Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 15

Eimreiðin - 01.09.1917, Blaðsíða 15
'37 gjörðu hvað cftir annað við stéttina, en ætíð var hún rifin. Jörundur hreppstjóri kærði skólasveina, og voru allir kennarar á hans máli, nema dr. Scheving, hann stóð með piltum. Svo varð' rimman hörð, að komið var að því, að »decimera« skólann (þ. e. að reka úr skóia tíunda hvern pilt)'; en það var víst dr. Scheving, sem aftraði því. Svo varð æsingin mikil, að Björn Gunnlaugsson varð svo reiður við Scheving, að þann sagði: »Ég skal taka skrínuna þína, Scheving, og kasta henni út á Svið«. (Scheving bjó í litlu timburhúsi, sem kallað var »Skrínan«, >Svið« er alþekt fiskimið á Faxaflóa). 1 þetta mál komst Bjarni Thórarensen, sem þá hefur líklega verið settur stiftamtmaður. Bjarni var strangur við pilta, en Scheving var þeirra stoð. Hann sagði við Bjarna Thórarensen: »það er ekki til neins þetta fyrir þig, Bjarni, þeir láta aldrei undan. Éú veizt«, bætti hann við, »að ég hefi ekki elskað nokkurn mann eins og þig og stúdentinn, sem stal frá mér bókunum í Kaupmannahöfn«. í’á svaraði Bjarni: »Farðu bölvaður, Scheving!«. Enginn vissi, hver þessi'stúdent var, sem bækurnar tók. Skólapiltar höfðu sitt fram, og ortu svo brag úm Jörund hrepp- stjóra. Hafði séra G. ort. Scheving var þeirra skjól og skjöldur. Ekki hef ég þessar sagnir um stéttarmálið beinlínis frá séra Guðm. sjálfurú, því ekki man ég til, að það bærist í tal okkar á milli. Séra Guðm. var, eins og áður er á vikið, ódæll í skóla; sáu kennararnir þann kost vænstan, að setja hann umsjónarmann, og sagði séra G. mér, að enginn skólasveina hefði verið sér eins baldinn og faðir minn; honum hefði þótt svo gaman að stríða sér og hleypa sér upp. Þegar séra G. kallaði pilta úr bekknum, hefði faðir minn horft á sig og sagt: »Já, þú ert »inspector«, og setið kyr. Séra G. sagði mér, að föður mínum hefði gengið illa skólalærdómur, og hefðu sumir haldið, að það væri fyrir gáfnaskort, en það hefði ekki verið, heldur af leti við skólanámið. f’orgrímur gullstniður hafði haft föður minn tímunum saman að tefla skák við sig, þegar hann átti að vera að læra lexíur sínar. Faðir minn var góður skákmaður og reiðmaður, en séra G. hvorugt. Það sagði séra G., að faðir minn hefði átt betri æfi á Bessastöðum en hinir piltarnir, því Í’orgrímur gullsmiður hefði haldið hann vel í skáktímunum. í’egar séra G. bauð föður mínurn í glímu, bauð faðir minn honum í skák. Það sögðu menn, sem þektu þá bræður á yngri árum, að séra G. hefði verið glímnari, en faðir minn sterkari. Þessi staka var ort um þá: Guðmundur og góður Jón eru þeir um ísafrón göfugir Torfasynir, álitnir ei linir. Einatt hafði systkinum séra G. þótt gaman að stríða honurn og hleypa honum upp; gat hann aldrei varast brögð þeirra, var nokkuð trúgjarn. Einu sinni á Breiðabólstað var hann sokkinn niður í skriftir, sat þar innan við stofuborð en Magnús bróðir hans var fyrir framan þorðið og var að nudda bandprjón, þangað til hann var orðin brenn- heitur; þiður svo séra G. að geyma hann, meðan hann skreppi út.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Eimreiðin

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.