Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Side 24

Eimreiðin - 01.09.1917, Side 24
[46 Dauða hans bar svo að, (3. apr. 1879), eftir því sem dóttir hans, Ragnhildur, og maður hennar Björn Árnason, hafa sagt mér: Um morguninn var hann málhress, var að lesa dagblöð, sem voru nýkomin, óklæddur í rúminu. Þegar kom fram á daginn, fékk hann hóstahviður, eins og hann hafði oft fengið slðustu árin; en þyngslin voru meiri fyrir bijóstinu og hann kvartaði um kulda; voru honum þá gefnir heitir drykkir, og bað hann þá Bjöm tengdason sinn að snúa sér í rúminu. Þegar Björn fór til þess, mælti séra G.: »Ég er þrotinn að fjöri«, rykti sér upp og sneri sér í rúminu sjálfur og segir: »Faðir, í þínar hendur fel ég minn anda« og tók andvörpin. Séra Valdimar Briem orti eftirmæli eftir séra G., sem Benedikt Gröndal skáld hafði sagt, að væru annað >Sonatorrek«. Af því ég hygg, að þau séu nú í fárra manna híjóða svo (prentuð í sÞjóðólfi*): Hér er fallin hetja i valinn, hraustur kappi í ísrael, patríark að aldri talinn, entist líf hans furðuvel; og þótt lengi æfin treindist, aldrei lífsins dró hann seim, fljótur hann í flestu reyndist, fljótur var hann að kveðja heim. Nóa fjör og geðið glaða guðs að vilja hann ungur hlaut. Oft þó djúpt hann yrði að vaða, eins hann lífsins glaður naut. Lífs í sukki og syndaflóði sér hann uppi haldið gat, skip ei braut hinn gamli góði, guðs hann lenti á Ararat. Móses þrek í þrautum fékk hann, þurt hann komst um ósjó lífs, áttatíu árin gekk hann eyðimörku böls og kífs. Ströng var leið, en létt hans ganga lífs um þungan eyðisand, eyðimörk unz eftir langa að hann sá hið þráða land. Samsons þrótt og hreysti hlaut hann, hönd var sterk og armur knár; sjaldan afl né orku þraut hann, ei þó væri í lofti hár. Fílistea feldi hann marga, fór með þá sem kögurböm; stóra lagði að velli varga, vann hann bæði ljón og björn. höndum, set ég þau hér; þau Davíðs hörpu hljóma lét hann, hrinu gullnir strengir títt; bæði á hana hló og grét hann heimsádeilu og soiglag blítt. fá hann hrærði hörpustrengi, hafði hann úr þeim sætan róm, bæði vel hann lék og lengi, lengi á eftir heyrir óm. Pauli trú og traustið fasta tók hann fyrir lífsins mið; boða sá hann bátnum kasta, brást þó aldrei. hræddur við. Drottinn hafði hann í stafni, hann lét stýra um lífsins dröfn, áfram hélt hann í hans nafni, í hans nafni tók tók hann hofn. Natanaels hjartað hreina honum drottinn gefa réð; fals né svik né fordild neina fór hans munnur aldrei með. þeim, sem breyskri lund ei leynir, lætur drottinn rætast á: sælir eru hjartahreinir, herrans guðs þeir auglit sjá. Jesú Kristi götu gekk hann, góður maður þrátt fyrir alt. Lausn og kvittun loksins fékk hann, lausnarinn hans skuldir galt. Og. þótt spomm oft hann týndi, ört er veltist lífsins hjól, rétt hann stefndi, sem hann sýndi, sinn er anda hann guði fól.

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.