Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Page 26

Eimreiðin - 01.09.1917, Page 26
I4X þær fóstrur 1856. Önnur fósturdóttir þeirra hjóna var Þórdís, er giftist;. Jóni silfursmið Jónssyni, bónda í Kilhrauni á Skeiðum. Sagt var það, að þegar séra Guðni var í Miðdal, hefði hann látið setja brúna á Brúará, sem notuð var til skamms tíma og kom oft að góðu, þó ófullkomin væri. Um aðrar framkvæmdir hans í Miðdal er mér ekki kunnugt, en býst við, að þær hafi þó verið. nokkrar. Drepsóttir. (Alþýðufyrirlestur haldinn á Akureyri veturinn 1917). Eftir STF.INGRlM MATTHÍASSON. I. DAUÐI OG DJÖFULL. Fegar ég var að byrja læknisnám í Kaupmannahöfn, þurfti ég, eins og aðrir læknanemar, að útvega mér mannabein. Ekki til að fremja neina galdra, heldur til að nota þau við nárnið í beinafræði. En stundum gat verið örðugt að ná í bein, því nem- endur voru margir og eftirspurnin mikil. Pá vildi svo til, að verið var að grafa fyrir húsgrunni úti á Austurbrú, og komu menn þá niður á hrúgur af mannabeinum. Far lágu beinagrindur í kös,. hver ofan á annarri; og þarna fengum við læknastúdentar manna- bein eftir vild og meira en það.1) En 'hvernig stóð á þessari beinagrindamergð? Jú — það voru leifar framliðinna, sem höfðu dáið úr pestinni eða svarta- dauða. Pá var ekki tími til að smíða utan um fólkið, heldur fóru líkvagnar um bæinn á degi hverjum, til að safna líkunum saman, og var þeim svo steypt ofan í stóra sameiginlega gryfja utan við borgina. Við tildruðum þessum beinum upp á borð og hillur heima hjá okkur,. meðfram af fordild, til að sýna, að við værum læknar og ekkert myrkfælnir vísinda- menn, en alls ekki prestlingar! — Ég skal annars láta þess getið, að hvorki varð ég né aðrir félagar mínir nokkurn tíma varir við draugagang. eða að framliðnir æmu að heimta kjúkur sínar, sbr, »Fáðu mér beinið mitt Gunna!«.

x

Eimreiðin

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.