Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Síða 46

Eimreiðin - 01.09.1917, Síða 46
um, sem líkjast kunna pest. fað er helzt á landamærum Rúss- lands, sem hættast er við, að pest breiðist frá Asíu vestur á bóginn; en hingað til hefur þó vörnin þar reynst nógu örugg. Pýzkum gerlafræðingum hefur tekist að búa til pestargrímu, sem virðist vera óyggjandi vörn fyrir lækna og aðra, sem hjúkra lungna-pestarsjúklingum. Hugmyndin er ekki ný. Á miðöldunum höfðu læknarnir líka grimur, en þær voru ekki af nógu vandaðri gerð og reyndust gagnslausar. Síðan Yersín og Kítasató fundu pestar-sóttkveikjuna 1894, hefur þekkingu vorri á pest fleygt fram á ári hverju. Yfirleitt má nú fullyrða, að Norðurálfubúum standi lítil hætta af pestinni, nema hún skyldi taka upp á því, að breyta sínu háttalagi að miklum mun. Pví hvorki hefur pestin breiðst út í þeim hlutum borganna austur í Asíu, þar sem hvítir menn búa, og eins og áður er skráð, hefur hún heldur ekki getað náð verulegri fótfestu meðal hvítra manna í Evrópu, þegar hún hefur þangað borist;. en það hefur skeð margsinnis á síðasta mannsaldri. IX. ENSKI SVITINN. Eg hefi nú sagt ykkur frá þeim 4 drepsóttum, sem nú þekkjast illræmdastar allra farsótta. En rétt er að minnast einnar drep- sóttar enn, þó langt sé síðan hún var síðast á ferli; en það er enski svitinn. Enskur var hann kallaður af því, að sjúkdómurinn kom upp á Englandi og virtist lengi bundin við það land, án þess að breiðast út frekar. Hann hófst 1486 (og gekk þrisvar yfir England eitt á tímabilinu 1486—1518); kom þá upp alt £ einu, án þess nokkuð hefði áður til hans spurst annarstaðar og geisaði um alt England, en breiddist hvorki til Skotlands né ír- lands, fyr en 1529—1551; þá komst farsóttin líka til Skotlands og írlands og síðan til Norður-Evrópu. Pessi veiki var afar mannskæð, eða því nær eins mannskæð og pestin (90°/o er haldið að dáið hafi í sumum bæjum). Veikin byrjaði með köldu og síðan kom ákafur sviti, en þar á eftir seig á menn svefnmók og máttleysi. Margir dóu eftir fáeinar klukkustundir og fólkið hrundi unnvörpum. — Um enska svitann hef ég skrifað ýtarlegar áður (EIMREIÐIN XIII, 38—42) og leyfi ég mér að vísa til þess. Það er haldið, að enski svitinn hafi verið samskonar veiki

x

Eimreiðin

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.