Eimreiðin


Eimreiðin - 01.09.1917, Side 52

Eimreiðin - 01.09.1917, Side 52
174 Hann lagði upp um morgun frá Skógum í Axarfirði að Núpi, og hugðist að leggja þar á Axarfjarðarheiði, en var ráðið frá, því sú leið var sjaldfarin og torsótt. Hélt hann síðan að Sandfellshaga, sem er næsti bær undir heiðinni á alfaraleið. Var þá nokkuð liðið á dag, er hann lagði á heiðina, og veður ekki sem tryggilegast. Átti hann von á, að mæta manni, sem um morguninn fór til fylgdar lang- ferðamanni, og von var á, að kæmi til baka. Hélt hann leiðar sinnar, en varð ekki var manns- ins; enda hafði hann ekki farið nema fjórðung leiðarinnar, þegar hvessa tók á norðaustan með snörpu renningsskriði, og hóf upp bakka í norðri. Grimdarfrost var á, því hafþök af ísi voru fyrir öllu Norðurlandi. Leið nú ekki á löngu, að loft varð kaf- þykt, og gekk upp veðrið með kafaldshríð og hörkufrosti, og var það sú grimmasta stórhríð, er hann sá fyr og síðar. Þótti hon- um sem sig mundi hrekja af leið og hélt sig fast í veðrið. Var nú leið hans í fangið um stund, unz hann kom upp á hæð nokkura og á bersvæði. Var þar svo mikið ofviðri, að hann þóttist sjá, að óráðlegt væri, að halda lengra að svo komnu. Hugðist hann því að snúa til baka sömu leið og leita hlés, og láta þar fyrir berast, unz af gengi veðrið. Hélt hann þá til baka, en hafði skamt farið, er hann hrapaði fram af hengiflugi. Vissi hann þá óglögt, hvað gerðist. Fann, að hann komst við f hrapinu, og kendi sársauka. Eigi vissi hann, hversu langt Ásmundur Ásmundsson. mundi um liðið, er hann raknaði við. Þá kendi hann mikils sárs- auka í vinstri öxlinni, var mjög máttfarinn og skalf af kulda. Skíði hans, stafur og malpoki lágu á fönninni umhverfis hann, og svo grjót- mul, er hann hafði tekið með sér 1 hrapinu. Gat hann með naum- indum komist á fætur, og vildi finna eitthvert hlé, því veðrið stóð eftir gljúfri því, er hann hafði hrapað í, — en þar var fokið í öll skjól. Lét hann þá fyrir berást undir steini, þó ekki nyti hann skjóls, nema

x

Eimreiðin

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Eimreiðin
https://timarit.is/publication/229

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.