjálp-
armenn, sem þessir voru. Svo var Brynjólfi stúdent annt um Gisla,
að þegar frost og harðviðri voru, þá gekk hann oft sjálfur suður
í Norskubúð, til þess að vita hvort hinum gamla merkilega öld-
ungi væri ekki kalt, og sat þá hjá honum timum saman, því að